Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 26

Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 26
suma morgna passa ég ekki í líkamann stofublómin svara þegar ég ávarpa þau stöku sinnum er ég í frjálsu falli fallhlífin neitar að opnast eins og einhver hafi komið fyrir trójuhesti í huga mér eins og um æðar mér renni stanslaus ruslpóstur annars hef ég það bara bærilegt Það er einmitt það sem Birgir Svan Símonarson ljóðskáld segir, „annars gengur þetta vel,“ eftir að hafa lýst því að útkoma nýrrar ljóðabókar sé stór áfangi – og það á sextugs- afmælinu: „Því ég er að drepast úr krabbameini,“ segir hann æðru- laust. Birgir segist því ekki aðeins fagna nýju ári í lífi sínu heldur hverri nýrri viku, hverjum nýjum degi. „Ég fékk fyrst krabba í görn- ina sem var skorinn úr en svo hljóp hann í lifrina. Þetta er ólæknandi, það er ekkert hægt að gera nema halda þessu niðri. Í þessu ljósi er gaman að lifa hvern dag.“ Birgir segir lyf halda krabbamein- inu í skefjum, það hafi ekki hreyft sig undanfarin þrjú ár og hann seg- ist vita til þess að menn hafi lifað með slíku í allt að átta árum eftir greiningu. „En þetta breytir lífinu, þegar maður áttar sig á því að það er ekki endalaust. Maður hugsar lífið á annan hátt, nýtur þess jafnvel betur þegar maður veit að þetta er ekki endalaus yfirdráttur.“ Ljóðabók Birgis, eftir atvikum, er sú sautjánda í röðinni og gefin út af höfundi sjálfum. Í henni eru bæði örsögur og ljóð. Undanfarin ár hefur hann einnig unnið að tón- smíðum og hyggur á útgáfu plötu með frumsömdum ljóðum og lög- um. Þá hefur Birgir unnið að ritun endurminninga. „Ég hef gefið þetta út sjálfur – er svolítið utangarðs,“ segir Birgir. „Það gengur ekki neitt peninga- lega,“ bætir hann við en virðist ekki kippa sér upp við það. „Ég hef allt- af litið á útgáfuna sem skemmtun, sendingu til vina minna fremur er gróðabrall. Eru ekki allir eitthvað að brasa, konur að prjóna eða baka kleinur og setja í poka til að selja? Ætli þetta sé ekki sammannleg þörf, það hafa allir þörf á að búa eitt- hvað til,“ segir Birgir og lýsir sjálfur stöðu utangarðsskáldsins í upphafi ljóðs í nýju bókinni: sumir segja að ljóðskáld séu svolítið skrítin og spili utan deilda Gott þegar gamlar rokkgrúpp- ur fá að hvíla í friði Birgir Svan Símonarson byrjaði ungur að yrkja. Skáldgyðjan er sterk í þeim Símonarsonum en Ólafur Haukur rithöfundur er fjór- um árum eldri. „Ólafur bróðir minn segir að við séum eitthvað tengdir skáldskaparmönnum aftur í ættir en ég hef ekki kynnt mér það, hef aldrei haft áhuga á ættfræði. Ólaf- ur veit þetta miklu betur. Hann er grúskari.“ Ferillinn byrjaði með frægu fólki, þegar Listaskáldin vondu fylltu Há- skólabíó janúarkvöld árið 1976. Reynslan hefur sýnt að þau voru ekki svo vond, enda sagði Megas, einn úr hópnum í Tímaviðtali frá þeim tíma, að þeim hefði verið bent á að listaskáldin góðu væri aðeins notað yfir látin skáld en þau væru öll ofanjarðar. Auk Megasar og Birg- is Svans voru Listaskáldin vondu: Guðbergur Bergsson, Þórarinn Eld- járn, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sigurður Pálsson og Hrafn Gunnlaugsson. „Þetta var frábær hópur, fenó- men, eiginlega svolítið eins og Bítl- arnir. Við ferðuðumst um landið í einkaflugvél, fjármögnuð af verka- lýðshreyfingunni. Þá voru til staðar félagsheimili víða um land, meira og minna rekin af ríkinu. Við lás- um upp og komum fram í þessum félagsheimilum en það voru oft verkalýðsfélögin sem pöntuðu okkur á staðinn, eins hverja aðra rokkgrúppu. Verkalýðsfélög voru yfirleitt menningarlega sinnuð á þessum tíma. Við flugum til Akur- eyrar, Hornafjarðar, Siglufjarðar og fleiri staða. Allt var það vel borgað og skemmtilegt. Stuðmenn voru með okkur þegar við flugum til Hafnar. Þá var tengingin fullkomin, bókmenntir og tónlist. Ég hef ekki séð þetta gerast síðan, að þessar greinar hafi náð svona saman. Það voru þeir Hrafn og Siggi Páls sem voru helsta klíkan í þessu. Þessi áskorun að fylla Háskóla- bíó var hugmynd þeirra. Það þótti ótrúlega ófyrirleitið að láta sér detta svona della í hug. Það væri eins og ljóðskáld í dag ætluðu sér að fylla Egilshöllina.“ Listaskáldin voru að í um það bil tvö ár. „Svo fór hver sína leið og sem betur fer hefur þessi draugur aldrei verið vakinn upp. Það var mjög góð ákvörðun. Það er gott þegar gamlar rokkgrúppur fá að hvíla í friði. Eitt- hvert bókaforlag var að reyna að fá okkur af stað, vildi gefa út bók, en því var hafnað.“ Góða hliðin á Íslendingum Ætla mætti, miðað við þriggja línu ljóð Birgis Svans í nýju bókinni, að hann hefði lítið álit á samfélaginu...: fjallkonan er flutt úr landi skautbúningur til sölu í góða hirðinum ... en svo er alls ekki, að minnsta kosti ekki hvað varðar framlög og leiðsögn til handa ungu fólki sem fetar ekki troðnar slóðir. Hans meg- instarf undanfarna þrjá áratugi hef- ur verið kennsla, fyrst víða um land og síðan í sjö ár við Hjallaskóla í Kópavogi. Þá tók við sú kennsla sem hann sinnir enn í dag. Birgir byggði upp starfsemi í Hvammshúsi í Kópa- vogi þar sem gripið var til sérúr- ræða fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér þjónustu hins hefðbundna skólakerfis. Kennsluaðferðirnar voru óhefðbundnar þar sem mikil áhersla var lögð á verklegan þátt kennslunnar. Nú hefur starfsemi yngri deildar og unglingadeildar verið sameinuð á nýjum stað, Tröð, við Neðstutröð í Kópavogi þar sem unglingarnir eru á neðri hæðinni en yngri nemendur á þeirri efri. „Mér finnst þetta sýna góða hlið á Íslendingum, að hugsa um þá sem hafa átt erfitt í þessum geira,“ segir Birgir. „Grunnskóla- og unglings- árin eru oft erfið mörgum. Þá er karakter okkar að byggjast upp. Það er mikilvægt að hjálpa fólki á þessum aldri. Þetta eru oft fínir krakkar sem hafa ekki náð að fóta sig í stóru skólunum. Margir þeirra sem hafa fengið þessi úrræði hafa komið ágætlega út síðar. Þetta hefur hjálpað þeim að öðlast betri sjálfs- mynd sem hefur komið þeim vel í lífinu. Mér finnst ennþá meira gam- an að fást við stærri hóp. Við erum fimm kennarar með 12-13 börn svo það er mikið lagt í þetta. Þrátt fyrir samdrátt hefur verið staðinn vörður um þetta starf.“ Birgir segir fyrirmyndina að þessu skólastarfi sótta til tveggja skóla í Noregi. Þar hafi börnum meðal annars verið falið það verk- efni að sjá um veðhlaupahesta og rækta hunda. Námið sé aðgerðasn- iðið að hverjum og einum. „Hið sama á við hér. Við höfum lengi rekið hjólreiðaverkstæði og smíða- verkstæði, verið í alls konar föndri.“ Birgir segir hópinn meðal annars hafa unnið við að kljúfa eldivið sem fyrirtækið Funi keypti. „Þannig söfnuðum við peningum, alveg fram að hruni, og fórum með hóp- inn til Danmerkur og vorum í viku í sumarbústað þar. Það er talsvert afrek með krakka sem nánast eng- inn þóttist geta þolað eða verið með stundinni lengur.“ Ekkert vex skáldinu og kennar- anum í augum. Utandeildinni lýkur þannig: ég hef séð ljóðskáld breyta sér í lax synda mót straumnum það kom mér eftir atvikum ekki á óvart Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Maður hugsar lífið á annan hátt, nýtur þess jafnvel betur þegar maður veit að þetta er ekki endalaus yfir- dráttur. Spilað utan deilda Birgir Svan Símonarson gefur út sautjándu ljóðabók sína á sextugsaf- mælinu. Hann fagnar ekki aðeins nýju ári heldur hverjum nýjum degi því ólæknandi krabbamein breytir lífssýn. Ljósmynd Hari Utangarðsskáldið Birgir Svan Símonarson gefur út sína sautjándu bók, eftir atvikum, á sextugsafmælinu. Útkoma nýrrar ljóðabókar Birgis er stór áfangi því hann glímir við ólæknandi krabbamein og fagnar því hverjum nýjum degi. Jónas Haraldsson ræddi við skáldið um lífið og ljóðin, Listaskáldin vondu og þann vörð sem staðinn er um ungmenni sem geta ekki nýtt sér þjónustu hins hefðbundna skólakerfis. 26 viðtal Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.