Fréttatíminn - 29.10.2010, Blaðsíða 72
Málverkamarkaður
leitar jafnvægis
Málverkasala
lognaðist nánast
út af í kjölfar
efnahags-
hrunsins, rétt
eins og bíla- og
fasteignasala, en
virðist nú aðeins
vera að leita jafn-
vægis í breyttum heimi. Tryggvi
Páll Friðriksson, listmunasali
í Gallerí Fold, segir uppboð hafa
gengið þokkalega og góð verk
haldi áfram að seljast. Þá er eitt-
hvað um að góð verk detti í sölu
þar sem fólk sé meira fyrir að
láta verk frá sér í kreppunni.
Hann hefur þó ekki séð suma við-
skiptavini sína í um það bil tvö ár.
Tryggvi segir verð málverka vera
á svipuðu róli og árin 2005 og
2006 en verðið hafi hækkað brjál-
æðislega árið 2007.
Frábærar viðtökur á
Skjá golf
Hilmar Björns-
son, sjónvarps-
stjóri Skjás Golf,
er himinlifandi
yfir viðtökunum
sem ný sjónvarpsstöð hans hefur
fengið. Stöðin var opnuð 27. sept-
ember síðastliðinn þegar sýnt var
beint frá Ryder-bikarnum. „Við-
tökurnar eru frábærar og byrj-
unin lofar svo sannarlega góðu.
Við erum töluvert yfir áætlunum
í áskriftarfjölda og helmingur
allra áskrifanda er með tólf
mánaða bindingu,“ segir Hilmar
og bætir við að golfáhugamenn
fái veislu í nóvember þegar Tiger
Woods verður í beinni útsend-
ingu á þremur mótum, í níu daga
af tíu frá 4. til 14. nóvember.
Dísa ljósálfur og
Buddy Holly vinsæl
Söngleikirnir
Dísa ljósálfur og
Buddy Holly, sem
báðir eru sýndir
í Austurbæ,
eru vinsælustu
leiksýningarnar
á midi.is, stærsta
miðasöluvef
landsins. Greinilegt er að söng-
leikir fara vel í Íslendinga því
Buddy Holly hefur verið sýndur
við mjög góða aðsókn frá 7. októ-
ber og Dísa ljósálfur var frum-
sýndur um síðustu helgi fyrir
fullu húsi.
HELGARBLAÐ Hrósið…
... fær Ögmundur Jónasson fyrir að
sýna kjark og þor og mæta einn ráðherra
á borgarafund gegn fátækt í Salnum í
Kópavogi í byrjun vikunnar þar sem hann
horfðist í augu við reiðan og svangan
almenning.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Jónas Hallgrímsson
Ástsælasta skáld þjóðarinnar. Í ljóðum hans er
að finna margar af gersemum íslenskrar tungu.
EINFALDAR TRYGGINGAR FYRIR FLÓKIÐ LÍF
ÁnÆgÐUsTU VIÐsKIPTaVInIr TrYggIngaFÉlaga ErU HJÁ VErÐI
Hún er glöð á góðum degi,
glóbjart liðast hár um kinn.
Það er gott að vera
ánægður viðskiptavinur.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
O
R
5
0
9
3
6
1
0
/1
0
Hringdu í 514 1000 eða farðu inn á vörður.is til að
fá frekari vitneskju og tilboð í tryggingar þínar.