Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Sama á hverju gengur – þú getur alltaf reitt þig á Siemens. A T A R N A Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. Heimilt verði að dreifa ösku látinna yfir öræfi eða sjó Skíðagöngubraut opn- uð í Hlíðarfjalli Skíðagöngubrautin í Hlíðarfjalli hefur verið opnuð en troðinn hefur verið 3,5 kílómetra hringur, en nokkuð hefur snjóað í fjallinu að undanförnu. Frá þessu segir á vef Akureyrarbæjar. Ljós munu loga yfir brautinni til klukkan 22 á kvöldin. Haft er eftir Guðmundi Karli Jónssyni, forstöðu- manni skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, að varla sé útlit fyrir að svigbrautirnar verði opnaðar á næstu dögum en þess sé þó ekki langt að bíða. - jh Keltneskt fræðasetur opnað á Akranesi Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að stofna fræðasetur um keltnesk fræði í bænum. Bent hefur verið á, segir á síðu Akranesskaupstaðar, að á Akranesi og í næsta nágrenni séu keltnesk áhrif áberandi, meðal annars í örnefnum. Þess er vænst að hið nýja fræðasetur, sem verður á Safnasvæðinu á Akranesi, verði farvegur fyrir frekari rannsóknir: „En vitað er að fræðimenn greinir nokkuð á um margt er þetta varðar,“ segir meðal annars á síðunni. Á næstu vikum verður unnið að frekari undirbúningi vegna stofnunar fræðasetursins. - jh Skuldatryggingarálag hækkar Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Ís- lands hefur hækkað nokkuð á síðustu dögum, eða í 300 punkta, sem nemur þremur prósentum, samkvæmt gögnum Bloomberg-gagnaveitunnar sem Greining Íslandsbanka vísar til. Á árinu hefur álagið farið hæst í 330 punkta sem var í byrjun október en lægst niður í 200 punkta, snemma í júní. Að jafnaði hefur skuldatryggingarálag ríkissjóðs verið 260 punktar á árinu. Álagið á Ísland er á ný orðið hærra en álagið á Belgíu sem stóð í 270 punktum. Ísland er hið sjötta hæsta af 17 ríkjum Vestur-Evrópu. Álagið á Grikk- land er lang hæst en lægst er það á Noreg eða 38 punktar. - jh  Framkvæmdir ÚrskurðarneFnd skipulags- og byggingarmála Borgin gerð afturreka með dagsektir á villu Vegvísis Afturkallað byggingarleyfi Reykjavíkurborgar er óljóst og óframkvæmanlegt og því fellt úr gildi sem og dagsektir upp á rúmar fjórtán milljónir króna. Ljósmyndir/Hari Ú rskurðar-nefnd skipu- lags- og bygg- ingarmála hefur ógilt ákvörðun Reykjavíkurborgar um að afturkalla að hluta byggingar- leyfi vegna breytinga húss við Laufásveg 68. Fréttatíminn hefur fjallað töluvert um málið en húsið er í eigu eignarhaldsfélags- ins Vegvísis. Það hús var áður í eigu Stefáns H. Hilmarssonar sem seldi það skömmu eftir hrun til Veg- vísis, sem er í eigu móður hans. Eins og kom fram í Frétta- tímanum fyrr á þessu ári staðfesti Magnús Sædal, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, að lagðar hefðu verið dagsektir á framkvæmdina í mars 2010 þar sem hún taldist ekki að öllu leyti samræmast gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þetta var jafnvel þó samþykki og leyfi hafi verið fyrir framkvæmdinni þegar hafist var handa við hana árið 2007. Þá var byggt anddyri við húsið, svalir stækkaðar og komið fyrir heitum potti á stækkuðum svölum. Eftir kæru frá nágranna var byggingarleyfið að endingu afturkallað að hluta og húseiganda til- kynnt í mars 2010 að lagðar yrðu á hann 25 þúsund króna dagsektir þar til hann hefði fjarlægt sumar framkvæmdirnar og komið öðrum í það horf sem samræmdist aðaluppdráttum. Húseigandinn kærði úrskurðinn til úr- skurðarnefndar skipulags- og byggingar- mála sem felldi úrskurð fyrir stuttu. Þar var Reykjavíkurborg gerð afturreka með bæði afturkallað byggingarleyfi og dag- sektir en áður hafði borgin gert fjárnám að upphæð 2,5 milljónir í húseigninni að Laufásvegi vegna dagsektanna. Um er að ræða tvo úrskurði sem báðir féllu kæranda í hag. „Verður að gera þá kröfu að íþyngjandi ákvarðanir um beitingu þvingunarúrræða séu skýrar og framkvæmanlegar og studdar málefna- legum rökum. Þykir mikið á skorta að hin kærða ákvörðun fullnægi þessum skilyrðum og verður hún því felld úr gildi,“ segir úrskurðarnefndin í öðrum af úrskurðum sínum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Stefán H. Hilmarsson hefur leigt Laufásveg 68 af Vegvísi ehf frá því að hann seldi húsið til félagsins síðla árs 2008. Mikill styrr hefur staðið um framkvæmdir á Laufásvegi 68. Nú er búið að úrskurða að réttur hús- eigenda til breytinga var fyrir hendi. Lagt er til að sýslumaður veiti leyfi til þess að ösku látins manns verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Svo segir meðal annars í drögum að lagafrumvarpi til breytinga á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, sem eru nú til umsagnar hjá innanríkis- ráðuneyrinu. Í drögunum er lagt til að flytja skuli lík í líkhús eftir að læknir hefur úrskurðað mann látinn og að tilgreina skuli hámarksdagafjölda sem megi líða frá andláti til útfarar. Í nýjum kirkjugörðum verði skylt að gera ráð fyrir óvígðum reit og sérstökum reitum fyrir önnur trúarbrögð en kristin. Auk þess verði bætt við ákvæði um sér- stakan minningarreit við kirkju vegna horfinna eða drukknaðra er skuli njóta sömu helgi og legstaður. - jh  bókamessa Íslenski skálinn Of dýrt að flytja skálann heim Íslendingar munu ekki fá að njóta skálans á heimavelli þess sem hýsti íslenska hluta bókamessunnar í Frankfurt í síðasta mán- uði hvar landið skipaði heiðursess. Ástæðan er sú að það ekki er til fjarmagn til að flytja skálann heim. Jónína Michaelsdóttir rit- höfundur sló þeirri hugmynd fram í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku hvort ekki væri upplagt að flytja skálann heim og leyfa Ís- lendingum að njóta hans í bókamánuðinum mikla desember. Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sögueyjunnar, segir í samtali við Fréttatímann að margir hafi komið að máli við sig og nefnt þessa hug- mynd. „Þetta er frábær hugmynd en skál- inn er 2500 fermetrar og ansi mikið fyrir- tæki að flytja hann. Ég myndi gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta þetta verða að veruleika ef fjármagn myndi finnast. En það er enginn til að fjármagna þetta,“ segir Halldór. Aðspurður um kostnað við flutning á skálanum til Íslands segir Halldór hann hlaupa á milljónum. „Skálinn heppnaðist frábærlega og sú hugmynd okkar að tengja saman bækur, lesendur og náttúru virkaði. Þjóðverjar voru í hugleiðslu þarna inni en því miður er þetta ógerlegt.“ Halldór Guðmundsson í viðtali í skálanum góða. Ljósmynd/Þorsteinn Joð 10 fréttir Helgin 4.-6. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.