Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 40
4 jólahlaðborð Helgin 4.-6. nóvember 2011
M
agnús Kjartansson mun halda
söngskemmtun sem byggir
á hans langa og farsæla ferli
sem tónlistarmaður. Magnús
hefur verið að í 45 ár og komið
víða við, enda tekið að sér mörg hlutverk í gegn-
um tíðina; verið flytjandi, hljóðfæraleikari, út-
setjari og upptökustjóri. Magnús segir að geng-
ið hafi vel að velja lög úr hans mikla safni til að
spila á tónleikunum en hann segir mikilvægt
að leika lög sem fólk þekkir. Lögin sem leikin
verða hafa notið almennra vinsælda. „Þetta er
ekkert öðruvísi hjá en hjá Paul McCartney. Það
verður að spila lög sem fólk þekkir,” segir hann.
Þekkt lög sem leikin verða eru til dæmis: My
friend and I, To be grateful, Helga, Einskonar
ást, Lítill drengur og Skólaball.
Söngskemmtunin verður á Broadway á
aðventunni. „Við vonumst til að ná þessari
gömlu góðu Broadway stemningu, þar sem fólk
getur notið þess að borða góðan mat og fá góða
skemmtun,“ segir Magnús. Sýningin er fyrir
matargesti en auk þess opin fyrir aðra, þó eru
matargestir nær sviðinu. „Þetta er form sem
hefur sannað sig víða um heim,“ segir Magnús.
Magnús segir að það hafi ekki blundað í
honum lengi að halda stóra tónleika til að fagna
löngum og miklum ferli sem tónlistarmaður.
„Nei, ég hélt alltaf að það væri mitt hlutverk að
halda öðrum á lofti en sjálfum mér. En Jóhannes
Bachmann á Broadway fannst kominn tími til að
ég léti til skara skríða. Ég var lengi mjög tvístíg-
andi með það, en nú verður ekki aftur snúið,“
segir hann.
Eðli málsins samkvæmt horfir Magnús um
öxl á þessum tímamótum. „Það hellast yfir
mann minningarnar frá liðnum tíma,“ segir
hann, en Magnús varð sextugur í sumar. Hann
segist að hafa upplifað væntumþykju og þakk-
læti; að hafa fengið að vinna með öllu þessu tón-
listarfólki. En líka söknuð, því margir hafi farið
of snemma yfir móðuna miklu. Þá segist hann
hafa upplifað vonbrigði vegna þess hversu fljót-
fær hann hefur verið og látið sjálfan sig mæta
afgangi. „En að vera nú neyddur til að horfa til
baka hefur verið dýrmætt,“ segir hann.
En aftur í núið. Magnús segir að það hafi
verið mjög gaman að vinna að því að setja þessa
söngskemmtun saman. „Það sem er gaman
við þetta er það sama og hefur verið gaman við
þetta alla tíð; að vinna með frábæru tónlistar-
fólki og fá tækifæri til að njóta krafta góðra
manna, sem hjálpa mér við þetta,“ segir Magn-
ús. Heill her kemur að þessum tónleikum. Má
til dæmis nefna sjálfan Gunnar Þórðarson og
söngvarana Jóhann Vilhjálmsson, son Vilhjálms
heitins Vilhjálmssonar, Jónsa og Stefaníu Svav-
arsdóttur. Hljómsveitin er að grunni til Sálin
hans Jóns míns en þó án Stefáns Hilmarssonar
söngvara og Guðmundar en að viðbættum þeim
Sigurgeir Sigmundssyni gítarleikara, Pétri Val-
garð gítarleikara og Þóri Úlfarssyni sem leikur
á hljómborð og stjórnar hljómsveitinni.
Magnús Kjartansson Með MiKla söngsKeMMtun á aðventunni
Fagnar 45 ára ferli
Veislumatur og fjölmargir tónlistarmenn koma fram
Kynning
Vín á jólahlaðborði
Val á vínum með jólahlaðborði er ekki
einfalt því þetta er jú – hlaðborð.
Þegar fjölbreyttur matur er á disknum
er best er að velja sér vín í léttari stíl
eins og Búrgundarvín úr Pinot Noir
þrúgu eða vín sömu þrúgu frá öðrum
löndum. Ástæðan er sú að það vín skyg-
gir aldrei á matinn en stelur senunni
milli ferða. Munið að Pinot Noir á að
drekka við um 16 gráður og verður því
að ferskum blæ með annars miklum
mat. Biðjið því hiklaust um kælingu ef á
þarf að halda því Pinot Noir í 25 gráðum
er dapur drykkur. Góður kostur gæti
verið Joseph Drouhin Laforet Pinot Noir
frá Búrgúndí.