Fréttatíminn - 29.10.2010, Qupperneq 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
BARA KREISTA!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
0
-1
2
0
4
Móðir sextán ára stúlku sendi bréf á
blogg fjölmiðlamannsins Sölva Tryggva-
sonar í vikunni þar sem hún lýsti yfir
miklum áhyggjum af afdrifum ósak-
hæfra ungra kynferðisafbrotamanna.
Dóttur hennar var nauðgað af fjórtán ára
strák sem var ósakhæfur sökum aldurs.
Móðirin sagði frá því hvernig atburð-
urinn hefði farið með líf dóttur hennar
og spurði síðan hvað væri gert í tilfelli
gerandans þar sem hún hefði hvarvetna
komið að lokuðum dyrum með fyrir-
spurnir sínar.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna-
verndarstofu, segir í samtali við Frétta-
tímann að það sé eðlilegt að konan hafi
ekki fengið nein svör enda gildi trúnaður
um hvert einstakt mál. Hann segir hins
vegar að því fari fjarri að engin úrræði
séu til fyrir kynferðisafbrotamenn undir
lögaldri. „Við höfum fjölgað úrræðunum
á undanförnum árum,“ segir Bragi.
Úrræðin eru þrenns konar, að sögn
Braga, eftir að einstaklingar hafa sætt
greiningu. Í fyrsta lagi er um að ræða
vistun á meðferðarheimilinu Stuðlum
þar sem einstaklingar fá meðferð og geta
síðan verið vistaðir á öðrum stofnunum í
okkar umsjá. Í öðru lagi er svokölluð fjöl-
kerfameðferð eða MST-meðferð sem er
veitt á vettvangi fjölskyldunnar. Þá koma
meðferðaraðilar og veita fjölskyldunni
allri viðeigandi meðferð. Í þriðja lagi er
síðan hópur sérfræðinga, sem hafa sér-
hæfingu á þessu sviði, og veita einstak-
lingum sem sýna óviðeigandi kynferðis-
lega hegðun sérhæfða meðferð, bæði
innan og utan stofnana.
Bragi segir þetta gífurlega mikilvægt
því reynslan sýni að mestur árangur ná-
ist ef byrjað er að vinna með kynferðisaf-
brotamönnum á unga aldri.
Barnaverndarmál Ungir kynferðisafBrotamenn
Þrjú úrræði fyrir unga
kynferðisafbrotamenn
HeilBrigðismál BorgarafUndUr á Ísafirði Um niðUrskUrð
Sparnaðurinn hverfur með
auknum sjúkraflutningum
Verði fjárveitingar til Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða skornar niður um 185
milljónir króna skilar það innan við 30
milljóna króna sparnaði vegna aukinna
sjúkraflutninga til Reykjavíkur. Þetta
kemur fram í úttekt sem kynnt var á
borgarafundi í stjórnsýsluhúsinu á Ísa-
firði í gærkvöld.
Dóra Hlín Gísladóttir verkfræðing-
ur og Kristinn Hermannsson hagfræð-
ingur unnu skýrsluna fyrir Heima-
varnarliðið, grasrótarsamtök sem vilja
standa vörð um heilbrigðisþjónustu á
norðanverðum Vestfjörðum. Þar segir
að búast megi við að segja þurfi upp
fimmta hverjum starfsmanni stofnun-
arinnar. Viðbótarútgjöld leggist síðan
á íbúa og fyrirtæki vegna sjúkraferða-
laga.
Í skýrslunni kemur fram að á hverju
ári eru 600 -800 sjúklingar lagðir
inn á sjúkrahúsið á Ísafirði og verði
starfsemi sjúkra- og hjúkrunarsviða
skert samkvæmt tillögunni þurfi að
flytja 400-700 sjúklinga suður. Dóra
Hlín segir að í raun sé verið að loka
sjúkrasviði stofnunarinnar. Slíku fylgi
óöryggi fyrir íbúa enda 450 km land-
leið suður, oft ill- eða seinfær og flug
stopult.
Áætlað er að aukinn kostnaður rík-
isins vegna þessara sjúkraflutninga
nemi tæpum 60 milljónum króna á ári.
Skýrsluhöfundar segja vandséð að það
leiði til nettósparnaðar að leggja niður
hjúkrunarrými í einum landshluta til
þess eins að bæta við nýjum hjúkrun-
arrýmum annars staðar. - jh
Frá borgarafundinum á Ísafirði.
Ljósmynd: Hálfdán Bjarki Hálfdánarson
Lífseig flökkusaga um
innbrotsþjófa
Tveggja mánaða gamlar upplýsingar um
grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
hafa dúkkað upp víða á netinu og breyst
eftir að þær voru fyrst sendar frá lög-
reglunni. „Nú eru fleiri hverfi tínd til,
jafnvel ný bæjarfélög, og alltaf eru upp-
lýsingarnar gefnar í mínu nafni,“ segir
Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn kíminn. Sagan segir af
dökkklæddum, erlendum mönnum
með bakpoka sem taki myndir
af húsum. „Þetta er orðið að
góðri flökkusögu,“ segir hann
en upplýsingarnar birtust
á innri vef grunnskólanna í
gær. „Það er þó afar jákvætt
hve mikil vakning hefur orðið
í nágrannavörslu,“ segir Árni. „Fólk
getur verið gríðarlega öflugt í gæslu
ef það gerir hlutina í samráði hvað við
annað.“ - gag
Pósturinn fær ekki að
hækka verð
Íslandspóstur fær ekki að hækka
verðskrá einkabréfa eins og hann vildi.
Póst- og fjarskiptastofnun hafnaði beiðn-
inni, meðal annars á þeim forsendum að
Pósturinn vildi velta kostnaði af afslætti
til fyrirtækja yfir á almenning. Hins vegar
er ekki útséð um verðhækkanir hjá Póst-
inum því stofnunin fer nú yfir nýja skil-
mála og gjaldskrá Póstsins eins og beðið
var um í endaðan júní 2010. - gag
RÚV og 365 berjast um
ungmennin
RÚV og 365
skiluðu inn
tilboðum í sjón-
varpsréttinn á úr-
slitakeppni Evrópumóts U-21
árs landsliða í knattspyrnu
þar sem Ísland er meðal
þátttökuþjóða. Tilboðsfrestur
rann út á hádegi síðastliðinn
þriðjudag og staðfestu bæði
Páll Magnússon útvarpsstjóri
og Ari Edwald, forstjóri 365,
sem rekur Stöð 2 Sport, að
þeir hefðu sent inn tilboð.
Hvorugur hafði þó fengið
svar þegar Fréttatíminn
ræddi við þá seint í gær,
fimmtudag. -óhþ
Nokkrir íslenskir málarar halda í
ævintýraferð í nóvember til Abu Dhabi
í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Þar sjá þeir Formúlu 1 kappakstur í
boði norska málningarrisans Jötun.
Húsasmiðjan, umboðsaðili Jötun á Ís-
landi, sendi Norðmönnunum lista yfir
málara sem fengu síðan símtal um boð
á Formúluna. Eftir því sem Fréttatím-
inn kemst næst greiðir Jötun uppihald
og miðann á kappaksturinn en málar-
arnir sjálfir greiða flugið. -óhþ
Málarar á Formúlu
í Abu Dhabi
Málararnir gætu hitt Naomi
Campbell í Abu Dhabi.
Bragi Guðbrands-
son, forstjóri
Barnaverndar-
stofu, segir
úrræðum fyrir
unga kynferðisaf-
brotamenn hafa
fjölgað
Bragi Guðbrands-
son, forstjóri
Barnaverndarstofu.
málefni fatlaðra flUtningUr frá rÍki til sveitarfélaga
Framkvæmdastjórn og fulltrúaráð
Sólheima segja grundvöll brostinn
fyrir starfi Sólheima vegna flutn-
ings ríkisins á málefnum fatlaðra til
sveitarfélaga nema því aðeins að rík-
ið tryggi þjónustu Sólheima í búsetu
og atvinnumálum með samkomulagi
til ársins 2014. Í samþykkt fulltrúa-
ráðsins segir að Sólheimar fari fram
á að búa við sömu stöðu og sveitar-
félögin sem tryggt sé fjárhagslegt
rekstraröryggi við yfirfærsluna en
Sólheimum ekki.
„Liggi ekki fyrir samkomulag
eigi síðar en 1 desember n.k. felur
fulltrúaráðið framkvæmdastjórn að
gera viðeigandi breytingar á rekstri
Sólheima og ef nauðsyn krefur und-
irbúa breytingar á meginstarfsemi
Sólheima,“ segir enn fremur.
Í greinargerð með samþykktinni
segir að þau sveitarfélög, sem Sól-
heimar starfa í, svo og félagsþjón-
usta uppsveita Árnessýslu, hafa
ítrekað brotið rétt á fötluðum ein-
staklingum á Sólheimum og neitað
að uppfylla lagaskyldur sínar þrátt
fyrir að sex stjórnsýsluúrskurðir
liggi fyrir um brot þessara aðila.
Eðlilegt sé að spurt sé hvernig þessi
sveitarfélög eigi að vera fær um að
bera ábyrgð á og annast þjónustu við
fatlað fólk.
„Með yfirfærslunni tryggir rík-
ið sveitarfélögunum fjármagn til
þjónustu við fatlaða án þess að
veita sjálfstæðum þjónustuaðilum
samsvarandi tryggingu,“ segir og í
greinargerðinni. -jh
Sólheimar
búi við sömu
stöðu og
sveitarfélögin.
Segja grundvöll fyrir rekstri Sólheima bresta
2 fréttir Helgin 29.-31. október 2010