Fréttatíminn - 04.11.2011, Page 48
H elstu fórnarlömb kreppu er u bör n.
Dauði barns sem þjáð
ist svo mikið í daglegu
lífi að það fórnaði lífi
sínu og framdi sjálfs
morð – er óbætanlegt
tjón. Og tapað líf þessa
barns er á ábyrgð okk
ar allra. Enginn getur
þvegið hendur sínar
alveg af hryllilegum
örlögum þess. Hvað
þá kennarar þess og
skólastjórnendur ef
barnið mátti þola ein
elti í skólanum sínum.
Börn eru það dýrmætasta sem
þjóðin á. Getur verið að þúsundir
þeirra séu skilin eftir árum saman
í höndunum vanhæfra kennara og
skólastjórnenda? Í
mesta jafnréttisríki
heims? Öðru mesta
lýðræðisríki hans?
Og: Hve mörg ís
lensk börn þurfa að
taka eigið líf áður
en þessir vanhæfu
kennarar og skóla
yfirvöld þurfa að
sæta ábyrgð?
Getur verið að
stór hluti starfs
manna á launaskrá
í skólum lands
ins séu svo miklir
ónytjungar að þeir
nenni hvorki né vilji
koma í veg fyrir einelti gagnvart við
kvæmustu börnunum í skólanum?
Væri þetta svona erfitt ef ofbeldið
beindist gegn kennurum eða skóla
stjóranum? Og: Hve margir kenn
arar taka þátt í ofbeldinu og þykjast
ekkert geta gert til að sporna við því?
Óhæfir kennarar
Það er hlálegt að fullorðið fagfólk
skóla þykist ekki geta eytt ofbeldi
eineltis í fæðingu. Jafn hlálegt og ef
gjaldkeri í banka þættist ekki kunna
að telja upp að tíu. Öryggi varnar
lausra barna er á ábyrgð skólans. Og
kennari sem grípur ekki inn í einelti
barns er þátttakandi í ofbeldinu. Að
ekki sé talað um ef hann eða hún er
upphafsmaðurinn. Og: Óátalið ein
elti gegn barni getur leitt til sjálfs
morðs. Er til verri glæpur en að
valda beint eða óbeint dauða barns
sem tekur eigið líf vegna eineltis?
Allir fullorðnir starfsmenn barna
stofnana ættu að kunna nóg í uppeld
isfræðum til að geta leyst upp ofbeld
isfullt ferli eineltis hjá sjálfum sér
eða börnum sem beita önnur börn
einelti. Og: Kennarar sem kunna
ekkert í uppeldisfræðum, geta ekki
tileinkað sér undirstöðuatriðin strax
– eða eru svo illa innrættir að það er
sama hvað þeir kunna – eru á rangri
hillu í lífinu.
Hvaða fullorðin kona eða karl
myndu þola að vera ítrekað höfð að
háði, í þau væri sparkað eða rifið í
hár þeirra í vinnunni? Á þetta allt í
einu að vera öðruvísi í tilfelli barna?
Eiga börn að þola það betur en full
orðið fólk að lifa á gráum svæðum
ofbeldis í daga, vikur, mánuði, jafn
vel ár, á sínum vinnustað?
Það er full vinna fyrir börn undir
átján ára aldri að stunda nám í skóla
og takast á við lífið. Ekkert barn þol
ir – í viðbót við það álag – að takast á
við einelti. Hvað þá frá kennaranum
Ragnar Halldórsson
ráðgjafi
Morgunverðarfundur KPMg og vÍ
Hver er
hinn íslenski
stjórnarmaður?
Kynning á niðurstöðum
könnunar meðal stjórnarmanna
8. nóvember | kl. 8:30 | Borgartúni 27
farið verður yfir helstu niðurstöður
könnunarinnar og í kjölfarið fara
fram pallborðs umræður um hvernig
viðskiptalífið geti nýtt sér þær.
Skráning og nánari upplýsingar
um fundinn og þátttakendur í
pallborði á kpmg.is
K reppur opinbera veikleika í atvinnulífi, þær hvetja til endur
mats og sóknar á nýjar lendur.
Við endurreisn er mikilvægt
að íhuga hvaðan við komum
og hvert við viljum stefna.
Í Tímariti um viðskipti og
efnahagsmál 2010 (2) settu
prófessor Örn Daníel Jónsson
og Rögnvaldur J. Sæmunds
son dósent fram kenningu um
þróun atvinnulífsins á Íslandi
en að þeirra mati var íslenskt
atvinnulíf fram á miðja 20. öld
auðlindadrifið þar sem vörur
til útflutnings voru einsleitar
og framleiðni lítil. Næsta stig
þróunar varð þegar sparnaður stríðsáranna
og þróunaraðstoð gerði ríkinu kleift að fjár
festa í innviðum og gæði vöru og þjónustu
urðu betri. Þriðja stig þróunar varð við
upphaf níunda áratugarins þegar fram
stigu fyrirtæki eins og Marel og Sæplast
sem byggðu sínar viðskiptahugmyndir á
nýsköpun og aukinni verðmætasköpun úr
auðlindum landsins. Innganga í EES, betra
aðgengi að fjármunum og öflug grunn
gerð samfélagsins leiddi til þess að íslenskt
hagkerfi varð í auknum mæli
nýsköpunardrifið.
Ákveðin tímamót urðu hins
vegar við einkavæðingu banka
kerfisins. Auknir möguleikar
til fjárfestinga nýttust ekki
til nýsköpunar heldur soguðu
bankarnir til sín vel menntað
starfsfólk, hækkandi gengi
krónunnar kom sér illa fyrir
tæknifyrirtæki í útflutningi
og ofvöxtur bankakerfis varð
að risavöxnu eyðileggingar
afli. Fjölmörg fyrirtæki gripu
til þess ráðs að byggja upp
starfsemi sína erlendis. Árin
eftir hrun hefur atvinnulífið
verið í vörn og byggir að miklu
leyti á að tryggja og viðhalda þeim auði
sem myndast hefur. Núverandi umhverfi er
óhentugt fyrirtækjum til vaxtar og hætta
er á að nýsköpun minnki með stöðnun og
jafnvel samdrætti. Þannig má óttast að við
höfum misst af tækifæri til nýsköpunar í
hagkerfinu.
Vaxtarmöguleikar í útflutningi
Um langa hríð hafa stoðir hagkerfisins
byggst á öflugum útflutningi enda aðeins
litlum hluta innlendrar framleiðslu neytt
hér á landi. Útflutningur Íslands skiptist
í fjórar meginstoðir; stóriðju, matvæli,
ferðaþjónustu og hugverkaiðnað. Okkur
er hins vegar nokkur vandi á höndum við
frekari uppbyggingu útflutnings. Þrjár af
fjórum stoðum hans eiga sitt samkeppnis
forskot með beinum eða óbeinum hætti
undir auðlindum landsins. Stóriðjunni er
kleift að skapa samkeppnishæfa afurðir
með ódýrri og endurnýjanlegri raforku í
gegnum fallvötn og jarðhita. Hagkvæmum
orkukostum hefur fækkað á undanförnum
árum og skiptar skoðanir eru um áfram
haldandi uppbyggingu virkjana. Þá byggir
matvælaframleiðslan á auðlindum lands og
sjávar þar sem einungis er hægt að stefna
að betri nýtingu afurða frekar en miklum
vexti þeirra.
Ferðaþjónustan á vissulega bjarta fram
tíð á Íslandi og með uppbyggingu inn
viða er hægt að styrkja til muna arðsemi
greinarinnar. Hins vegar býr ferðaþjón
ustan við takmörkun er kemur að ágengni
ferðamanna við viðkvæma náttúru og víða
er komið að þolmörkum vinsælla ferða
mannastaða. Þannig getur mikil fjölgun
ferðamanna dregið úr samkeppnishæfni ís
lenskrar ferðaþjónustu.
Hvar vill unga fólkið vinna?
Þrjár stoðir útflutnings nýta þannig vand
meðfarnar auðlindir til verðmætasköpunar
og búa við skerta möguleika til vaxtar.
Aukinheldur munu þessar greinar ekki
geta staðið undir fjölgun starfa sem nauð
synlegur er á næstu árum. Ungt vel mennt
að fólk vill geta átt kost á vel launuðum og
spennandi störfum og þau er ekki að finna
í nægilegu magni í álverum, sjávarútvegi
og ferðaþjónustu. Því virðist liggja beint
við að skapa hér forsendur fyrir öflugan
hugverkaiðnað þar sem samkeppnisfor
skotið liggur í hugviti, menntun og tækni
þekkingu starfsfólksins. Þessi fyrirtæki
gegna lykilhlutverki í nýsköpunardrifnu
hagkerfi. Fyrirtæki í þessum geira kvarta
sáran undan oki íslensku krónunnar og
hafa óskað eftir betra aðgengi að fjármagni
og erlendum mörkuðum. Ísland hefur
mikla möguleika á að eiga öflugan iðnað
sem byggir á hugviti, tækni og skapandi
hugsun en þá þarf að skapa fyrirtækjunum
umhverfi til vaxtar. Það er verkefni stjórn
málamanna að móta umhverfi svo öflug
fyrirtæki í hugverkaiðnaði geti dafnað á Ís
landi og þannig skapað spennandi og eftir
sótt störf fyrir unga fólkið okkar.
Kreppur
Hvernig atvinnulíf á Íslandi?
Magnús Orri Schram
þingmaður Samfylkingar-
innar
Skólakerfið
Óátalið einelti gegn barni er dauðans alvara
sínum. Þess vegna kallar eitt barn
sem skóli sinnir ekki vegna ofbeld
is sem það verður fyrir í skólanum
á tafarlausa afsögn skólastjórans.
Kennara sem leggur barn í einelti
eða sér í gegnum fingur sér vegna
eineltis á að reka strax. Líf barns
gæti legið við því að hafa viðkom
andi á launaskrá.
Einelti er gróft ofbeldi sem þarf
að eyða í fæðingu. Skólastjórar,
kennarar og aðrir starfsmenn í
barnaskólum sem kveinka sér und
an því skortir faglega hæfni. Svo
einfalt er það. Og þeir eiga að finna
sér annað starf strax. Fórn þeirra
að missa starfið er lítil í samanburði
við þjáningar barna undir þeirra um
sjón, tapaðri framtíð þeirra, eyðilagt
andlegt heilbrigði fyrir lífstíð og
jafnvel dauða.
Góðir kennarar
Því má alls ekki gleyma að börn sem
beita önnur börn einelti eiga bágt.
Þau eru jafn viðkvæm og fórnar
lömb þeirra og þurfa jafnmikla hjálp,
hlýju, nærgætni og skilning. Þeim
líður ekki vel. Það er eitthvað að.
Sum upplifa ef til vill ofbeldi heima
hjá sér. Þetta veit allt fært fagfólk.
Enda leiðast slík börn oft út í óreglu,
eiturlyfja og áfengisneyslu, flosna
upp úr skóla eða taka eigið líf – alveg
eins og fórnarlömb þeirra. Og í þess
um börnum búa oft mestu óþrosk
uðu hæfileikar þjóðfélagsins – alveg
eins og í fórnarlömbum þeirra.
Sumir kennarar hafa köllun og
náðargáfu til kennslu barna, tekst
að laða fram hæfileika og velgengni
hvers einasta barns og undrið í öll
um námsgreinum. Góðir kennarar
hafa núll umburðarlyndi gagnvart
einelti. Góður kennari myndi aldrei
yfirfæra eigin vanhæfni eða skort
á sjálfstrausti yfir á viðkvæm börn.
Góður kennari kann að aga og laða
fram það besta í hverju barni. Öll
börn njóta sín í nærveru hans. Þetta
þekkja allir úr eigin æsku.
En þetta ómetanlegasta fólk skóla
kerfisins kvartar ítrekað yfir því að
fá ekki notið sín í starfi. Að það sé
unnið gegn sér innan skólans. Ætli
það séu sömu vanhæfu skólastjórar
og siðlausu kennararnir sem leggja
börn í einelti eða sitja þegjandi yfir
ofbeldinu, sem koma í veg fyrir að
bestu kennararnir innan skólans fái
notið sín? Er þetta kannski stærsta
óupplýsta leyndarmál íslenska skóla
kerfisins?
Helgin 4.-6. nóvember 201140 viðhorf