Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 58

Fréttablaðið - 27.03.2013, Side 58
27. mars 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 34 Fyrsta plata Justins Timberlake í sjö ár, The 20/20 Experience, fór beint í toppsætið í Bretlandi og velti þar með nýjustu plötu Davids Bowie úr sessi. Á sama tíma missti popparinn efsta sætið á smáskífu- listanum því lagið hans Mirrors lenti neðar en What About Us með The Saturdays. Búist er við því að The 20/20 Experience fari einnig beint á topp- inn á bandaríska Billboard-list- anum á miðvikudaginn. Reiknað er með því að platan hafi þá selst í tæplega einni milljón eintaka á aðeins einni viku. Milljón plötur vestanhafs VINSÆLL Justin Timberlake er að gera góða hluti á nýju plötunni. NORDICPHOTO/GETTY Ársfundur Byggðastofnunar föstudaginn 5. apríl 2013 Miðgarði, Skagafirði Dagskrá ársfundar: Kl. 13:00 Setning fundarins, Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:05 Ávarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Kl. 13:20 Þóroddur Bjarnason, ræða formanns stjórnar Byggðastofnunar. Kl. 13:35 Aðalsteinn Þorsteinsson, skýrsla forstjóra Byggðastofnunar. Kl. 13:50 Afhending „Landstólpans“ samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar. Kl. 14:00 Kynning og undirritun nýrra samninga um atvinnu- og byggðaþróun við atvinnuþróunarfélögin. Brothættar byggðir – ný nálgun Kl. 14:15 Verkefni um framtíð Raufarhafnar. Hvernig tókst til? Sigríður K. Þorgrímsdóttir, þróunarsviði Byggðastofnunar. Kl. 14:30 Sjónarmið íbúa í brothættri byggð. Ása Dóra Finnbogadóttir frá íbúasamtökum á Bíldudal. Kl. 14:45 Ferðaþjónusta sem ylrækt. Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Kl. 15:00 Ævintýrið á Siglufirði. Sigríður Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Rauðku. Kl. 15:15 Fundarlok. Allir velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið magga@byggdastofnun.is Fyrrverandi knattspyrnuhetjan Paul Gascoigne, sem er edrú þessa dagana eftir dvöl á meðferðarheim- ili í Bandaríkjunum, var hræddur um að hann myndi deyja fyrr í mánuðinum þegar hann var lagður inn á spítala í byrjun mánaðarins. Gascoigne þjáðist af svo alvar- legum fráhvarfseinkennum fyrst um sinn að honum var vart hugað líf. „Ég heyrði einhvern inni á sjúkrastofunni segja að ég myndi líklega ekki lifa af,“ sagði Gasco- igne í fyrsta sjónvarpsviðtali sínu á ITV-stöðinni eftir meðferðina. „Ég grátbað hann um að láta mig ekki deyja því ég ætti eftir að vökva blómin. Mér fannst blómin skipta meiru máli. En blómin dóu og ég lifði af,“ bætti hann við. Hafði áhyggjur af blómunum PAUL GASCOIGNE Óttaðist um líf sitt. Mario Armando Lavandeira Jr. hélt upp á 35 ára afmælið sitt á laugar- dagskvöldið. Fáir þekkja manninn undir því nafni en flestir kannast þó við hann undir nafninu Perez Hilton. Hann er líklega þekktasti bloggari heimsins og heldur úti síðunni perezhilton.com en þar skrifar hann daglegar fréttir af fína og fræga fólkinu í Hollywood. Þrátt fyrir að hafa eignast sitt fyrsta barn, Mario Armando Lavandeira III, eða Perez Hilton Jr., með aðstoð staðgöngumóður í lok febrúar, sló Perez ekki slöku við í afmælishöldum þetta árið. Hann sló upp risastóru náttfata- partíi í L.A.-leikhúsinu og mörg þekkt andlit gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér út á náttfötunum til að fagna deginum með honum. 35 ára afmælinu fagnað á náttfötunum Bloggarinn Perez Hilton bauð til afmælisveislu í L.A. á laugardagskvöldið. Í STÍL Afmælisbarnið lét útbúa náttföt í stíl handa sér og mömmu sinni. Sonur hans, Perez Hilton Jr., fékk líka galla með sama munstri þrátt fyrir að vera of ungur til að fá að koma í partíið. NORDICPHOTOS/GETTY KRÚTTLEG Leikkonan unga Bella Thorne var krúttleg í Mínumúsar- náttgallanum sínum. SÆT OG KÁT Söngparið Jordin Sparks og Jason Derulo stillti sér upp. TÖFFARI Hin fjölhæfa Ciara Princess Harris var algjör töffari í afmælisboðinu. SKVÍSA Glee-Leikkonan Alex Newell var sæt í rauða silkisloppnum sínum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.