Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 26
V ið þekkjum þau öll af vettvangi pólitískra átaka. Til alþingismanna eru gerðar miklar kröfur enda hafa úrlausnarmál Alþingis sjaldan eða aldrei verið brýnni. Það gleymist þó stundum að þeir sem standa í orra- hríð við Austurvöll eiga sér aðra hlið, venjulegt líf utan sviðsljóssins með fjölskyldum sínum. Áhugamál þingmanna eru eins mörg og þeir eru margir. Í erilsömu og slítandi starfi er gott að geta gleymt argaþrasi hvunndagsins hvort heldur menn ganga á fjöll, skokka, renna fyrir bröndu eða rækta sinn garð. Fréttatíminn ræddi þá hlið sem ekki snýr að almenningi, kjósendum, við nokkra þingmenn. Hallgrímur bláskór „Það er víst liðin tylft ára frá því að áhugi minn á útivist og gönguferðum um óbyggðir kviknaði fyrir alvöru,“ segir Einar K. Guðfinnsson. „Við Sigrún J. Þórisdóttir kona mín fórum með vini okkar Gunnari Þórðarsyni á Ísafirði frá Hrafns- firði í Jökulfjörðum gangandi yfir Skorarheiði, út Furufjörðinn, um Þaralátursfjörð og í Reykjar- fjörð nyrðri. Þar með tók sér bólfestu sú góðkynja baktería til gönguferða sem hefur dugað vel og lifir enn góðu lífi. Næsta árið varð til hópur fólks sem hefur æ síðan lagt í hann í júlíbyrjun. Hópurinn stækk- aði ögn síðar og telur nú átján manns; allt ein- stakt sómafólk og skemmtilegt með afbrigðum. Gönguhópurinn Hallgrímur bláskór er fyrir löngu orðinn einstakur vinahópur. Við höfum síðan farið nánast um hvern lófa- stóran blett á Hornströndum, brugðið okkur tvisvar út fyrir landsteinana, gengið á Norður- landi og Suðurlandi í fyrra og hittiðfyrra og síð- astliðið sumar um ógleymanlegar ævintýraslóðir í Austurdal í Skagafirði. Það verður enginn samur eftir slíkar ferðir. Í átökum við fallvötn og fjöll gleymist amstur dags- ins. Ekkert annað kemst að en að sigrast á torleið- inu. Jafnvel hin stærstu pólitísku álitaefni víkja úr huganum og til byggða kemur maður stæltur á sál og líkama. Árunum fjölgar og áskorunin vex. En í því felst einmitt galdurinn.“ Hleyp til að gleyma „Ég tók upp á því að byrja að hlaupa 2003 með því að fara í Reykjavíkurmaraþonið eftir kosning- ar það ár. Síðan hef ég hlaupið nokkuð, fyrst og fremst til að gleyma,“ segir Helgi Hjörvar. „Það er býsna góður eiginleiki langhlaupa hversu mikið af hugsunum og verkefnum dagsins maður skilur eftir á hlaupaleiðinni, fyrir nú utan hvað hreyfing og súrefni skipta miklu í að hlaða batteríin. Frá því í fyrra hleyp ég iðulega með hjálp leiðsögu- hundsins míns sem er svartur labrador og heitir X. Síðar fór Þórhildur, konan mín, líka að hlaupa svo að þetta er líka orðið eitt af sameiginlegum áhugamálum okkar hjónanna.“ Stoltið er rauðkálið og rauðrófurnar „Ég hef alla tíð verið tengd við náttúruna, vöxt- inn og gróandann. Ég fór í Garðyrkjuskóla ríkis- ins og útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur og lærði síðar blómaskreytingar í Danmörku,“ segir Vigdís Hauksdóttir. „Ég vann lengi í Blómavali og Blómagalleríi, rak mína eigin blómabúð og kenndi blómaskreytingar. Ég hef keppt tvisv- ar sinnum fyrir hönd þjóðarinnar í norrænum blómaskreytingakeppni og varð fyrsti Íslands- meistarinn í faginu árið 2002. Er því takmarki var náð fór ég að hugsa mér til hreyfings, að læra eitt- hvað nýtt, söðlaði um og flutti ásamt börnunum að Bifröst í Borgarfirði og lærði lögfræði. Samhliða námi og nýrri vinnu hef ég nokkuð oft gripið í gamla starfið, séð um blómin í brúð- kaupum í mínum nánasta hópi, jarðarförum, skírnum og stórafmælum. Nú í vor steig ég hins vegar skref sem mig hefur lengi langað til. Við elsta systir mín, María, hófum að rækta okkar eigið grænmeti á sveitasetri hennar. Þar rækt- uðum við kryddjurtir, kál af ýmsum toga, lauk, gulrætur, salat – já og stoltastar erum við af rauð- kálinu og rauðrófunum sem við höfum nú soðið niður og notum við hátíðleg tækifæri.“ Sjósund á mánudögum Öflugt mótorhjól er fararskjóti Sivjar Friðleifs- dóttur þegar vel viðrar en hún þarf raunar ekki hjól til útivistar því hún fer talsvert í fjallgöngur sér til endurnæringar og heilsubótar. „Ég var mikið í badminton,“ segir hún, „þar til ég sleit krossband í hné og lagði spaðann á hilluna, að minnsta kosti um hríð.“ Í stað badmintonsins kemur annað. „Ég er alltaf í sjósundi í Nauthóls- vík á mánudögum,“ segir Siv en fastur hópur hittist þá. Sjósundið hlýtur að teljast með sval- ari íþróttagreinum í bókstaflegri merkingu. „Ég kláraði líka leiðsögumannanám í endurmenntun HÍ fyrr á árinu. Síðasta sumar fór ég á námskeið í kryddjurtarækt og náði bara ágætisárangri í ræktuninni.“ Þá eru sál og líkami í jafnvægi „Ég hef undanfarin ár sótt mér orku og vellíð- an í að stunda líkamsrækt og reyni að komast eins oft og ég mögulega get í leikfimitíma hjá JSB í Lágmúlanum,“ segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. „Þar eru einungis konur og gott að hitta fjölbreyttan hóp til að púla með. Þar eru líka fjölbreyttir tímar þannig að ég get valið mér mismunandi æfingar eftir því í hvernig skapi og formi ég er hverju sinni. Ef ég sé fram á erfiðan dag á Alþingi mæti ég eldsnemma í tíma og kem full af krafti til starfa. Ég á það til að setja leikfimitímana inn í dagbók- ina mína, eins og hvern annan fund, enda mikil- vægt að gefa sér stund til að rækta heilsuna í svona starfi, ekkert síður en að mæta á nauðsyn- lega fundi. Það er líka gott eftir langan dag að hreyfa sig og verða líkamlega þreyttur. Þá eru sál og líkami í jafnvægi.“ Leik í virtum félagsskap Helga magra Slitin krossbönd í hné bundu enda á knattspyrnu- feril Höskuldar Þórhallssonar fyrir áratug en áður hafði hann leikið með KA og Fram og þjálf- að Gróttu. „Ég spilaði aðallega á miðjunni og sem senter en stundum var reynt að setja mig í vörn- ina. Endaði þá leiki reyndar alltaf sem fremsti maður. Höskuldur segir hnéð ekki leyfa mikinn atgang. „Ég leik aðallega með hinum virta félags- skap Helga magra á Akureyri og þyki nokkuð góður. Bý yfir snerpu og yfirferð sem aðra leik- menn skortir tilfinnanlega!“ Eftir að Höskuldur hætti í boltanum fór hann að fikta við golf en það er aðaláhugamál hans í dag, enda með ellefu í forgjöf. „Það er gott að slaka á og hvíla hugann í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Tala nú ekki um að hvíla sig aðeins á argaþrasinu á þingi. Ég get slegið langt og beint og sumir gætu haldið að ég væri góður í golfi en þegar kemur að stutta spilinu hverfur sú tilfinning eins og dögg fyrir sólu.“ Þreytti kaðalspotta langa stund „Fjölskyldan er á Sauðárkróki og því reyni ég að eyða frítíma mínum þar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson en stangveiði er í uppáhaldi hjá hon- um. „Lítill tími og verð á veiðileyfum koma þó í veg fyrir að ég veiði eins mikið og ég gjarna vildi. Reyndar er það ekki bara veiðin heldur félags- skapurinn og umhverfið sem laða mig að þessu. Ég hef líka gaman af að snúast í kringum fjöl- skylduna þegar við veiðum saman. Ég er alltaf vel undirbúinn með gott nesti, prímus til að hita kaffi og forláta samanbrjótanlegan útilegusófa sem ég legg mig gjarna í þegar veiðifélaginn er með stöngina. Maður hefur lent í ýmsu; t.d. þreytti ég kaðalspotta langa stund á silungasvæðinu í Vatnsdalnum. Ég hafði stuttu áður misst lax og ætlaði ekki að láta þennan sleppa. Hluti af því að slappa af er að hlæja og þetta gladdi marga af félögum mínum. Sudoku og skokk á Kínamúrnum Fræg varð mynd af Margréti Tryggvadóttur þar sem hún greip í sudoku-þraut í þingsal. „Ég hef nú gaman að mun fleira en sudoku og nýti ekki margar stundir til þeirrar iðju, einna helst ef ég er að hlusta á eitthvað, t.d. útvarpsþætti eða sjón- varpsþætti. Ég gríp meira að segja stundum í eina og eina í þingsal,“ segir hún. „Ég byrjaði á þessu þegar ég bjó í Kína. Þá fór ég út að skokka á morgnana því ég var að æfa fyrir hálfmaraþon á Kínamúrnum. Á heimleiðinni greip ég oft með mér fríblöð sem var verið að dreifa á götunum, fletti þeim og skoðaði myndirnar yfir morgun- matnum, skildi auðvitað ekki neitt, en gat þó alltaf ráðið sudoku-þrautirnar.“ En áhugamálin eru fleiri. „Ég hef gaman af að elda góðan og hollan mat og slappa vel af við það en besta afslöppunin er samt að taka vel á í Boot Camp og fara út með hundinn minn í alls konar veðri. Svo á ég skemmtilegan mann, tvo frábæra ung- lingsstráka og helling af vinum sem mér finnst gaman að umgangast. Ég er líka með ólæknandi ferðabakteríu. Lífið er nefnilega fullt af ævintýr- um og þau eru til þess að lenda í þeim.“  áhugamál Við þekkjum þingmennina af átökum í þingsal en þeir eiga sér aðra hlið Maður hefur lent í ýmsu; t.d. þreytti ég kaðalspotta langa stund á silungasvæðinu í Vatnsdalnum. Pólitísk álitaefni víkja úr huganum Siv syndir í sjónum, Einar Kristinn gengur á fjöll, Margrét ræður sudoku- gátur og skellir sér í Boot Camp, Helgi hleypur með hundinum X og þingfor- setinn púlar í ræktinni. Margvísleg áhugamál alþingismanna auðvelda þeim að gleyma áreitinu í starfi þar sem sviðsljósið logar stöðugt. Vigdís Hauksdóttir ræktar sitt eigið grænmeti, kryddjurtir, kál, lauk, gulrætur og salat en stoltust er hún af rauðkálinu og rauðrófunum. Hér er hún með Sólveigu dóttur sinni í kálgarðinum. Siv Friðleifsdóttir stundar sjósundið af kappi. Hún hittir góðan hóp í þessari svölu íþróttagrein á hverjum mánudegi í Nauthólsvíkinni. Ljósmynd/Hari Höskuldur Þórhallsson í KA-búningnum. Nú á golfið hug hans allan. Hjónin Einar Kristinn Guðfinnsson og Sigrún J. Þórisdóttir toga sig yfir Jökulsá eystri, við Skatadal í Austurdal, á liðnu sumri. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 26 tómstundir Helgin 29.-31. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.