Fréttablaðið - 27.03.2013, Page 44

Fréttablaðið - 27.03.2013, Page 44
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201318 „Hún bar upp bónorðið yfir kakóbolla á Þorláksmessu fyrir sex árum, á kaffihúsi hér nyrðra. Ég þurfti ekki að hugsa mig um,“ segir Orri Harðarson tónlistarmaður, þegar hann er beðinn um að rifja upp brúðkaupsdaginn, en þau Inga Elísabet Vésteins- dóttir höfðu byrjað saman í lok sumars, það sama ár. Þau ákváðu svo að gifta sig innan árs, líka fyrir norðan, í bakgarðinum hjá foreldrum Ingu. Giftingin fór fram 4. október 2008 að ásatrúarsið. „Við teljumst sjálfsagt seint til trúaðra og hefðum því jafnvel gift okkur hjá sýslumanni, nema hvað Hilmar Örn allsherjargoði er góður vinur minn og við erum bæði skráð í félagið. Hilmar kom norður og helgaði stað og stund og svo hétumst við hvort öðru. Sumir fara með heitin upphátt en við fórum með okkar í huganum og horfðumst í augu á meðan,“ rifjar Orri upp. „Þetta var hugljúf stund og falleg athöfn. Hvorugt okkar er mikið fyrir tilstand, svo það voru bara okkar allra nánustu með okkur þennan dag. Vinir okkar, Pálmi Gunnars son og Kristján Edelstein, fluttu fyrir okkur tvö lög úti á pallinum og svo var boðið upp á grillað lamb á eftir. Við eigum enn eftir að fara í brúðkaupsferð, en það er bara gaman að eiga hana inni.“ Fékk bónorð með kakóbollanum Inga Elísabet Vésteinsdóttir og Orri Harðarson giftu sig þann 4. október árið 2008. Inga bar fram bónorðið yfir rjúkandi kakóbolla á Þorláksmessu. MYND/ÚR EINKASAFNI Gegnum aldirnar hafa hjónavígslur að nær öllu leyti farið fram í kirkjum landsins. Það færist þó sífellt meir í vöxt að verð- andi brúðarhjón velji frumlegan og skemmti- legan stað fyrir hjónavígsluna utan kirkjunnar. Þeir sem eru að skipuleggja giftingu og vilja notast við óhefðbundinn giftingarstað hafa úr mörgum skemmtilegum stöðum að velja um allt land. Perlur á höfuðborgarsvæðinu Ýmis útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu hafa verið nýtt til útigiftinga undanfarin ár. Þar má meðal annars nefna Grasagarðinn í Laugardal, Elliðaárdal og Heiðmörk. Klambratún og Kjar- valsstaðir hafa einnig orðið fyrir valinu og það sama má segja um Ásmundarsafn og Árbæjar- safn. Giftingar í Nauthólsvík hafa einnig færst í vöxt og þá sérstaklega eftir að ylströndin varð að veruleika. Síðan tekur bara örfáar mínútur að sigla frá Reykjavík út í Viðey og þar hafa brúð- kaup verið haldin af og til í mörg ár. Sumarbústaðir eru einnig skemmti legir brúðkaupsstaðir. Þá er upplagt að skella upp stóru veislutjaldi í garðinum og ekki er verra ef brúðkaupsgestir geta tjaldað við bústaðinn. Þrastaskógur, Þjórsársalur og Þórsmörk hafa einnig hýst brúðkaup ásamt öðrum náttúru- perlum landsins. Gifting á Þjóðhátíð Íbúar Vestmannaeyja og Suðurlands hafa nýtt Herjólfsdal til giftinga og einu sinni fór þar fram brúðkaup við setningu Þjóðhátíðar. Bjarnarey, sem er ein úteyja Vestmannaeyja, hefur einnig verið nýtt til brúðkaups. Hún verður að teljast með ævintýralegri stöðum hérlendis til giftinga enda útsýnið ægifagurt og aðkoman að eyjunni stórbrotin. Akureyri og nágrenni bjóða upp á marga fallega staði til útibrúðkaupa. Kjarna skógur er ekki bara vinsælt útivistarsvæði heldur er hann einnig nýttur undir brúðkaup, til dæmis við svokallaðan Kirkjustein. Lysti garðurinn á Akur eyri er ekki síður fallegur staður undir brúðkaup. Norðlendingar geta einnig skroppið í Dimmuborgir í Mývatnssveit sem er mjög fallegur staður fyrir útibrúðkaup. Laxár- virkjun og Vestmannavatn eru einnig vinsælir giftingar staðir í nágrenni Akureyrar. Selskógur á Suðurnesjum er lítill skógur við afleggjarann til Grindavíkur. Þar er frábært úti- vistarsvæði sem hentar vel fyrir giftingar. Einn- ig má nefna svæðið við Reykjanes- og Garð- skagavita sem skemmtileg svæði á Suðurnesjum auk Bláa lónsins. Austurland býr yfir mörgum náttúruperlum og ein þeirra, Hallormsstaðaskógur, er stundum nýtt undir útibrúðkaup. - sfj Gifting undir berum himni Sífellt fleiri velja nú þann kost að gifta sig undir berum himni. Fjölmargir fallegir staðir um allt land henta vel til útibrúðkaupa. Hvort sem skógur er valinn, falleg fjara eða útivistarsvæði þá eru möguleikarnir óþrjótandi. Veistu hver ég var? Siggi Hlö Laugardaga kl. 16 – 18.30

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.