Fréttatíminn - 29.10.2010, Síða 41

Fréttatíminn - 29.10.2010, Síða 41
viðhorf 41Helgin 29.-31. október 2010 ERTU Í VITLAUSUM BANKA? % Samanburður debetreikninga* DEBETREIKNINGUR MEÐ BETRI VÖXTUM Veldu S24 og fáðu betri vexti á debetreikninginn D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Lands- bankinn 0,15% Spari- sjóðirnir 0,10% Arion banki 0,15% Íslands- banki 0,10% BYR 0,20% MP 0,20% S24 3,4% *M.v. vaxtatöflu banka og sparisjóða þann 21.10.2010. Tekið er mið af fyrsta þrepi debetreiknings. Ertu hér? Hér? Hér? Hér? Eða hér? Kannski hér? 0.0 0.5 1.0 1.5 2.0 2.5 3.0 3.5 Vertu hér! Sæktu um á www.s24.is eða hringdu í 533 2424 til að fá nánari upplýsingar – og þú hagnast.  Vikan sem Var Súperman bjargar okkur að lokum „Ég þori að fullyrða að þessi eign er verðmætasta eign gömlu bankanna og mun greiða hátt í þriðjung af Icesave gati Lands- bankans.“ Jón Ásgeir Jóhannes- son í athugasemd við frétt Sjónvarpsins um að viðskipti með Iceland-verslunarkeðjuna hafi verið „skítaflétta“. Jesúbarnið áfram í jötunni á litlu- jólunum „Væntanlega verður orðalagi hennar breytt að einhverju leyti.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttinda- ráðs Reykja- víkurborgar, á von á því að einhverjar breytingar verði gerðar á tillögu meirihluta ráðsins varðandi samskipti leik- og grunnskóla Reykjavíkurborgar og trúar- og lífs- skoðunarhópa. Þetta er allt annar handleggur „Jóni fer batnandi en hann fær létta dagskrá á fimmtudag og föstudag. Hann mætir svo fílefldur til starfa eftir helgina enda í nógu að snúast.“ S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr, greindi frá útskrift borgarstjóra af spítala eftir að bágt hljóp í húðflúrað skjaldarmerki Reykjavíkur á vinstri armi hans. Lærin saman „Ef hugmyndir stjórnvalda um niðurskurð verða að veruleika þurfa hátt á fjórða hundrað fæðandi konur að leita lengra en annars eftir fæðingarþjónustu.“ Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands. Darling og dýralæknirinn „Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra, gerir upp bankahrunið í nýrri bók sem kemur út eftir miðjan nóvember. Hann leggur nú lokahönd á bókina ásamt Þórhalli Jósepssyni, frétta- manni á Ríkisútvarpinu.“ Fréttablaðið segir frá. Þingmaður leggur mat á stöðuna „Undarlegt hvað hugurinn var samt rór og greinandi meðan á þessu stóð.“ Ólína Þorvarðardóttir slapp ómeidd eftir að hafa farið tvo heila hringi á flug- hálum vegi og misst bíl sinn út í móa við Munaðarnes í Borgarfirði. Grípa menn hnífapörin með sér af Saga Class? „En vitlausustu öryggisráðstafanir í heimi hjóta þó að vera á Keflavíkurflug- velli þegar gerð er vopnaleit á farþegum sem eru að koma heim!” Egill Helgason veltir fyrir sér öryggisráð- stöfunum á flugvöllum víða um heim. Norðurlandabúar eiga sameigin­ legt leggur grunninn að samstarfi um lagasetningu, almannatrygg­ ingar og skattlagningu sem mun taka ESB margar kynslóðir að ná. Norrænt samstarf getur þjónað sem fordæmi og brautryðjandi fyrir sambandið. Stóra tækifærið Stjórnmál geta stundum verið uppspretta mikilla breytinga. Það er í stjórnmálunum sem teknar eru ákvarðanir um hvaða stofnana­ ramma við búum við. Mikilvægasti stofnanaramminn er landfræðilegu landamærin. Þau getur markaður­ inn ekki haft nein áhrif á – þvert á móti hafa landamæri áhrif á bæði viðskipti og atvinnulíf. Paul Krugman fékk Nóbels­ verðlaunin í hagfræði um árið fyrir rannsóknir sínar á samspili hag­ fræði og landafræði. Niðurstöður Krugmans eru afgerandi. Það skipt­ ir máli nærri hverjum maður er, það hefur þýðingu að starfsgreinar, fyr­ irtæki og hæft fólk safnist á svæði. Landafræðin er hagfræði og hún hvílir í höndum stjórnmálanna. Allt frá því að Sviss var stofnað og Niðurlönd urðu frjáls, frá því Ít­ alía var sameinuð þar til Þýskaland var endursameinað og Sovétríkin hrundu hefur pólitísk landafræði breyst aftur og aftur og markað djúp spor í gang sögunnar. Norðurlönd eiga nú möguleika á því að hafa í ró og næði áhrif á for­ sendur þróunar atvinnulífs, menn­ ingar og samskipti borgaranna. Það eru fyrst og fremst stjórn­ málamenn landanna sem hafa það í hendi sér hvernig þetta tækifæri verður nýtt. Ef þeir ákveða að stefna að sambandsríki hefur það alla burði til að hefja Norðurlönd hærra en þau geta boðið borgurum sínum hvert fyrir sig. Það er þetta tækifæri sem nor­ ræna ársritið 2010 fjallar um. Íbúafjöldi sam- bandsríkis Norð- urlanda væri í dag um 25 milljónir og þjóðarfram- leiðslan um 1.600 milljarðar dollara, svipað og Spánn og Kanada, og yrði 10. til 12. stærsta hagkerfi heimsins.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.