Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 41
Helgin 4.-6. nóvember 2011 jólahlaðborð 5
UPPLIFÐU JÓLIN
Í EINUM GLÆSILEGASTA SAL LANDSINS
Jólahlaðborð á LAVA - Bláa Lóninu
Helgarnar 25. & 26. nóvember, 2. & 3. desember,
9. & 10.desember og 16. & 17 desember
Verð 7.900 krónur á mann
Innifalið: Jólahlaðborð, fordrykkur
og boðsmiði í Bláa Lónið
„Við viljum þakka fyrir alveg einstaklega vel
heppnað jólahlaðborð. Við vorum alsæl með allt
sem þessu kvöldi tengdist, maturinn var alveg æði,
þjónustan framúrskarandi og veitingastaðurinn
sjálfur svakalega flottur.“
Starfsfólks Frímerkjasölu Íslandsspósts
www.bluelagoon.isBókanir í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is
A
N
TO
N
&
B
ER
G
U
R
S ilfur teflir um þessar mundir fram veglegu jólahlaðborði. Fjölbreytt samsetning þar
sem allir finna eitthvað við sitt hæfi,
hvort sem þeir eru fyrir hið hefð-
bundna eða eitthvað meira framandi.
Gestir njóta veglegrar veislu í einu
sögufrægasta húsi Reykjavíkur í
nýlega uppfærðum veitingastaðnum
sem fléttar saman það allra nýjasta
og klassíkina, jafnt í umhverfi sem
og matargerð.
Hótel Borg hefur á síðustu árum
verið gerð upp af mikilli natni og í
raun að sumu leyti verið færð nær
upprunalegri teikningu Guðjóns
Samúelssonar en líkt og gengur með
veitingastaði þá hefur veitingasalur
Borgarinnar fylgt straumum og tísku.
Reyndar er sannað mál að tískan fer
í hringi og um þessar mundir er mik-
ill áhugi fyrir að líta sér nær í matar-
gerð og fer því vel á því að Silfur sér-
hæfir sig í vestnorrænni matarhefð,
bæði fylgir henni og brýtur hana með
spennandi samsuðu gamla og nýja
tímans.
Eitt breytist seint og það er hinn
sanni jólaandi, hann er alltaf sá sami,
eins núna og hann var fyrir áttatíu og
einu ári þegar fyrst var blásið til jóla-
hlaðborðs á Hótel Borg. Upplýsingar
má finna á síðunni www.silfur.is, með
rafpósti á info@silfur.is eða í síma 578
2008.
Áttugasta og fyrSta jólahlaðborð hótel borgar
Silfurbjöllur hringja
Birta, ylur og jólahlaðborð á Silfri á Hótel Borg
Kynning
Hvaða vín passa
með söltuðu og
reyktu kjöti?
Erfitt getur reynst að finna vín sem passa
vel með söltuðu eða reyktu kjöti. Hálfsæt
og feit hvítvín myndu helst passa með
hamborgarhryggnum: Vín úr
þrúgunni Gewurztraminer,
sérstaklega frá Alsace-
héraðinu í Frakklandi, eru
tilvalin en einnig góður Pinot
Gris. Ef velja ætti rauðvín gæti
vín úr Pinot Noir-þrúgunni
hentað ágætlega. Hangikjötið
þarfnast sætu; sæt hvítvín
eru tilvalin með hangikjö-
tinu til að vinna á móti
seltunni, til dæmis sætur
þýskur Riesling. Sætt
freyðivín gæti líka gengið
upp sem og Gancia Asti.
Rauðvín passa ekki nógu
vel með hangikjöti. Þau
hafa ekki þá eiginleika
sem þarf til mótvægis við
seltu og reyk auk þess
sem tannín og reykt kjöt
eiga sjaldnast samleið.
Portvín
Portvín er ekta vetrardrykkur
sem á það til að gleymast. Þessi
ágæti drykkur er sérstaklega
hentugur í að veita yl í kroppinn
í jólaösinni. Portvín er sætt,
alkóhólríkt og bragðmikið
en um er að ræða styrkt
léttvín sem hefur
fengið að eldast. Góður
„portari“ er tilvalinn
með eftirréttum eða
bara sem eftirréttur í
sjálfu sér. Sandeman
Old Invalid gott dæmi
um flauelsmjúkt portvín
með hæfilegri sætu sem
getur gert góða eftirré-
tti algjörlega frábæra.
sósan ræður víninu
Sósan er sá þáttur sem einna mestu ætti
að ráða um hvaða vín er best að velja með
jólamatnum. Það þýðir lítt að velja létt
rauðvín með hátíðarsósunni sé hún hlaðin
rjóma, ef til vill smjöri og öðru góðgæti.
Vín með mikilli fyllingu er lykilatriði til að
máltíðin öll sé sem best þegar um er að
ræða þykkar og bragmiklar sósur. Gott er
að hafa í huga að sömu þrúgu er gott að
nota í sósuna og drukkin er með matnum.
Þetta þarf samt ekkert endilega að þýða
flott vín í sósu eða lélegt vín á borði, það
nægir að þrúga og stíll sé hinn sami.
Til dæmis er hægt að nota crianza vín í
sósuna og gran reserva vín sömu tegundar
með matnum.