Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is Níutíu prósent kjósa bólusetn- inguna  Fasteignir glæsihýsi skiptir um eigendur Konsúll kaupir Fonshöll „Ég þekki Pálma Haraldsson ekki neitt en sá að húsið var komið í sölu. Þetta er mjög fínt hús,“ segir Friðrik Steinn Kristjánsson lyfjafræðingur sem hefur fest kaup á glæsihýsinu að Suðurgötu 22. Það hús hýsti áður skrifstofur Fons og Fengs og var í eigu athafnamannsins Pálma Har- aldssonar. Friðrik Steinn, sem er konsúll fyrir Spán, segir í samtali við Frétta- tímann að Suðurgötunni sé ætlað að hýsa ræðismannskrifstofu Spánar sem og skrifstofur Silfurbergs sem er félag í hans eigu. Helsta eign þess er Invent Pharma sem Friðrik Steinn segir að sé lyfjaframleiðslu- fyrirtæki í Barcelona á Spáni. „Þetta fyrirtæki framleiðir samheitalyf og er að stærstum hluta í eigu Ís- lendinga,“ segir Friðrik Steinn sem er sjálfur stjórnarformaður. Friðrik gerðist konsúll Spánar á Íslandi árið 2008 og segist að- spurður um aðdraganda þess hafa búið í latínsku Ameríku um nokk- urra ára skeið og ferðast mikið um Spán. „Ég hef áhuga á menningunni og tungumálinu. Það þarf að sinna þeim rúmlega hundrað Spánverjum sem búa hér á landi og aðstoða spánska ferðamenn,“ segir Friðrik Steinn en hann hefur starfsmann á ræðismannskrifstofunni – konu frá Mexikó sem hefur verið búsett hér á landi í fjölmörg ár. Ekki ætti að væsa um Friðrik og hans fólk í húsinu að Suðurgötu 22 því húsið er hið glæsilegasta, 507 fermetrar, og var áður gistiheimili sem bar nafnið Krían. Suðurgata 22 er glæsilegt hús. Ljósmynd/Hari Friðrik Steinn Kristjáns- son, lyfja- fræðingur og konsúll Spánar á Íslandi. Ljós- mynd/Myndasafn Morgunblaðsins Á 215 km hraða á hádegi í Bolungarvíkurgöngum Íbúum Ísafjarðar og Bolungarvíkur stendur ógn af hópi ungra ökumanna sem ekur á yfir 200 kílómetra hraða í gegnum Bolungarvíkurgöng. Vegagerðin hefur mælt 24 farartæki á yfir 170 frá því göngin voru opnuð og trúa starfsmenn vart eigin augum. Það gerir löggan, þekkir hópinn en nær ekki því hópurinn vaktar ferðir löggunnar fyrir ógnarhraðaksturinn. Milljónin eyrnamerkt „Ég ef ekki fengið frekari upplýsingar frá lög- reglunni, bíð bara eftir því að fá að vita nánar um afhendingu upphæðarinnar, hvort og hverjum,“ segir Frank Michelsen úrsmíðameist- ari sem lofaði milljón krónum hverjum þeim sem kæmi á framfæri upplýsingum sem leiddu til þess að vopnað rán í verslun hans upplýstist. „Upphæðin fer, það er á hreinu. Ég er búinn að eyrnamerkja þessa peninga. Ef upphæðin fer ekki til neins sérstaks þá fer hún á einhvern góðan stað.“ Aðspurður um hvort milljónin ætti hugsanlega heima hjá tollvörðum á Seyðisfirði, sem vöktu athygli lögreglunnar á grunsam- legum Pólverja sem kom með Norrænu, en þær upplýsingar leiddu til þess að ránsfengurinn fannst í bíl hans, sagði Frank að lögreglan segði til um hvert verðlaunaféð ætti að fara. „En að hugsa sér hve þetta fólk er árvökult og sam- viskusamt.“ - jh Undrast kaup borgar á 15 spjaldtölvum Minnihlutinn í borgarstjórn óskaði, á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær, eftir upplýsingum um kaup Reykjavíkurborgar á fimmtán iPad-spjaldtölv- um, sem, svo vitnað sé í fundargerð, eru „notaðir eru í samstarfs- verkefni við einkaaðila“ á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær. Fréttatíminn greindi frá kaupunum í síðustu viku. Sagði að eftir samstarf við tónlistarkonuna Björk um tónvísindasmiðju eigi iPad-tölvurnar að nýtast í ýmsum öðrum verkefnum og skólum. Því spyr minnihlutinn hvaða aðferðir verði viðhafðar við úthlutun tölvanna til skóla og/ eða nemenda? Einnig hvar ákvörðun hafi verið tekin um umrædd kaup. „Ég heyrt undrunar- og óánægjuraddir úr nokkrum skólum borgarinnar í kjölfar fréttarinnar þar sem tölvukostur er orðinn afar bágborinn, því fé hefur ekki fengist til að endurnýja tölvur og tengdar vörur,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Því sé einnig óskað upplýsinga um hvort fé hafi verið veitt til slíkra kaupa og þá hvaða. iPadarnir fimm- tán kostuðu tæpa milljón króna. - gag u ngir ökumenn stunda að aka um Bolungarvíkurgöng á ofsa-hraða. Þeir fylgjast með ferðum lögreglunnar og tilkynna félögum sínum hvenær óhætt sé að fara í gegn, segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Mælingar vegagerðarinnar í göngunum mældu vélhjól á 215 kíló- metra hraða á klukkustund í göngunum í mars. Hjólið fór um göngin 24 mínútur í tólf á hádegi á þriðjudegi. Vegagerðin mældi níu ferðir á yfir 170 kílómetra hraða á klukkustund á tæpum tuttugu mínútum. Ekið var fram og til baka, á öf- ugum vegarhelmingi og réttum, þennan dag. Hjólin gætu því hafa verið fleiri en eitt. Trúa vart eigin gögnum Vegagerðin tók tölurnar saman eftir fyrirspurn Fréttatímans. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðar- deildar Vegagerðarinnar, rengdi þær. „Þetta getur ekki verið.“ Margar mæl- inganna sýni að ógnarakstur sé stundað- ur um miðjan dag, þegar nokkur umferð ætti að vera í göngunum og lítið rými til frjáls hraða. „Því verðum við að draga þá ályktun, að svo komnu, að um ótrúverð- ug gögn sé að ræða,“ segir hann. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, finnst gögnin hins vegar trúverðug. Hann viti ekki nákvæm- lega hver ók í gegnum göngin á þessum hraða en hafi ákveðinn hóp drengja í huga. „Það skiptir þá engu máli þótt það sé bullandi umferð, bara ef þeir komast í gegnum göngin. Við þekkjum þennan hraðakstur og verðum varir við þetta á einkabílum okkar,“ segir hann og að lög- reglan eigi við hópinn dags daglega. Allt í botn milli hraðamyndavéla Önundur segir að vegna þess hve sönn- unarbirgðin sé þung þegar umferðar- lagabrot eru annars vegar sé lítið hægt að eiga við strákana. „Og það þótt þeir séu vel yfir flugtakshraða Fokker-véla, sem er um 150 km á klukkustund.“ Bolungarvíkurgöngin eru 5,4 kíló- metrar á lengd. Um mitt sumar voru settar upp tvær hraðamyndavélar og hefur Vegagerðin ekki mælt hraðakstur yfir 170 frá því á síðasta degi júlímán- aðar. „Nú er botngefið og stoppað á milli myndavélanna,“ segir Önundur. Hrað- aksturinn sé því enn til staðar. Gunnhildur Arna Gunnardóttir gag@frettatiminn.is „Það skiptir þá engu máli þótt það sé bullandi umferð, bara ef þeir komast í gegnum göngin.“  Ógnarhraði Vakta Ferðir lögreglu og stíga bensíngjöFina í botn Kastast í veggi, loft og inn um bílrúður á 200 km hraða „Rússnesk rúlletta og nær 100 prósent líkur á því að vélhjólamaður á yfir 200 kílómetra hraða á klukkustund inni í jarðgöngum lifi það ekki af lendi hann í slysi,“ segir Sævar Helgi Lárusson, sérfræðingur hjá Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa. „Á 200 km hraða fer hjólið 56 metra á sekúndu.“ Viðbragð öku- manna sé frá hálfri að 2,5 sekúndum. „Ökumaðurinn er því kominn fleiri tugi eða hundruð metra þegar hann byrjar að hemla,“ segir hann. Verði slys kastist ökumenn ansi langt með götunni og getur lent undir öðrum bíl, upp í loft eða á veggjum. Sævar segir að aki vélhjól á þessum hraða framan á bíl verði hörkuárekstur. „Við rannsökuðum hliðarárekstur bifhjóls og jeppa, þar sem hjólið var á 100 km hraða. Jeppinn valt.“ Á 200 kílómetra hraða á klukkustund eru líkur á því að bæði hjólið og ökumaður þess kastist yfir fólksbíl. Því hærri bíll því meiri líkur á því að maður og hjól kastist inn um framrúðu bílsins með ógurlegum afleiðingum. - gag Topp fimm* 1. mars 2011 215 klukkan 11:36 1. mars 2011 213 klukkan 11:43 1. mars 2011 207 klukkan 11:49 28. október 2010 205 klukkan 08:54 28. október 2010 205 klukkan 08:56 *hraðakstur í Bolungarvíkurgöngum frá opnum þeirra Um níutíu prósent tólf og þrettán ára stúlkna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur staðið til boða bólusetning gegn HPV-veirunni hafa nýtt sér tækifærið. Veiran veldur legháls- krabbameini. Þetta er niðurstaða könnunar landlæknisembættisins. „Enn sem komið er erum við ekki með nákvæmar tölur yfir allt landið, en þetta gefur vísbendingu,“ segir Þorbjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á sóttvarnarsviði. „Almennt þykir yfir níutíu prósent mjög gott.“ Eins og kom fram á vefnum Vísi hefur óánægja ríkt meðal kven- sjúkdómalækna þar sem ríkið valdi ekki bóluefni sem kemur einnig í veg fyrir kynfæravörtur. Lyfjaverð ræður því, segir Þorbjörg. „Í næsta útboði kemur í ljós hvort lyfjafyrirtækjanna tveggja sem bjóða bóluefnin verði hlutskarpara. Það er því ekkert í hendi hvort lyfið verður fyrir valinu í framtíðinni,“ segir hún. „Kynfæra- vörtur eru hvimleiðar en ekki illkynja. Þær koma og fara,“ segir hún. Mikill verðmunur hefur verið á lyfjunum og því hefur einnig verið hægt að bólusetja þrettán ára stúlkur þetta fyrsta ár bólusetningar gegn HPV. „Cervarix gefur sjötíu prósent vörn. Gardasil lyfið hefur til viðbótar gefið mótefni við vörtunum.“ - gag 2 fréttir Helgin 4.-6. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.