Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 50
Til eru þeir sem frægir eru fyrir það eitt
að vera frægir. Þeirra er linnulítið getið
í fjölmiðlum. Reikna verður með því að
eftirspurn sé eftir fregnum af þessum ein-
staklingum, að minnsta kosti hlýtur það
að vera mat þeirra sem stjórna léttmetis-
dálkum blaða og ljósvakamiðla. Netið
hefur síðan slegið hefðbundnu miðlunum
við í þessum efnum, hvort heldur er frétta-
flutningur formlegra netmiðla eða annar
farvegur tíðinda í þeim flókna furðuheimi.
Við fáum okkar skammt af lesefni og
myndum af þessu fólki hingað á norður-
hjarann því þessari stöðu ná ekki nema
örfáir einstaklingar stórþjóðanna. Þeir
sem fylgjast með fjölmiðlum komast ekki
hjá því að reka augun í frægðarmennin,
stundum ungmenni sem hafa farið bæri-
lega af stað en misst fótanna vegna frægð-
arinnar og verða þá enn frægari, einkum
af endemum.
Fyrir fáeinum misserum var Paris
nokkur Hilton efst á þessum lista, hæfi-
leikalítil leik- og söngkona. Einkum var
það ættarnafnið sem fleytti henni á for-
síðurnar. Hótelkeðjan hékk beinlínis um
háls hennar. Fyrst hæfileikana skorti var
ekki um annað að ræða en stunda sukk
og svínarí af þeim þunga að athygli vekti.
Stúlkunni tókst það, náði að hneyksla
heimsbyggðina í nokkur misseri þar til
hún hvarf í skugga gleymskunnar. Af
afrekum hennar á opinberum lista er það
eitt talið upp að hún hafi leikið í þáttaröð-
inni The Simple Life. Kannski segir það
allt sem segja þarf. Heimsfræðgin entist
þó um hríð.
Sú sem tók við keflinu var söngkonan
Amy Winehouse. Frá náttúrunnar hendi
var hún hæfileikaríkari en hótelerfinginn,
verðlaunuð söngkona, en eyddi þó meiri
tíma í dóp og drykkju uns hún gekk á fund
feðra sinna fyrr á þessu ári eftir margan
og magnaðan skandalinn. Það voru þeir
en ekki söngurinn sem héldu nafni henn-
ar á lofti á síðari hluta frægðarferilsins.
Við ótímabært andlátið bættist Amy í 27
ára klúbbinn svokallaða, lítt eftirsóknar-
verðan félagsskap þeirra tónlistarmanna
sem horfið hafa yfir móðuna miklu aðeins
27 ára. Þar eru frægastir félagsmanna
Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison
og Kurt Cobain. Þessir listamenn stóðu
vissulega fyrir sínu en þegar leið á feril
þeirra þótti sukkið fréttnæmara en tón-
listarafrekin.
Sú sem ber hins vegar höfuð og herðar
yfir önnur slík frægðarmenni samtímans
er bandaríska leikkonan Lindsay Lohan.
Misserum og árum saman hefur hún hald-
ið dálkahöfundunum við efnið og allt síast
það inn í huga okkar, slíkt er fréttafárið.
Lindsay byrjaði bærilega en hún hefur
verið að frá því að hún var þriggja ára,
sungið og leikið. Kvikmyndaferillinn er
þó fremur ómerkilegur, fór versnandi og
er sennilega alveg dottinn upp fyrir. Frá
því er greint nánast daglega. Allt er tínt til
meðan frægðin endist. Er á meðan er.
Við höfum ekki komist hjá því að lesa að
leikkonan var óheppin með foreldra. Karl
faðir hennar er fyrrverandi tugthúslimur
og móðirin frægðarsjúk. Hún hefði senni-
lega getað fengið heppilegri uppalendur.
Vegna fréttanna tíðu getum við ekki ann-
að en sett okkur inn í líf Lohan-fjölskyld-
unnar þótt hún búi ekki beinlínis í næstu
götu. Við vitum að tugthúslimurinn heitir
Michael og sú fræðgarsjúka Dina. Jafnvel
systkini Lindsayar ber á góma í frægðar-
sögum af henni, þau Aliana, Dakota og
Michael yngri.
En Lindsay er ekkert smábarn lengur,
orðin 25 ára og ber því ábyrgð á sjálfri sér.
Það hefur henni gengið svona og svona,
að því er títtnefndir dálkar segja okkur. Af
myndum að dæma var ásjóna stúlkunnar
falleg og hún prýðilega sköpuð en fölva
hefur slegið á fegurðina eftir því sem dóp-
og drykkjudögum hefur fjölgað. Ógæfu
leikkonunnar eru hins vegar gerð góð skil
og því betur sem verr gengur hjá henni.
Við komumst ekki hjá því að fræðast um
fylliríin, meðferðirnar, skartgripastuld,
fangelsun, samfélagsþjónustu og annað
Tannholdið er veikt
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
S
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfis-
vænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af
mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um
efnisinnihald hágæða hjólbarða.
DUggUvogi 10 RvK AUSTURvegi 52 SeLFoSS piTSTop.iS www
HJALLAHRAUNi 4 HFJRAUÐHeLLU 11 HFJ568 2020 SÍMi
HeiLSáRS- og
veTRARDeKK
UMHveRFiSvæNNi KoSTUR
FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA
viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi.
HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN.
175/65 R14 45.900 kr. 195/65 R15 55.900 kr.
185/65 R14 49.900 kr. 205/55 R16 63.900 kr.
185/70 R14 49.900 kr. 245/75 R16 99.800 kr.
185/65 R15 51.900 kr. 225/45 R17 73.900 kr.
DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á iNTeRSTATe
HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM
veRÐiN eRU FyRiR FJögUR DeKK áSAMT UMFeLgUN
Sérstakir gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra
og Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á
Grensásdeild.
Þórir Steingrímssonformaður gefur skýrslu
um starfið og á dagskrá verður flutt:
Edda Þórarinsdóttir, leikkona,
Hjalti Már Þórisson, röntgenlæknir á Landspítala
Hjalti Rögnvaldsson, leikari,
Þórunn Lárusdóttir, leikkona og söngkona
Snorri Petersen, viðskiptafræðingur/gítarleikari
Laugardagsfundur HEILAHEILLA
verður á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu
5. nóvember n.k. kl.11:00-13:00.
Ingibjörg Sólrún
www.heilaheill.is
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi
borgarstjóri og utanríkisráðherra
Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir
á Grensásdeild
Önnur mál – Fólkið fær sér kaffi
og ræðir saman
Dagskrá:
það sem fylgir fólki á hraðri leið til
andskotans.
Fyrr í þessum mánuði fluttu
flestir netmiðlar, innlendir jafnt
sem erlendir, þau tíðindi að tann-
garður gyðjunnar hefði látið á
sjá við sukkið. Pabbinn sagði
skýringuna krakk- eða amfetamín-
neyslu. Ljótt er til að vita og hefðu
einhverjir kosið að vera án upplýs-
inganna eða þess að sjá tanngarð-
inn – en ekki verður við allt ráðið
hjá þeim sem fylgjast grannt með.
Í kjölfarið fylgdu þau tíðindi að
stúlkukindin ætlaði að bera sig
fyrir framan myndavélar ljós-
myndara tímaritsins Playboy. Bí-
lífið kostar sitt og aurar frá Hugh
gamla Hefner koma sér væntan-
lega vel í harðindunum. Sannast þá
hið fornkveðna, að neyðin kennir
nakri konu að spinna.
Vera kann að þeir sem skoða
myndir í því blaði stari á eitthvað
annað en tanngarð fyrirsætunnar
en auðvitað er skemmtilegra að
hann sé ekki átakanlega brunn-
inn, hendi það hana að brosa að
hugsun sinni meðan á myndatök-
unni stendur.
Þess var enda ekki langt að
bíða að fréttir bærust af Lindsay
á tannlæknastofu. Sennilega
hefur sá gamli borgað fyrirfram
enda dugar ekki að fara auralaus
til tannlæknis í Hollywood. Þar
eru reikningar háir. Tannlæknir
stjörnunnar heitir einmitt Bill,
sem vissulega er viðeigandi.
Það fylgdi sögnunni, af því að
ekkert er okkur óviðkomandi í lífi
Lindsayar, að eftir aðgerð Bills
verkjaði hana mjög í tannholdið.
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Fékkstu ekki
Fréttatímann
heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með
tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
42 viðhorf Helgin 4.-6. nóvember 2011