Fréttatíminn - 29.10.2010, Side 50

Fréttatíminn - 29.10.2010, Side 50
50 tíska Helgin 29.-31. október 2010 Í fararbroddi Gramsar eftir einhverju fallegu Hulda Halldóra Tryggvadóttir Ég skoða mikið af tískutímaritum og tísku- bloggum, held að ég fái mikinn innblástur þaðan. Ég versla meira og minna erlendis og þá helst á flóamörkuðum eða vintage- búðum þar sem mér finnst alltaf gaman að gramsa eftir einhverju fallegu, en hérna heima kaupi ég mest í Spúútnik. All Saints-frík Helgi Ómarsson Ég festi mig ekkert endilega í einhverjum einum stíl, kaupi yfirleitt bara það sem mér finnst flott og blanda því saman við þau föt sem ég á. Elska að finna notuð föt á lágu verði en ég er algjört All Saints-frík, megnið af fötunum mínum er þaðan. Svo er hönnuð- urinn Henrik Vibskov í algjöru uppáhaldi. Ég á mér kannski ekki beint fyrirmynd sem ég lít mikið upp til í tísku, en týpur eins og Johnny Depp eru ruglsvalir. Gæti hlaupið maraþon á hælum Kristín Þorláksdóttir Ég myndi segja að ég væri einhvern veginn svona hipp hopp-hippi. Er mikið í svona stórum yfirflíkum og alltaf á háum hælum. Gæti hlaupið maraþon á hælum. Kaupi fötin mín mikið í second hand- og vintage-búð- um, en svo er búðin Aftur í miklu uppáhaldi. Ég skoða mikið af tímaritunum V-magazine og i-D og fæ mikinn tískuinnblástur þaðan. Mary-Kate Olsen og Sienna Miller eru líka þær sem ég lít mikið upp til í sambandi við það. Þeirra stíll er mjög áhugaverður. Diorshow-maskarinn hefur fest sig í sessi sem besti maskarinn frá upphafi. Hann gerir augnhárin þétt og þykk, án þess að klessast. Hann hefur lítið sem ekkert breyst í gegnum tíðina og er alltaf jafn vinsæll. Rauði varaliturinn hefur verið mest selda snyrtivara allra tíma. Eldrauður, rósarauður eða vínrauður, skiptir ekki máli. Aldrei dettur hann úr tísku. Mac, Nars, Clinique og fleiri snyrtivörumerki bjóða upp á ótal afbrigði af rauðum varalit. Augnhárabrettarinn getur gert kraftaverk ef hann er rétt notaður og verður ómissandi ef þú prófar hann einu sinni. Hann sveigir augnhárin og lætur þau virka mun lengri. Hann kom fyrst á markað árið 1931 og hefur lítið breyst síðan. Hægt er að kaupa hann frá öllum helstu snyrtivörumerkjum og lítill munur er á gæðum. Kinnaliturinn er sú snyrtivara sem líklega er mest notuð til að fríska upp á útlitið. Það hefur alltaf verið talið að hann bætti útlit okkar, geri kinnbeinin áberandi og kinnarnar meira lifandi. Kinnaliturinn frá L’Oreal hefur selst mest en hann hefur breyst mikið í gegnum árin; er þó alltaf jafn vinsæll. Ef fótósjopp væri snyrtivara, kæmi meikið frá MAC sterklega til greina. Sú snyrtivara hefur selst í óteljandi eintökum úti um allan heim. Það jafnar litinn á húðinni og hjálpar til við að fela smáatriðin sem við viljum ekki sýna. Sígildar og ómissandi snyrtivörur Alltaf eru nýjar snyrtivörur að koma á markað. Ný merki, meiri gæði og flottari umbúðir. En það eru þó til sígildar snyrtivörur sem hafa verið ómissandi, alltaf jafn vinsælar og missa aldrei gildi sitt.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.