Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 52
44 bækur Helgin 4.-6. nóvember 2011  Bókadómar Gyrðir Elíasson hefur með full- tingi þýðingarsjóðs snúið tékk- nesku smásagnasafni lítt þekkts höfundar, Ota Pavel, á íslensku og bætir þar í þýðingasafn sitt einu djásni til. Hvernig ég kynntist fiskunum segir sögur af dreng, föður hans og þorp- inu þeirra á árunum fyrir stríð; hvernig móður og syni farnast undir hernámi Þjóðverja og við stríðslok. Safnið er í senn fallegt, skemmtilegt og ber með sér ljúfsáran blæ sem verður áleitinn þegar frá líður og kallar lesanda aftur að heftinu. Heimur sögumanns er fyrst og fremst árbakkinn og skógar- tjarnir þar sem drengurinn, faðir hans og frændalið unir sér á bakka við veiðar og íhugar. Heimurinn umhverfis heldur sína leið; frampot pabbans og bjartsýnisórar í viðskiptum, her- nám og fangelsanir megna ekki að rjúfa yndisleik veiðanna og í eftirmála gerir höfundur grein fyrir þeirri vissu að dvöl á bakk- anum sé mannbætandi. Svo er einnig um sögurnar hans. -pbb Gyrðir bætir djásni í safnið  Hvernig ég kynntist fisk- unum Ota Pavel Gyrðir Elíasson þýddi Uppheimar, 171 bls. 2011  Bókadómur Hvernig ég kynntist fiskunum Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson er fimmtu vikuna í röð á topp aðallista Eymundssonar. Skemmtilegasta bók ársins og mest selda bók ársins. fáHeyrðar vinsældir  fallið er hátt Ann Grue Þýðing Berglind Steinsdóttir Vaka Helgafell, 358 bls. 2011. Þrír krimmar, tveir innbundnir og einn í kilju. Danskur, sænskur og amerískur. Allir þrír yfir meðallagi þótt allir séu krimmarnir klisju- kenndir einkum framan af meðan verið er að kynna aðstæður; pers- ónur eru millistéttarfólk, lögreglumenn í starfi eða á eftirlaunum og útbrunninn auglýsingamaður. Allar gerast sögurnar í nútímanum og hafa hliðarfléttur sem varða sambönd karls og konu í hjónabandi eða sambandi jafnframt því sem efni er sótt í samstarfsörðugleika, spennu innan rannsóknarhóps og minni háttar árekstra sem hjálpa til við keyrslu meginplottsins í sögunni. Allar gerast sögurnar á jaðri byggðar og borgar; „Fallið“ í dönskum smábæ, „Hugsaðu“ í sveit New York og „Paganini“ í Stokkhólmi og skerjagarðinum. Samfélagsleg ádeila lúrir að baki í öllum þremur en plottin flokkast í undirdeildir: Grue gerir sér mat úr hvítu mansali, Verdon hinn ameríski er á raðmorðingjaslóðum en Kepler-tvíeykið dregur efnið úr alþjóðlegri vopnasölu og fjármála- misferli því tengdu. Bók þeirra hjóna rennur að síðustu út í mikinn ak- sjóntrylli með þyrlum, eltingarleik og mikilli fyrirsát í miðborg Stokk- hólms í stórmyndastíl. Þótt helmingur umræddra höfundanna sé kvenkyns er athyglisvert hversu daufleg persónusköpun kvenpersóna er á sama tíma og karl- hetjurnar hafa keimlíkt yfirbragð. Það er helst að Dan Sommerdahl hinn danski, sem er útbrunninn karríeristi úr auglýsingabransanum, sé bragðmeiri en þeir Dave Gurney, lögga á eftirlaunum og Joona Linna, hinn finnskættaði rannsóknarmaður í Stokkhólmi. Allar bækurnar þrjár duga ágætlega sem afþreying, þótt bundnu bækurnar (Hugsaðu.. og Paganini) séu helst til þungar fyrir lestur undir sæng. Allar þrjár eru með sæmilega stóru letri. Ef velja ætti eina af þessum þremur úr, má helst að mæla með Kepler: Paganini-samn- ingnum og þá sem hreinni afþreyingu. Þessum lesanda er aftur ill- skiljanlegt að útgefendur skuli hafa afráðið að setja tvær þessara bóka í band. Allt er þetta léttmeti og á heima í kilju. -pbb Þrír krimmar yfir meðallagi ... í eftirmála gerir höfundur grein fyrir þeirri vissu að dvöl á bakkanum sé mannbætandi.  Bókadómur konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason s tór skáldsaga, sem teygir sig yfir lunga lýðveldistímans, og kíkir raunar inn í rígbundið og vanafast samfélag eyjarskeggja í Breiðafirði eins- og það hefur haldist í þúsund ár, ætti að vekja mikla athygli. Þó hefur verið furðu hljótt um þessa nýju sögu Hallgríms Helgasonar sem leit dagsins ljós í þýskri þýðingu fyrir nokkrum vikum; undarlegt, ekki síst í ljósi þess að í sögunni bregður fyrir nafnkunnum einstaklingum. Má þar fremst telja forsetahjónin Svein og Georgíu. (Er svo komið að nafnhelgi opinberra persóna er engin?) Bakgrunn- ur þess er að einn sona þeirra hjóna starf- aði með þýska hernum en þá staðreynd nýtir Hallgrímur Helgason (hér eftir HH) sér sem efnivið og kveikju. Ræðuskörungurinn sem segir frá, Her- björg María Björnsson, er sonardóttir forsetahjónanna, fædd 1929 - dáin 2009. Hún ber öll merki skapara síns: Tautar fyrir munni sér í stuðlum , leikur sér dátt í hljómbrigðum málsins, smíðar sam- setningar eins og Jónas Hallgrímsson á amfetamíni – en er hrak, einskonar erkitýpa fyrir tuttugustu öldina, stór- gripur úr eftirhreytum veldis Danakóngs, undirsáta veldis Þjóðverja um aldir, fígúra brædd saman úr dönsk-þýskum borgaraskap (og þarafleiðandi bældur fasisti) og einhvers konar upphafinni ís- lenskri sveita rómantík. Hún er í kör, pró- vintukona hjá íslenskum nútímahjónum í smáíbúðahverfinu, sem situr við daga og nætur og þeytist um á netinu. Alla sína ævi hefur hún verið á hrakhól- um; diplómatabarn sem er heimilislaust, helst ekki á mönnum, ósvífin í orðum og fyndin í skarpri hugsun, en hrapar alltaf - ein þessara tragísku aðalpersóna sem eru HH svo kærar af því þær geta talað fyrir hans munn afdráttarlaust og alhæft um eðli og skipan okkar daga. HH lætur Herbjörgu Maríu fara um víðan völl; hún er alin upp í Svefneyjum, svo skamma hríð á mölinni en þá í Höfn. Þaðan fer hún á frísnesku eyjarnar en þá er komið stríð og þá þvælist hún um álfuna sem á í hildarleik allt til Póllands og endar í Berlín sem þá er hertekin. Þaðan fer Her- björg heim, þá aftur til Suður Ameríku og norður, til Reykjavíkur í barneignir og þaðan vestur að Djúpi. Þetta er löng leið og tilgangur þessa flandurs ekki alltaf skýr ef leita á erindis HH með þessa fígúru sína. Sagan er uppbyggð af stuttum köflum þar sem stokkið er ört milli mismunandi tímabelta í æfi konunnar. Frásagnarhátt- ur og stíll lagar sig að efninu en kaflar okkar daga lýsa aðstæðum hennar og geyma hugleiðingar. Um allt verkið, ef frá eru taldir örfáir kaflar sem lýsa má sem risi verksins og gerast í helstu hörmung- um stríðsins í rústum Þýskalands, er svo löðrandi gamansemi skáldsins. HH getur aldrei stillt sig, verður alltaf að leggja brandara fyrir lesandann, flestir eru snjallir, fullir af andlegu fjöri, en hann er eins og hrókur í veislu, einn sem getur aldrei verið án þess að ná athyglinni með enn einum aulabrandaranum svo þeir sem sitja gefist ekki færi á að hugsa: Æji, þegiðu nú í smástund. Engum blöðum er um að fletta að HH er afburðasnjall stílisti, tök hans á málinu eru alltaf að herðast, hann leggur fyrir lesandann hvern gullmolann á fætur öðrum, leiftrandi sagnalist hans er yndis- leg, innsýn hans í persónur getur verið með afbrigðum góð. Sem dæmi má nefna lýsingar á heimsóknum stúlkunnar til þriggja kvenna í einum stigagangi í Höfn. Nú eða hápunkta - kaflana við stríðslok. Þá er HH hæstvirtur höfundur. En í heild er verkið með brestum, einræði sögu- manns, daufu kaflarnir í Buenos Aires og Súðavík verða erindisleysa fyrir lesanda, höfund og Herbjörgu þó HH takist í bláenda verksins að setja glæsilega slaufu á sitt metnaðarfulla verk sem er að gera slíku lífshlaupi skil. Með tíu fingur upp til guðs. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Hér kemur munnfyllin þín Hallgrímur Helga- son Leggur fyrir lesandann hvern gullmolann á fætur öðrum, leiftrandi sagnalist hans er yndisleg, innsýn hans í persónur getur verið með afbrigð- um. Ljósmynd/Hari  konan við 1000° Hallgrímur Helgason 477 bls. JPV 2011 Hallgrímur Helgason er afburðasnjall stílisti, tök hans á málinu eru alltaf að herðast. Ota Pavel.  Hugsaðu þér tölu John Verdon: Þýðing:Nanna B. Þórsdóttir Vaka Helgafell. 409 bls. 2011  Paganini-samn- ingurinn Kepler Þýðing Jón Daníelsson JPV, 510 bls. 2011 www.aman.is • Háteigsvegur 1 Eðal léttvíns- dagar í Ámunni 25% afsláttur af völdum Selection gæðaþrúgum. Tilboðið gildir út nóvember eða á meðan birgðir endast!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.