Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 21.10.2011, Qupperneq 34
Vopnaðir úra ræningjar Enginn hefur verið handtekinn eða yfir- heyrður eftir að birtar voru myndir af manni sem talinn er tengjast vopnuðu ráni í Úra- og skartgripaverslun Frank Michelsen á Laugavegi. Verðmæti ráns- fengsins, dýrra úra, er sagt hlaupa á tugum milljónum króna. Lögreglan hefur ekki fengið haldbærar vísbendingar eftir að boðin voru fundarlaun og birtar myndir af manni sem grunaður er um aðild að ráninu. Eftirlit hefur verið hert með sendingum og ferðum úr landi. Eftir- líkingar af byssum fundust í flóttabílum ræningjanna. Enn er ekkert í rannsóknar- gögnum sem bendir til þess að alvöru skotvopni hafi verið beitt í ráninu. CCP fækkar starfsfólki Tölvuleikjaframleiðandinn CCP, sem þekktastur er fyrir EVO fjölspilunarleik- inn, hefur ákveðið að fækka starfsfólki sínu um fimmtung. Alls missa því vinn- una um 120 af 600 starfsmönnum fyrir- tækisins. Flest störf tapast í Atlanta en 34 á Íslandi. Starfsmennirnir sem missa vinnuna í Reykjavík eru um tíundi hluti þeirra sem vinnur fyrir CCP á Íslandi. Samdrátturinn er mun meiri í starfsemi félagsins erlendis, þar sem rúmlega fjórðungur starfsmanna missir vinnuna. Ríkislögreglustjóri ekki lögbrjótur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að Ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið lög um opinber innkaup, líkt og Ríkisendurskoðun hefur haldið fram. Hann segir að sleggjudómar hafi verið kveðnir upp í málinu. Innkaup Ríkis- lögreglustjóra voru gagnrýnd harðlega í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í lok september. Rannsökuð voru viðskipti 14 löggæslustofnana við 4 fyrir- tæki, sem öll eru í eigu lögreglumanna eða fjölskyldna þeirra. Viðskiptin voru að mestu með óeirðabúnað, svo sem hjálma og grímur. Í tilkynningu Ríkis- endurskoðunar kemur fram að stofnunin stendur við upphaflegar aðfinnslur sínar við innkaupin. Brotajárn í Baugsmáli Tugur vitna var yfirheyrður í skatta- hluta Baugsmálsins í vikunni. Bifreiðar, brotajárn, sófasett, og ýmis hlunnindi bar á góma í réttarsalnum. Meðal þeirra sem báru vitni var fjölskyldufaðirinn, Jó- hannes Jónsson. Hann var m.a. spurður út í skil á hlunnindum á bifreiðum sem syni hans, Jóni Ásgeiri, er gert að sök að hafa vantalið í skattskilum sínum. Jóhannes sagði Porche-bifreið hafa verið fjárfestingu, Cherokee-jeppi hefði verið notaður af fyrrverandi eiginkonu Jóns Ásgeirs en Hummer hefði verið lítið notaður, enda flokkist hann frekar sem brotajárn en bifreið í sínum huga. Slæm vika fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins Góð vika fyrir Gunnar Karlsson myndlistarmann 82% Vilja að Guðmundar- og Geirfinnsmálin verði tekin upp að nýju samkvæmt skoðanakönnun MMR. 3 Vikur í röð er tíminn sem bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson hefur verið á toppi aðallista Eymundssonar. 274 Milljarðar króna er upphæð- in sem fjárfestingasjóðirnir TPG, Bain, Blackstone og BC Partners vilja greiða fyrir 77 prósent hlut skilanefnda Landsbankans og Glitnis í Iceland smásölukeðjunni í Bretlandi samkvæmt frétt á vef Financial Times. 1 Lítill bjór sem Ólafur Páll Gunnarsson fékk ekki af- greiddan á Ölstofu Kormáks og Skjaldar um síðustu helgi varð efni í tvær mest lesnu fréttir á Eyjan.is. Barstúlkur staðarins sögðust ekki afgreiða rudda. Hetjur Valhallar slá í gegn Gunnar Karlsson myndlistarmaður er aðalmaðurinn á bak við hönnun og útlit dýrustu kvikmyndar sem hefur verið framleidd á Íslandi: Hetjur Valhallar. Myndin er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og sló umsvifa- laust í gegn þegar hún var frumsýnd um síðustu helgi. Fyrir frumsýninguna var þegar búið að selja myndina til 55 landa en Gunnar og félagar eru nánast tilbúnir með handrit að næstu mynd. Hetjur Valhallar var í smíðum í um sjö ár. Hún segir frá hinum kornunga járnsmiði Þór sem býr í Mannheimum og áttar sig ekki á að hann er sonur Óðins fyrr en hann fær hamarinn Mjölni í lúkurnar. Öruggt má telja að Gunnar og starfsfélagar hans hjá Caoz, sem gerðu myndina, munu hafa nóg að sýsla á næstu mánuðum. Næsta mynd þeirra verður ábyggilega ekki sjö ár í vinnslu. Ekki rannsakaður en fékk forsíðuna Í pólitík er góð regla að taka frumkvæðið og stýra umræðunni ef þess er nokkur kostur. Illa getur farið þegar menn láta slík tæki- færi fram hjá sér fara. Þetta fékk Bjarni Benediktsson að reyna í vikunni þegar DV sló honum upp á forsíðu með frétt um að hann hefði verið kallaður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í tengslum við sakamálarannsókn á Sjóvá. Til skoðunar voru við- skipti félags, sem Bjarni tengdist, við Sjóvá en sjálfur var hann ekki til rannsóknar né verður ákærður í því máli. Skýrslutakan var fyrir nokkrum mánuðum og hefði Bjarna verið í lófa lagið að senda þá strax frá sér stutta fréttatilkynningu og hnykkja á því að með komu sinni til saksóknara hefði hann verið að aðstoða við rannsókn málsins. Því miður fyrir Bjarna fór slík tilkynning aldrei út. DV gat því skúbbað fínni frétt um yfirheyrslu formanns Sjálfstæðisflokksins og Bjarni var tilneyddur til að leggjast vörn sem hefði verið með öllu óþörf ef hann hefði bara sagt frá málinu sjálfur á sínum forsendum nokkrum mánuðum fyrr. 185,4 vikan í tölum Stóra systir stuðar Femíníska neðanjarðarhreyfing- in Stóra systir lét heldur betur til skarar skríða í vikunni. Fólki á Facebook var misskemmt yfir aðgerðum hreyfingarinnar. Sölvi Tryggvason Er ekki pínulítil hræsni að ganga um bæinn og hóta að birta allar upplýsingar um vændiskaup- endur en vera sjálfur hulinn frá toppi til táar? Lísa Kristjánsdóttir Brynjar Níelsson var í morgunútvarpinu. Þar sagði hann aðgerðir Stóru systur refsi- verðar og jafnvel refsiverðari en hin ekki svo alvarlegu brot að kaupa vændi ... Það er augljóst að á meðan hæstaréttarlögmönnum finnst þessi brot ekki alvarleg þá er þeim „eðlilega“ ekki mikið sinnt annars staðar í kerfinu. Nauðsyn Stóru systur er því auðsjáanlega alger! Eiríkur Örn Er nú svona yfirleitt fram og til baka í allri þessari vændisum- ræðu. En mikið djöfull vildi ég að jörðin gleypti Brynjar Níelsson og skilaði honum aldrei aftur. Stefán Hrafn Hagalín Ég er stóra systir. Rangláti dómarinn Dómur í héraði yfir Jóni Bjarka Magnússyni hleypti illu blóði í fólk á Facebook í vikunni og bar þar mest á pirringi blaðamanna sem að vonum voru óhressir með að blaðamaður væri dæmdur til persónulegra fjár- sekta fyrir að fjalla um hjónin sem kennd eru við Aratún og ýmsan djöfulgang við þá götu. Sölvi Tryggvason Fólk getur ekki hrópað og gargað um að fjölmiðlar á Íslandi eigi að vera á heims- mælikvarða á meðan þar eru greidd lág laun og blaðamenn eru dæmdir í milljónasektir úr eigin vasa. Svo einfalt er það! Jakob Bjarnar Gretarsson Já, maður hefur verið að jarma um þetta árum saman fyrir daufum eyrum, það að kristaltær sturlun sé að dómarar vegi og meti hvað eigi „erindi við almenning“ og dæmi svo á þeim forsendum. En menn hafa látið sér fátt um finnast. Skoðið ummælin sem dæmd eru dauð og ómerk! Í skjóli skinhelgi Íslendinga er sannleikurinn dauður og ómerkur og menn ekki svo mikið sem depla auga. Sigurjón Egilsson Útgáfan borgar. Annað kemur ekki til greina. Eilífðarvélin Páll magnússon Enn er deilt um ráðningu Páls Magnússonar til Bankasýsl- unnar og óánægjuraddirnar á Facebook virðast seint ætla að þagna. Heiða B Heiðars Ég bara hreinlega næ ekki utan um þetta! Er Páll Magnússon nýr forstjóri Bankasýslunnar eða ekki? Sveinn Andri Sveinsson Skondið að fylgjast með vandræðaganginum í stjórnar- liðum út af Páli Magnússyni. Stjórn Bankasýslunnar ákvað á faglegum forsendum að ráða hann forstjóra en nú vilja sumir þeir sem fordæmt hafa „póli- tískar stöðuveitingar” hnekkja því og veita honum pólitískan starfslokasamning. Sjarmalausi Svíinn kemur Ráðning Lars Lagerbäck, nýs landsliðsþjálfara karlalandsliðs- ins í knattspyrnu, var milli tann- anna á boltabullum og öðrum á Facebook um síðustu helgi. Freyr Gígja Gunnarsson Fyrsta verkefni hans verður von- andi að skipta um treyjur, það er ekkert landslið sem nær árangri í svona ljótum búningum ... Thorvaldur Örn Kristmundsson Líst vel á ... svo þarf bara að fá 11 góða erlenda knattspyrnu- menn í viðbót og þá mössum við þetta!!! Trausti Haflidason fínasta ráðning hjá KSÍ, eini ókosturinn er að báðir þjálfar- arnir búa erlendis. Bergsteinn Sigurðsson „Sjarmalaus en nær úrslitum,“ segir DV um nýja landsliðsþjálfar- ann. Ég held að vandi fyrri lands- liðsþjálfara hafi ekki verið sá að þeir „náðu ekki úrslitum“ – þau voru bara sjaldnast okkur í hag. HEituStu kolin á Stóra systir Ný samtök undir þessu nafni litu dagsins ljós. Með- limir hylja sig undir búrkum , andlitsklútum og í sumum tilfellum bakvið sólgleraugu. Tilgangurinn er baráttan gegn meintum vændiskaupum. Ljósmynd/Hari www.heilsumeistaraskolinn.com s. 892-6004 Tilboðsverð til 9. september 38.000kr Hentar öllum sem vinna með heilsu og lækningar, hefðbundnar og heildrænar s.s.læknum, græðurum og sálfræðingum 19. - 20. nóvember 2011 Einn virtasti frumkvöðull á sviði lithimnugreiningar - IRIDOLOGY Dr. Daniele Lo Rito læknir (MD) verður með námskeið í TIME RISK greiningu á áföllum á lífsleiðinni í lithimnum Í fyrsta sinn á ÍSLANDI mun ítalski læknirinn DR. DANIELE LO RITO kenna TIME RISK Milljónir króna sem rekstur forseta- embættisins kostar samkvæmt fjárlögum 2012. Til samanburðar er kostnaður við Hæstarétt 203,5 milljónir og skrifstofu Umboðsmanns Alþingis 116,3 milljónir. 34 fréttir vikunnar Helgin 21.-23. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.