Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 45
Fært til bókar Biskupa drápu báðir þeir Enginn verður óbarinn biskup, sagði í eina tíð. Í seinni tíð eru biskupar einkum barðir eftir að þeir eru komnir í embætti. Allt er það á alvörunótum en vænt er þó til þess að vita að presta- stéttin hefur ekki alveg tapað kímnigáf- unni, þrátt fyrir biskupabarninginn all- an. Á vefnum 640.is, sem segir tíðindi úr Norðurþingi og nágrenni, er greint með eftirfarandi hætti frá skákmóti þar sem hinir geistlegu komu við sögu: „Meðal keppenda á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór um helgina voru prestarnir Sighvatur Karlsson og Sig- urður Ægisson á Siglufirði. Þegar þeir áttust við skákborðið samdi Sigurður eftirfarandi vísu snemma í skákinni: Sitja og þenkja sérar tveir og sálin í fordæming herðist biskupa drápu báðir þeir og brostu á meðan það gerðist.” Að ýmsu að hyggja í fluginu Það er að ýmsu að hyggja þegar menn stofna félög sem vinna eiga á alþjóð- legum markaði, eins og til dæmis flugfélög. Fram kom í fréttum nýverið að Skúli Mogensen fjárfestir og fleiri, meðal annars Matthías Imsland fyrr- verandi framkvæmdastjóri Iceland Express, hyggjast setja á laggirnar nýtt flugfélag, WOW Air. Félagið er að sjálf- sögðu komið með heimasíðu, wowair.is, þar sem starfsemin er kynnt og sama gildir um woowair.com. „Gúggli“ menn hins vegar wowair kemur fyrst upp þýsk síða, wowair.de, en hún er í eigu fyrirtækis sem sérhæfir sig í málning- arskreytingum, það er myndskreytir bíla, mótorhjól, hjálma og annan búnað með svokallaðri „airbrush“-tækni. Skúli og Matthías verða því væntanlega að semja við þýska bílaskreytingamanninn í Essen ætli þeir sér að fljúga á Þýska- landsmarkað og selja miðana á netinu. Forstjóri sem mun leggja sjálfan sig og stofnunina niður Búið er að skipa nýja stjórn Bankasýslu ríkisins eftir mikið fjaðrafok vegna ráðningar Páls Magnússonar, bæjar- ritara í Kópavogi. Gamla stjórnin sagði af sér og Páll ákvað í kjölfarið að þiggja ekki forstjórastöðuna. Það bíður því hinnar nýju stjórnar að ráða forstjóra. Stjórnarmenn nýja stjórnarinnar eru Guðrún Ragnarsdóttir formaður, Jón Sigurðsson varaformaður og Hulda Dóra Styrmisdóttir. Egill Tryggvason er varamaður. Úlfúð vakti að Páll tengdist fyrrverandi ráðherrum Framsóknar- flokksins, var meðal annars aðstoð- ar- maður Valgerðar Sverrisdóttur, þáverandi viðskipta- ráðherra, þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir. Þá var einnig deilt á mennt- un Páls, sem er guð- fræðimenntaður og stjórnsýslufræð- ingur. Þingmaðurinn Helgi Hjörvar kallaði ráðninguna hneyksli. Margir furðuðu sig hins vegar á sókn Páls og annarra umsækjenda í þetta embætti enda á stofnunin að leggja sjálfa sig niður. Þarna er því tæpast um framtíðarstarf að ræða. Þegar lögin um Bankasýslu ríkisins voru sett, 18. ágúst 2009, sagði í 9. grein: „Stofnunin skal hafa lokið störfum eigi síðar en fimm árum frá því að hún er sett á fót og verður hún þá lögð niður.“ Senn gengur árið 2012 í garð og stofnun þessari er ekki ætlað lengri æviskeið en fram á síðsumar 2014. Hefði þá margur haldið að betra væri að sitja sem bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra í næst stærsta kaupstað landsins. Sé betur gætt að þessari skammlífu ríkisstofnun þá er það stórt orð að vera forstjóri þar enda eru starfsmenn, auk forstjórans, aðeins þrír samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu hennar. Þeir hefðu því með ágætu lagi komist fyrir í einu herbergi í Arnarhváli, enda heyrir stofnunin beint undir fjármálaráðherrann. Nær lagi hefði verið að auglýsa eftir flokks- stjóra. Það verður kannski ekki með fyrstu störfum nýja forstjórans að leggja sjálfan sig niður en þess verður þó ekki langt að bíða - nema lögunum verði breytt. Annað eins hefur víst gerst. Svona eru þá þakkirnar Þorsteinn Gunnarsson, fráfarandi for- maður knattspyrnudeildar Grindavíkur, komst að því í vikunni að það er ekki alltaf þakkarvert að starfa sem sjálfboðaliði í knattspyrnu- félagi. Þorsteinn hætti sem formaður á dög- unum vegna andstöðu sinnar við þann vilja annarra stjórnarmanna að munstra Guð- jón Þórðar- son á Grinda- víkur- skút- una. Þor- steinn var varla búinn að loka hurð- inni á eftir sér þegar yfir hann dundi fréttaflutningur af gríðarlegu tapi deildar- innar á hans vakt. Og Jónas Þórhallsson, maðurinn sem bar sig aumlega undan því að taka við formennsku í nær gjald- þrota deild og skellti allri skuldinni á Þorstein, gleymdi reyndar að minnast á nokkra hluti. Að hann var varaformaður deildarinnar á þeim tíma sem hið mikla tap var, að útistandandi kröfur eru helmingur tapsins, að enn á eftir gera upp styrkt- arsamning við aðalstyrktaraðila liðsins Lýsi og að enn eru tveir mánuðir eftir árinu og ekki hefur verið birtur neinn ársreikningur. Menn ættu kannski að hugsa sig tvisvar um ef þeir hyggja á sjálfboðaliðastarf í íþróttafélögum. Sérstaklega ef þeir eru með sjálf- stæðan vilja. Afmælistilboð Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 30% afsláttur af öllum barnavörum 15-40% afsláttur Opið laugardag 11-16 lokadagur Ódýrari bílar frá öllum helstu framleiðendum. www.islandus.is — Sími 552 2000                                                                                       viðhorf 37Helgin 4.-6. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.