Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 34

Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 34
„Segðu bara að skórinn passi ekki“ Guðrún er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún flutti oft sem barn og á unglingsárunum bjó hún á Háa- leitisbraut en sótti nám í Hagaskóla. Stundum kom Guðrún við í Höfðaborg á leið heim úr skólanum en þar bjuggu tvær móðursystur hennar, Helga og Kristín. „Helga átti fallegt heimili en hún og maðurinn hennar höfðu bæði verið til sjós. Hún var mjög skemmtileg og tók til dæmis að sér fyrstu kyn­ fræðsluna þegar hún spurði mig: „Hvernig er það, Guðrún mín, eru strákarnir nokkuð farnir að biðja þig um að fá að máta?“ Ég skildi ekkert hvað hún var að meina, hún talaði í gátum. „Ég ætla að segja þér það, Guðrún mín, að ef þeir biðja um það þá segir þú bara strax að skórinn passi ekki.“ Þetta var mín fyrsta kynfræðsla og það tók mig marga mánuði að skilja líkinguna. En lífsreglurnar sem Helga lagði mér standa fyr­ ir sínu, að bera virðingu fyrir sjálfri sér og öðr­ um. Sjálf hafði hún marga fjöruna sopið og mörg störfin unnið. Hún var veðruð og safnaði til dæmis alltaf sígarettustubbum í krús. Helst reykti hún bara stubba.“ Helga og Stína höfðu báðar ógurlega gaman af að segja sögur og það sama mátti segja um Hönnu, móður Guðrúnar. „Þær sögðu mér til dæmis frá konunni sem var ein með mörg börn en þótti svo skemmtilegt að fara út á lífið. Einhvern tímann var hún spurð hver liti eftir börnunum hennar og hún svaraði um hæl: „Guð passar börnin mín.“ Síðan voru sögur af vændiskonum og margra manna konum, til dæmis af Fjólu skökku á löppinni sem gaf ást sína mörgum. Stína og Helga hlógu alltaf mikið sjálfar þegar þær sögðu sögur, djúpum og alveg ótrúlega smitandi hlátri. En alltaf skein í gegn ríkur skilningur á hlutskipti þessara kvenna. Þetta drakk ég í mig. Stína neytti oft mikils áfengis og ég mátti helst ekki heimsækja hana. En það var mjög skemmti­ legt. Ég sat þá á stól í herberginu hennar og hún lá á dívan. Hún lá eiginlega alltaf á þessum dívan og var með öll dönsku blöðin í bunka hjá sér. Ég fletti í gegnum þau ef hún var að hvíla sig. Stund­ um kom maðurinn hennar með soðna ýsu handa henni, pakkaða í dagblað. Hana borðaði hún beint af blaðinu. Ég sá síðar meir að þótt ég hafi haft óheyrilega gaman af heimsóknunum þá hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum hjá móðursystrum mínum og þeirra nánasta fólki.“ Ár erfiðleika og brostinna vona Guðrún ólst upp hjá kjörforeldrum sínum, Ögmundi og Hönnu, og bast föður sínum sterkum böndum. Árið 1971 var ár mikilla umbreytinga í lífi Guð- rúnar. Snemma í janúar kvartar Ögmundur undan verk í öxl. Þegar Guð rún þreifar á öxlinni þykir honum verkurinn hlaupa til og alveg upp í höfuð. Hann er kvalinn í maga og dauðþreyttur. Við læknis­ rannsókn kemur í ljós að Ögmundur er með æxli í höfði. Krabbameinið hafði dreift sér um allan líkama. „Á þessum tíma var ég í sambandi við Val og var orðin ófrísk. Það ræddi ég bæði við mömmu og Kidda bróður en ekki náðist að segja pabba frá því, hann var of veikur. Meðan pabbi glímdi við krabba meinið hafði hann miklar áhyggjur af því hvað yrði um mig og mömmu ef hann félli frá. Hann hafði fylgst með sárum rifrildum milli okkar og gerði sér grein fyrir togstreitunni sem bjó innra með mömmu vegna sambands okkar pabba og samskipta hans og minna við Huldu mömmu. Mig grunar að undirrótin hjá mömmu hafi verið ang­ istin um að kannski væri pabbi raunverulegur faðir minn. Milli pabba og Huldu mömmu var ákveðið trúnaðarsamband sem mamma var ekki hluti af.“ Dauðastríð Ögmundar varaði ekki lengi. 30. janúar 1971 lést hann, 52 ára að aldri og var mikið syrgður af vinum sínum, fjölskyldu og samstarfs­ mönnum. „Jarðarförin fór fram í Fossvogskirkju og var bæði falleg og mjög fjölmenn. Ég fór í djúpa sorg og grét pabba ekki aðeins í þessari jarðarför heldur í hverri einustu jarðarför sem ég fór í næstu árin. Á þessum tíma var hefðin sú í Fossvogskirkju að kistan var ekki borin út úr kirkjunni heldur var svart tjald dregið fyrir altarið, sem var bæði dramatískt og undarlegt. Ég gat ekki hugsað mér það og fékk því framgengt að kistan var borin út. Erfidrykkjan var haldin í Alþýðuhúskjallar­ anum, á horni Ingólfs strætis og Hverfisgötu, og mér þótti gott að hitta allt fólkið sem þangað kom. Erfidrykkjur hafa það hlutverk að loka hringnum og bjóða fólki upp á að gleðjast yfir góðum minn­ ingum. Fólk vottaði mér samúð af mikilli virð­ ingu og væntumþykju, sem var ómetanlegt. Það vissu allir að ég var augasteinn pabba og um leið grunaði marga að ekki myndi ganga vel hjá okkur mömmu.“ Áhyggjur Ögmundar af samskiptum mæðgn­ anna eftir hans dag voru ekki ástæðulausar. „Sam­ band okkar mömmu varð sífellt stirðara eftir að pabbi dó og hún átti til að vera orðljót við mig. Að lokum sendi hún mig að heiman með þeim orðum að nú væri pabbi dáinn, hún hefði aldrei viljað mig og ég gæti farið. Við mamma náðum síðar saman en á þessum tíma brotnaði ég alveg niður. Ég flutti heim til systur Vals sem bjó á Bræðraborgarstíg. Þá var ég komin fjóra mánuði á leið en missti fóstrið. Þetta var mjög erfiður tími og ég upplifði þrefalt áfall. Ég missti pabba minn, ég missti heimili mitt og ég missti fóstur. Það tók mig mörg ár að jafna mig líkamlega og andlega. Ég horaðist mikið og var langt undir kjörþyngd. Við fósturmissinn var ég lögð inn á spítala og þangað kom mamma og spurði hvort ég vildi ekki koma heim aftur. Ég gat ekki hugsað mér það. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að móðir mín var líka í mikilli sorg og viðbrögð hennar við missinum voru ofsafengin. Það er mikil vægt að skilja manneskjuna mömmu sína. Kannski er ekki skrítið að ég hafi orðið félagsráðgjafi út úr öllum þessum aðstæðum.“ Rauðir dagar Áttundi áratugurinn var áratugur mikillar róttækni hjá ungu fólki. Guðrún ákvað að ganga til liðs við Fylkinguna. Fræðunum í Fylkingunni náði ég samt aldrei almennilega, þótt hjartað væri rautt. Mér þótti skorta tengingu við raunveruleikann. Þetta voru mestmegnis marxískir karlar í sellum, litlir bes­ servisserar. Einu konurnar sem höfðu roð við þess­ um gæjum voru Birna Þórðardóttir og Svava Guð­ mundsdóttir. Við hinar trítluðum kannski meira á eftir eins og litlir hvolpar. Birna og Svava kunnu fræðin út og inn og gátu pakkað körlunum saman í rökræðum. Orðræðan var snúin og orðhengils­ hátturinn gat verið talsverður. Húsnæði Fylking­ arinnar var alltaf grútskítugt og eiginlega ekki verandi þar inni. Engu líkara var en að byltingin fælist í því að hafa sem mesta drullu. Ég gat aldrei fengið mig til að fara í það hlutverk að skúra undan strákunum, svo það var ekkert annað að gera en að sætta sig við skítinn. Eftir á að hyggja hékk ég inni í Fylkingunni út af góðum félagsskap frekar en hugmyndafræðinni. Þarna voru haldin mögnuð partí, með heilu köss­ unum af rauðvíni og grilluðu hvalkjöti, krydduðu með rósmaríni, sem ég hafði aldrei áður bragðað.“ Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun. Rauðir dagar og kvennabarátta Guðrún Ögmunds- dóttir segir sögu sína í bókinni Hjartað ræður för. Hún hefur verið á kafi í kvennabaráttunni í fjölda ára, fyrst með rauðsokkum, síðar með Kvennaframboðinu og Kvennalistanum. Höfundur bókarinnar er Halla Gunnarsdóttir, femínsti af næstu kyslóð í kvennabaráttunni. Hér birtast þrír valdir kaflar. Guðrún skömmu eftir fermingu. Á unglingsárunum fór Guðrún á böll í Breiðfirðingabúð og síðar í Glaumbæ og á Hótel Borg. Skemmtilegast var að fara á Borg- ina, ekki síst ef Haukur Morthens var að syngja. Guðrún ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (t.v.) og Hildi Karen Jónsdóttur (t.h.) í áramótapartíi í Kaup- mannahöfn en Guðrún bjó lengi í Kaupmannahöfn á 8. og 9. áratug síðustu aldar. 34 bækur Helgin 29.-31. október 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.