Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 42

Fréttatíminn - 29.10.2010, Page 42
R igningin buldi á sviðinu og límdi saman blöð ræðumanna, rokið feykti þeim nærri því um koll. „Ég gefst ekki upp þótt á móti blási,“ hefðu bókstaf lega getað verið einkennisorð kvennafrídagsins í Reykjavík á mánu- daginn var. Nei, kon- ur létu illviðrið ekki aftra sér og þrömm- uðu hnarreistar nið- ur Skólavörðustíg og Bankastræti í tug- þúsundatali og komu sér fyrir á Arnarhóli í baráttuhug, stað- ráðnar í að standa af sér storminn. Ég var þeirra á meðal og hlustaði uppveðruð á áhrifamikl- ar ræður um kynbundinn launa- mun og kynbundið ofbeldi, mikil- væg málefni sem nauðsynlegt er að taka á. Konan við hliðina á mér hafði tek- ið þátt í fyrsta Kvennafrídeginum árið 1975 og verið ein af upphafs- konum Rauðsokkuhreyfingarinnar. „Hverju hefur verið áorkað?“ spurði ég hana og hún tjáði mér að margt hefði breyst til batnaðar á 35 árum, aðallega viðhorfið í samfélaginu. Á nútímaheimilum tækju karlmenn virkan þátt í heimilisstörfum. En hún hafði einnig áhyggjur af því að jafnréttisbaráttan hefði gengið svo langt að hún væri í raun að snúast upp í andstöðu sína, að til væru kon- ur sem helst vildu gera karlmenn brottræka úr samfélaginu. Hún hafði til dæmis heyrt að í bígerð væri að stofna banka þar sem að- eins konur mættu vinna og leist illa á þann ráðahag. „Já, ég þori, get og vil“ sungu kon- ur fyrir 35 árum. Fimm árum síðar urðu Íslending- ar fyrsta þjóðin í heiminum til að kjósa konu til forseta. Síðan þá hafa konur geng- ið í mörg önnur hefðbundin karl- mannsstörf, ver- ið forstjórar og borgarstjórar og í fyrra eignuðumst við fyrsta kven- forsætisráðherr- ann. Konur eru fróðleiksfúsar og sækja orðið há- skóla í auknari mæli en karlar. Raungreinar, sem lengi voru vígi karlmanna, eru líka orðnar vinsælar meðal kvenna. Það mætti ætla að tækifærin væru jöfn og því skýtur skökku við að kyn- bundinn launamunur sé ennþá til staðar. Ég spyr mig hvers vegna það sé. Nýta konur ekki tækifærin sem þær hafa til fulls? Getur verið að konur þori síður að biðja um launa- hækkun en starfsbræður þeirra? Það sló mig þegar heildarfjöldi frambjóðenda til stjórnlagaþings var kunngjörður, 523, að konur væru í miklum minnihluta, eða að- eins þriðjungur frambjóðenda. Mér þykir illskiljanlegt að ekki skuli fleiri konur vera í þessum frækna og ótrúlega stóra hópi sem vill leggja sitt af mörkum við að endurskoða stjórnarskrá Íslands, sýna vilja í verki og skapa okkur öllum betri framtíð. Er „Ég þori, get og vil“ að- eins bergmál úr fortíðinni? 42 viðhorf Helgin 29.-31. október 2010 Konur minntust þess með fjöldafundi í viku- byrjun að 35 ár eru liðin frá kvennafrídeg- inum fræga, gott ef ekki heimsfræga. Kon- um var nóg boðið árið 1975, þær gengu út af vinnustöðum eða skildu karlana eftir með ómegðina, börn sem þeir kunnu lítt eða ekki að fara með. Það var magnaður dagur fyrir konur jafnt sem karla. Leiða má gild rök að því að samstaða kvenna þennan daga hafi m.a. rutt Vigdísi Finnbogadóttur braut í for- setakosningunum fimm árum síðar. Vart er ofmælt að á þessum árum hafi það verið skoðun meirihluta þjóðarinnar að á Bessastöðum sætu forseti og forsetafrú. Forsetinn var titlaður herra. Í þessu ljósi var fróðlegt að sjá heimildarmynd Ríkissjón- varpsins um fífldjarft forsetaframboð Vig- dísar Finnbogadóttur. Sjónvarpsfréttamenn þess tíma spurðu einlæglega hvernig í ósköp- unum ætti að titla forseta Íslands, færi svo að kona yrði kjörin. Keppinautar Vigdísar um embættið, allt miðaldra karlar í hjóna- bandi, töldu fátt annað koma til greina en að hjón settust að á forsetasetrinu og forsetinn, karl vel að merkja, hefði sér forsetafrú til að- stoðar. Vigdís keyrði þetta allt í kaf, hafði betur er karlarnir og gegndi forsetaembættinu með eftirminnilegri prýði. En jafnvel hún, kona sem braut blað og ruddi braut, sá ekki fyrir sér að hún hefði getað farið í forsetafram- boðið með karl sér við hlið. Það að karl yrði forsetamaki var óhugsandi árið 1980. Þetta hefur breyst, eins og svo margt ann- að, sem betur fer. Núverandi forseti lýkur sínu fjórða kjörtímabili eftir tæplega tvö ár. Enginn forseti hefur setið lengur er sextán ár svo það telst varla mikil dirfska að reikna með því að nýr forseti setjist að á Bessastöð- um árið 2012. Það skal líka fullyrt að kjós- endur í því væntanlega kjöri sjá ekkert at- hugavert við það að kona taki með sér maka á Álftanesið. Sá sem eldri er en tvævetur getur litið í eigin barm og séð breytinguna sem orðið hefur á samfélaginu. Við hjónakornin hófum sambúð í kjallara í Hlíðunum og eignuðumst frumburðinn tveimur árum fyrir kvennafrí- daginn mikla, raunar ekki hjón þá því barn- ið fæddist í synd. Bæði vorum við mótuð af uppeldi þess tíma. Karlar fóru út að vinna, konur voru heima með börn. Auðvitað voru alls konar undantekningar frá þessu en þetta var normið. Inn í þetta skipulag gengum við, piltur og stúlka um tvítugt. Hvorugt okkar hafði staðið í matseld, um hana höfðu mæður okkar séð. Það breytti engu. Húsbóndanefnan í fyrrgreindri kjall- araíbúð, piltur um tvítugt, settist við matar- borðið og beið þess að húsmóðirin í sömu íbúð, stúlka um tvítugt, gæfi sér að borða. Stráknum í þessari örfjölskyldu þótti sjálf- sagt að stelpan setti ýsusporð í pott og bæri á borð. Það merkilega var að tvítuga stelpan tók þessu möglunarlítið. Svo var mótunin og hefðin öflug. Þess er enn minnst á heimili okkar hjóna er fyrrnefndur tvítugur húsbóndi hengdi upp minnisblað fyrir ofan Rafha-eldavélina í eld- húsi því sem hann taldi tilheyra tilvonandi frú sinni: „Mundu eftir að sjóða kartöflurn- ar“. Slíkt grundvallaratriði vildi gleymast hjá hinni óvönu húsmóður. Það hvarflaði ekki að meintum húsbónda að kartöflusuða kæmi sér við. Karlinn í fyrrgreindri sambúð hefur síðar lært að sjóða kartöflur. Vissulega má draga færni hans í eldhúsi í efa en viðleitni er til staðar. Breytingin er meiri milli kynslóð- anna. Viðsnúningur hefur orðið frá því Vig- dís átti við karlana árið 1980. Við hjónin eig- um tvo syni og tvo tengdasyni. Þessir ungu menn eru á engan hátt líkir föður sínum og tengdaföður á þeirra aldri þegar kemur að heimilisstörfum og barnauppeldi. Maturinn sem þeir töfra fram er í senn hollur, bragð- góður og litríkur. Þeim þykir matseld sjálf- sagður þáttur ólíkt því sem var í huga þeirra karla sem á undan þeim fóru. Hið sama á við um barnastúss. Ábyrgð og umönnun er sam- eiginlegt átak beggja foreldranna. Þegar að því stússi kemur hefur jafnvel hinn gagnslitli húsbóndi úr Hlíðakjallaranum breyst. Hafi bóndi sá lítt kunnað að fara með eigin börn og treyst á konu sína er honum ekki alls varnað þegar að afabörnum kem- ur. Hann hefur jafnvel gegnt því virðulega embætti að vera „dagafi“, þ.e. séð einn og óstuddur um barnabörn sín frá morgni til kvölds og það um nokkra hríð; gefið pela, skafið úr epli, skipt um bleiur og svæft í göml- um Silvercross. Því vill sá hinn sami halda því fram að jafnréttið hafi fest rætur þar sem það skipt- ir mestu, inni á heimilunum. Enn er auð- vitað verk að vinna, karlar eru fleiri en kon- ur í sveitarstjórnum og á þingi en þar þokast einnig í rétta átt. Ekki skal gleyma því að karlavígi forsætisráðuneytisins er fallið ekki síður en forsetaembættisins. Viðhorf þeirra ungu kvenna sem pistilskrifarinn og fyrrum húsbóndi í Hlíðakjallaranum umgengst er klárt. Þær ganga hnarreistar fram og líta svo á, með réttu, að þeim séu allir vegir færir, þær standi engum að baki og keppi á jafn- réttisgrundvelli við aðra, hvort heldur eru karlar eða aðrar konur. Það þýðir ekkert að hengja upp miða með áminningu um kartöflusuðu fyrir ofan elda- vélina á þeirra heimili. Áminning um kartöflusuðu Eygló Svala Arnarsdóttir ritstjóri icelandreview.com Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL MIKIÐ ÚRVAL BETRA VERÐ Auglýsing dagblað 5d x 10 cm dekk fyrir allar gerðir og stærðir bíla – góð greiðslukjör VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI Rauðhellu 11, Hfj.  568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj.  565 2121 Dugguvogi 10  568 2020 www.pitstop.is ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R D VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI Kvennafrídagurinn og stjórnlagaþing Ég þori, get og vil ... eða hvað? Það sló mig þegar heildarfjöldi fram- bjóðenda til stjórnlagaþings var kunn- gjörður, 523, að konur væru í miklum minnihluta.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.