Fréttatíminn - 21.10.2011, Page 26
TILBOÐ ELDSNEYTI STAÐIRMITT N1LÍFIÐDEKK
NÁÐU ÞÉR Í
NÝJA N1 APPIÐ
Með nýja N1 appinu geturðu keypt eldsneyti með
símanum þínum, skoðað færslur og punktastöðu,
kynnt þér N1 tilboðin, fundið næstu N1 stöð á korti
og jafnvel réttu dekkin eftir bílnúmerinu þínu. Vertu
með á nótunum og appaðu þig í gang með N1!
Glæsileg ítölsk leðursófasett
í nokkrum gerðum
ásamt sófaborðum ofl.
á tilboðsverði
Opið:
Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
Á mynd: Tetris sett
Útisófasett fyrir
íslenskar aðstæður
Nokkar gerðir og litir. Glæsileg og vönduð vara.
Sumarvaran er komin
Opið:
Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16
Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
Glæsileg viðhaldsfrí
gr nítborð
Útis f tt fyrir
íslensk t ður
Venice leðursófasett 3 + 1 + 1
kr. 255.000,- stgr.
H elga Björg Barðadóttir og Benedikt G. Grímsson sækja bæði í ljósið í Ljósinu, en Helga segir að um það leyti sem Ljósið var
stofnað hafi hún verið að ljúka krabbameinsmeðferð,
en hafi ekki nýtt sér starfsemina á þeim tíma, „enda
var ég búin með allt sem hét krabbamein og naut
þess bara að fara aftur út í lífið, en gerði mér grein
fyrir því að þarna væri örugglega þarft félag á ferð-
inni. En krabbameinslífi mínu var ekki lokið, því ég
greindist aftur í janúar á þessu ári. Þá var enginn vafi
í huga mínum: Ég ætlaði ekki að standa ein í þessu og
áður en ég byrjaði í nokkurri meðferð skellti ég mér í
heimsókn í Ljósið. Það var tekið afskaplega vel á móti
mér; kærleikur skein frá hverju andliti. Ég vissi líka
alveg hvað ég vildi: Ég ætlaði ekki að fara í gegnum
sjúkdómsferli aftur án þess stuðnings sem ég vissi
að væri hægt að fá hjá Ljósinu.“
Dýrmætur félagsskapur
Benedikt hafði heyrt um Ljósið í
fjölmiðlum og aðstandendur hans
sögðu honum frá því, jafnframt sem
læknar og hjúkrunarfólk á Land-
spítala háskólasjúkrahúsi hafi bent
honum á það:
„Eftir fyrstu eða aðra lyfjameð-
ferð fór ég inn á vefsíðu Ljóssins, til
að athuga hvað þar væri að finna,
hvort þar væri eitthvað sem ég gæti
nýtt mér í minni baráttu. Ég sá að
það voru í boði námskeið og fyrir-
lestrar sem ég gat vel hugsað mér
að fara á. Fyrir valinu varð nám-
skeið sérsniðið fyrir karlmenn, tíu
fræðslufundir og ýmsir fyrirlesarar.
Ég fór í Ljósið til að leita stuðnings
hjá fleirum en aðeins ættingjum og
þá hjá þeim sem voru í svipuðum
sporum en einnig til að láta daginn
líða, ekki einangra mig heima því ég
gat ekki hugsað mér að loka mig af.“
Helgu fannst alls ekki erfitt að
koma í Ljósið fyrst. „Í Ljósinu starf-
ar fagfólk, þar eru iðjuþjálfar sem
kunna vel til verka og manneskjur
úr öðrum stéttum, allt þetta fólk
hefur mikla reynslu og tekur vel á
móti manni, þar að auki hittir maður
fljótt fólk sem er í krabbameinsmeð-
ferð, er að byrja eða að klára.
Benedikt tekur í sama streng. „Ég
byrjaði á að hringja þangað og var
boðið að koma í viðtal. Ég fékk mjög
góðar móttökur, það þarf enginn að
vera smeykur við að fara og kynna sér hvaða starf-
semi fer fram þarna, það er byrjunin. Mér fannst alls
ekki erfitt að koma þarna inn í fyrsta sinn. Þegar ég
kom hitti ég vinalegt starfsfólk og aðra sem eru að
glíma við sama sjúkdóm, fólk sem er að mæta í sín
fyrstu skipti og aðra sem eru búnir að koma oft. Fólk
kemur til að sækja námskeið eða bara að spjalla við
aðra í sömu sporum og leita sér félagsskapar.“
Karlmenn einangra sig frekar
Helga segist nýta sér Ljósið að meðaltali tvisvar í
viku og Benedikt tvisvar til þrisvar. „Ég hef nýtt mér
Ljósið að meðaltali tvisvar í viku,“ segir Helga. „Ég
fer í göngu og jóga og einnig hef ég verið að tálga.
Svo hef ég tekið þátt í styttri námskeiðum sem lúta
að andlegri og líkamlegri heilsu. Stundum „droppa“
ég inn í hádeginu og fæ mér dýrindis máltíð á vægu
verði og hitti gott fólk.“
Benedikt nýtir sér líka hreyfinguna. „Ljósið býð-
ur upp á líkamsrækt í samvinnu við Hreyfingu í
Glæsibæ. Það eru sér tímar fyrir ljósberana, fólk
sem er að koma úr meðferð og aðra sem hafa lokið
henni fyrir nokkru, þannig að það er hver á sínum
forsendum. Þeir sem eru að byrja fara rólega, hinir
sem búnir eru að vera dálítinn tíma
taka meira á. Ég hef nýtt mér að fara
þangað tvisvar til þrisvar í viku og hef
gert það frá því í byrjun apríl og stefni
á að halda því eitthvað áfram, því það
er svo auðvelt að hætta, eða draga það
að fara ef maður mætir ekki í þessa
hóptíma. Ég hef ekki sótt aðrar tóm-
stundir hjá Ljósinu, ennþá. Ég er það
heppinn að vera búinn að ná bata og er
á leið út í atvinnulífið aftur.“
Þegar ég spyr þau hvað þeim finn-
ist mest gefandi við að mæta í Ljósið
svarar Helga: „Það er að hitta fólk –
fólk sem er í svipaðri stöðu og maður
sjálfur og skilur þar af leiðandi betur
en aðrir hvað maður er að fara í gegn-
um. Í Ljósinu fær maður hvatningu og
gleði. Við erum ekkert að velta okkur
upp úr sjúkdómum það er langt frá
því.“
„Mér finnst mest gefandi að hitta
aðra sem eru í sömu sporum,“ segir
Benedikt, „og fá tækifæri til að ræða
um reynslu mína og heyra reynslu
annarra. Það er mjög gott að eiga þess
kost að geta farið á einhvern stað og
leitað sér félagsskapar auk þess að fá
upplýsingar og fræðslu hjá frábæru
starfsfólki Ljóssins.“
Lokaspurningunni beini ég til Bene-
dikts þar sem karlmenn eru í svo mikl-
um minnihluta þeirra sem sækja Ljós-
ið. Hvers vegna heldurðu að það sé?
„Ég held að það sé frekar að karl-
menn bíti á jaxlinn og ætli að takast á
við þetta einir og sér, fremur en að þeir
þori ekki, treysti sér ekki til eða telji sig ekki þurfa
aðstoð, ég skal ekki segja. Mín reynsla er sú að ég
hefði ekki viljað fara á mis við að kynnast og nýta
mér þessa þjónustu, það hefur hjálpað mér mikið, á
því er ekki nokkur vafi í mínum huga. Ég hvet aðra
karlmenn sem eru í og eiga eftir að fara í gegn um
krabbameinsmeðferð að nýta sér starfsemi Ljóssins.“
Mikilvægur stuðningur frá
öðrum í svipuðum sporum
Helga Björg Barðadóttir og Benedikt G. Grímsson koma í Ljósið að minnsta kosti tvisvar í viku. Benedikt hvetur karla til
að vera duglegri að koma þangað, en konur eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja Ljósið. Ljósmyndir/Hari
Ég held að það sé
frekar að karl-
menn bíti á jaxlinn
og ætli að takast
á við þetta einir
og sér, fremur en
að þeir þori ekki,
treysti sér ekki til
eða telji sig ekki
þurfa aðstoð, ég
skal ekki segja.
Mín reynsla er sú
að ég hefði ekki
viljað fara á mis
við að kynnast og
nýta mér þessa
þjónustu.
Benedikt
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
Getur þú
tyrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
26 viðtal Helgin 21.-23. október 2011