Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 12
MATSEÐILL
LEIKHÚS-
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Fo r r é t t u r
Aða l r é t t i r
Laxatvenna –
reyktur og grafinn lax
Bleikja & humar
með hollandaise sósu
E f t i r r é t t u r
Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr.
Jack Daniel’s
súkkulaðikaka
Djúpsteiktur ís og súkkulaði-
hjúpuð jarðarber
Brasserað fennell, kartöflu-
stappa og ostrusveppir
eða...
Grillað Lambafille
Með rófutvennu,
sveppakartöflum
og bláberja anís kjötsósu
V erð á áli hefur lækkað um fjórð-ung frá því í maíbyrjun. Þróun þess skiptir íslenska hagkerfið
verulegu máli, enda eru framleidd hér
um 830 þúsund tonn af áli á ári, sem
svarar til nær 2 prósenta heimsfram-
leiðslu. Fyrstu átta mánuði ársins nam
útflutningsverðmæti áls tæplega 155
milljörðum króna og jókst um tæp 6
prósent á milli ára þrátt fyrir ríflega 4
prósenta samdrátt í útfluttu magni og 2
prósenta sterkari krónu að jafnaði þetta
árið en var í fyrra, að því er Greining Ís-
landsbanka bendir á.
Þar kemur enn fremur fram að verð-
mæti útflutnings áls nú er nánast hið
sama og útflutningsverðmæti sjávar-
afurða. Vægi hvorrar greinar er um 25
prósent af heildarútflutningstekjum.
„Eftir lækkunina undanfarið er álverð
nú nálægt meðalverði áranna 2001-2010
á heimsmarkaði og er því vart hægt að
fullyrða að verðið sé lágt í sögulegum
skilningi í dollurum talið þrátt fyrir
óhagfelldar aðstæður á markaði þessa
dagana. Hins vegar er á það að líta að
verðlag hefur almennt hækkað á þess-
um tíma. Til að mynda hefur neysluverð
í Bandaríkjunum hækkað um u.þ.b. 27%
frá síðustu aldamótum, og í ljósi þess er
álverð ekki ýkja hátt,“ segir Greiningin.
Þróun verðs á áli hefur neikvæð
áhrif á rekstur Landsvirkjunar, að
því er Ragna Sara Jónsdóttir, yfir-
maður Samskiptasviðs Landsvirkjunar,
segir: „Landsvirkjun hefur unnið að því
undanfarið, og mun halda því áfram,
að draga úr álverðstengingu í sölu-
samningum. Með endursamningi við
Rio Tinto Alcan í fyrra tókst að lækka
álverðstengingu í tekjum Landsvirkj-
unar úr 72 prósent í 50 prósent. Til
skemmri tíma er Landsvirkjun einnig
með álvarnarsamninga (afleiðusamn-
inga) sem draga úr áhrifum af breyting-
um álverðs á rekstur félagsins,“ segir
Ragna Sara.
Stjórnendur Alcoa bentu á við kynn-
ingu á síðasta uppgjöri sínu að líklega
væri framboð áls á þessu ári, ef Kína
væri undanskilið, um það bil 1 milljón
tonna umfram eftirspurn þetta árið.
Hins vegar er talið að Kínverjar þurfi á
umtalsvert meira ál en framleitt er þar.
Fram til þessa hefur umframálinu verið
haldið utan markaðar af fjárfestum.
Um 4,6 milljón tonn eru geymd í vöru-
húsum víðs vegar um heiminn. Þessa
geymslu áls þarf að fjármagna, segir
Greiningin, og hefur það orðið þyngri
róður sem tengist skuldakreppunni í
Evrópu sem sett hefur aukið mark sitt
á fjármálamarkaði. Gæti sú staðreynd
aukið verulega framboð áls á markaði á
næstunni.
Fréttatíminn leitaði eftir viðbrögðum
fjármálaráðuneytisins vegna þessa og
hvaða áhrif lækkun álverðs hefði á hag-
kerfið? Þrátt fyrir ítrekun fyrirspurna
í símtölum og í tölvupóstum í þessari
viku og þeirri fyrri hefur ráðuneytið
engu svarað.
Verð á áli Fjórðungslækkun Frá í Vor
Hefur neikvæð áhrif á
rekstur Landsvirkjunar
Landsvirkjun hefur unnið að því að draga úr álverðstengingu í sölusamningum og mun gera
það áfram. Svör fengust ekki frá fjármálaráðuneytinu um áhrif verðlækkunarinnar á hagkerfið.
Milljónir
tonna áls eru
geymdar í
vöruhúsum
víða um heim.
Álverð hefur lækkað um
fjórðung frá í maí. Þetta
hefur neikvæð áhrif á
íslenskt hagkerfi og á
rekstur Landsvirkjunar, en
fyrirtækið hefur unnið að
því að draga úr álverðs-
tengingu í sölusamning-
um. Ljósmynd Hari
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
l ánasjóður sveitarfélaga stefnir að því að lána Orkuveitu Reykjavík-ur 1,6 milljarða króna og allt að 10
milljónir evra með veði í sköttum Reyk-
víkinga, Akurnesinga og Borgnesinga.
Lánin munu bera fjögurra prósenta verð-
tryggða vexti, og verða tekin til 10 til 25
ára, skemur eða lengur.
Óttar Guðjónsson er framkvæmdastjóri
Lánasjóðsins. Hann segir lánin ekki verða
þau stærstu í sögu sjóðsins, en vill ekki
gefa upp hver hafi fengið meira vegna
bankaleyndar. Spurður hvort hún eigi
einnig við þar sem Lánasjóðurinn sé í eigu
fólksins í landinu, það er sveitarfélaga, og
láni aðeins í verkefni og stofnunum í eigu
þeirra segir hann svo vera lögum sam-
kvæmt.
Á vef Orkuveitunnar má lesa að samn-
ingurinn sé til marks um að fjármálastofn-
anir innanlands og utan hafi trú á áætlun-
inni sem unnið sé eftir. Þrátt fyrir þetta
vildi Norræni fjárfestingabankinn ekki
lána Orkuveitunni og á það við um næstu
misseri. Það kom fram í minnisblaði for-
stjóra og sagt var frá á Vísi í lok mars.
Jukke Ahonen, upplýsingafulltrúi Nor-
ræna fjárfestingabankans, vill ekki stað-
festa að það eigi enn við. Sjóðurinn gefi
ekki upp afstöðu til einstakra fyrirtækja.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness,
sem á um 5 prósent í Orkuveitunni, sam-
þykkti hún lánin. Bæjarstjórinn Árni Múli
Jónasson segir bæjarfulltrúa hafa áhyggj-
ur af skuldastöðu Orkuveitunnar, sem var
um mitt ár tæpir 244 milljarðar króna.
„Það væri barnaskapur að segja að
búið sé að vinna sigurinn,“ segir hann, en
miðað við framvinduna hafi hann trú á að
aðgerðir skili árangri. Ekki náðist í stjór-
nendur Orkuveitunnar.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
orkuVeitan lánasjóður sVeitarFélaga lánar 1,6 milljarð króna og allt að 10 milljónir eVra
Lána milljarða af skattfé með veði í vösum skattgreiðenda
Ekki bestu kjörin
Hagstæðara væri fyrir Orkuveituna ef Reykjavíkur-
borg færi í skuldabréfaútgáfu og léti féð renna til
Orkuveitunnar frekar en að taka lán hjá Lánasjóði
sveitarfélaga. Það er mat Davíðs Stefánssonar, hag-
fræðings í greiningardeild Arion-banka.
„Reykjavíkurborg hefur verið að gefa út ríkis-
skuldabréf með 0,7 prósenta álagi á sambærileg
ríkisskuldabréf. Þessi kjör sem Lánasjóðurinn
býður Orkuveitunni eru hins vegar einu og hálfu til
tveimur prósentum ofan við þau sem hinu opinbera
bjóðast,“ segir hann. - gag
12 fréttir Helgin 4.-6. nóvember 2011