Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 16

Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 16
Meiri ást í lífið Marta Einarsdóttir bjóst við að hitta mann og stofna með honum fjölskyldu. Þegar hinn eini sanni lét bíða eftir sér ákvað Marta að taka málin í sínar hendur áður en það yrði of seint. Hún leitaði til ART Medica þar sem hún fór í tæknisæðingu til að verða ófrísk. Sigríður Inga Sigurðardóttir ræddi við Mörtu um barneignir, fordóma og hamingjuna sem nýfædd dóttir hennar hefur í för með sér. Margir ráð- lögðu mér að ættleiða barn en ein- hleypar kon- ur geta það ekki lengur. É g fór í tæknisæðingu í fyrrahaust og varð ófrísk í framhaldi af því. Dóttir mín fæddist í júlí og er mikill gleðigjafi. Það var erfitt að taka ákvörðun um að fara þessa leið til að eignast barn. Ég velti því fyrir mér fram og til baka. Ég var dálítið smeyk og fann fyrir eigin fordómum. Eins og margir var ég upptekin af því að fjölskylda saman- stæði af manni, konu og barni, þótt einhleypar mæður með börn séu rétt um fjórðungur allra fjölskyldna,“ segir Marta um tildrög þess að hún ákvað að eignast barn með hjálp læknavísindanna. „Ég íhugaði hvort það væri rangt gagn- vart barninu að eignast það ein og án föður. En þetta hefur verið yndislegt og ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun. Dóttir mín, Bebba Margrét, er lítið kraftaverk,“ segir Marta brosandi. Strax í upphafi fékk hún mikinn stuðning frá foreldrum sínum, systkinum, vinum og ættingum. „Það kom mér ánægjulega á óvart hversu jákvæðir allir hafa verið. Ég hef ekki fundið fyrir fordómum eða neikvæðum viðbrögðum í minn garð. Reyndar rakst ég eitt sinn á skrif á bloggsíðu hjá kristnum manni sem fannst tæknisæðing mjög siðlaus og á móti trúnni. Slík viðhorf eru til. Svo hef ég líka fengið að heyra hvers vegna ég skellti mér ekki bara í bæinn og svæfi hjá einhverjum gæja! En ég hef aðallega fengið hvatningu og stuðning og mér fannst fólk bara ánægt með mig.“ Marta var mjög ung þegar hún flutti að heiman og hóf sambúð. „Þá var ég ekki tilbúin að eignast barn því ég átti eftir að gera svo margt. Mig langaði að mennta mig og ferðast um heiminn. Ég hef alltaf haft mikla útþrá. Síðan slitnaði upp úr sambandinu og ég fór til útlanda. Ég fór í heimsreisu og var á flakki í nokkur ár, ásamt því að vera í námi. Ég var því mjög upptekin af öðru en barneignum. Ég sá fyrir mér að þegar ég hefði fengið útrás fyrir þessa ævin- týraþörf myndi ég eignast fjölskyldu.“ Um tíma bjó hún á Íslandi og fannst þá að kominn væri tími til að finna mann og stofna jafnvel fjölskyldu. „Ég fór því að horfa í kringum mig. Ég prófaði meðal annars að fara á einkamál.is, sem þá var nýkomið til sögunnar, og fór á nokkur stefnumót. En ég kynntist ekki neinum manni sem mig langaði til að vera með ævina á enda. Ég er samt enginn karlahatari! Ég var að bíða eftir að hitta hinn eina sanna en eftir á að hyggja fannst mér aldrei rétti tíminn til að eignast barn. Þannig að í raun var ég ekki tilbúin í barneignir,“ rifjar Marta upp. Aldur og eftirsjá Marta hélt síðan til Bretlands í frekara nám og settist á skólabekk í þróunarfræðum. Eftir útskrift fékk hún styrk til að hefja doktorsnám, sem hún og gerði. Það leiddi til þess að hún flutti til Mósambík og hóf að vinna við þróunarstörf. „Á tímabili hugleiddi ég hvort mig langaði kannski ekkert að eignast börn. Mér óx líka í augum að vera ein með barn,“ útskýrir hún en það átti eftir að breytast. „Einn daginn áttaði ég mig á því að mig langaði virkilega til að eignast barn. Það gerðist þegar systir mín eignaðist barn og ég sá ástina á milli hennar og barnsins. Ég vildi alls ekki missa af því að upplifa slíkt ástarsamband. Ég vildi ekki eldast og sjá eftir því einn daginn að hafa ekki eignast barn, og finnast ég hafa misst af einhverju,“ segir Marta alvarleg í bragði. ,,Margir ráðlögðu mér að ættleiða barn en einhleypar kon- ur geta það ekki lengur. Um tíma fengu einhleypar konur að ættleiða börn frá Kína en því var breytt. Mig langaði líka til að láta á það reyna hvort ég gæti orðið ófrísk og eignast mitt eigið barn. En það eru auðvitað líffræðileg takmörk fyrir því hversu lengi maður getur beðið eftir að það komi í ljós. Vin- kona mín, sem er samkynhneigð, benti mér á að hægt væri að fara í tæknisæðingu,” upplýsir Marta. Hún leitaði eftir upplýsingum á netinu og kynnti sér hvað fælist í tæknisæðingu og hvernig og hvar það væri gert. „Þetta var árið 2006. Einhleypar konur máttu ekki fara í tæknisæðingu á Íslandi en gátu t.d. farið til Danmerkur eða Bretlands. Lögunum á Íslandi var síðan breytt þannig að einhleypar konur gátu einnig notfært sér þessa aðferð. Mér fannst Mósambík ekki rétti staðurinn til að fara í slíka með- ferð og sló því á frest, m.a. vegna anna í vinnunni. Auk þess er hætta á að veikjast af malaríu í Mósambík og ég óttaðist að eitthvað gæti farið úrskeiðis. Ég áttaði mig samt ekki á Marta og dóttir hennar Bebba Margrét. Marta var orðin 42 ára þegar hún ákvað að leita til tækni- frjóvgunarstofunnar ART Medica í fyrra. Bebba fæddist síðan nú í sumar. Ljósmynd/Daníel Starrason 16 viðtal Helgin 29.-31. október 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.