Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 71

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 71
 Hugleikur Æði í Finnlandi SALURINN - hljómar vel SALURINN.IS Þriðjudaginn 8. 11. kl. 20.00 Hallveig Rúnarsdóttir, sópran og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari flytja ljúfa ljóðatónlist. Upplífgandi gleðigjafi í skammdeginu TÍBRÁ LJÓÐAVEISLA Í FARANGRINUM LISTMUNA UPPBOÐ Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is 10% + virðisaukaskattur Söluþóknun Getum enn tekið við verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar. Áhugasamir hafi samband við Ólaf í síma 893 9663 eða oli@gasar.is. Tryggvi Ólafsson Sunnudaginn 20. nóvember | kl. 17.00  london Jazz FJórar íslenskar sveitir spila í BarBican Íslenskur til djass til útflutnings F jórar íslenskar djasshljóm-sveitir munu troða upp á Lond-on jazzhátíðinni, en hátíðin er ein sú virtasta í heimi. Þetta eru Tríó Sunnu Gunnlaugs, Kvartett Ómars Guðjónssonar, Frelsissveit Íslands og Stórsveit Samúels Samúelsson- ar en alls telur hópurinn 25 manns. Goðsögnin Ornette Coleman er aðal- númer hátíðarinnar en þessi aldni saxófónleikari er einn af risum djas- sögunnar. Tildrög þess að íslensku sveitun- um var boðið á hátíðina má, að sögn Péturs Grétarssonar úr Frelsisveit- inni, rekja til þess að fulltrúar sveit- anna, ásamt fulltrúa frá ÚTÓN, sóttu JazzAhead ráðstefnuna í Bremen í vor þar sem viðræður við London Jazzhátíðina voru teknar upp. Sérstakt íslenskt svið verður sett upp í menningarmiðstöðinni Barbi- can Center og þar mun íslenskur djass duna í fjórar klukkustundir samfleytt laugardaginn12. nóvem- ber. Stærsta djasstímarit Bretlands, Jazzwise, sendi fyrr í haust blaða- mann á Djasshátíð Reykjavíkur til að sjá sveitirnar. Afrakstur ferðarinnar birtist í nýju nóvemberhefti tímarits- ins og er þar farið fögrum orðum um íslensku listamennina. Um þessa helgi ætla hljómsveit- irnar hins vegar að hita upp fyrir Lund- únarferðina með tónleikum sem hefj- ast klukkan 16:00 á sunnudag í sal FÍH við Rauðagerði. Boði á London jazzhátíðina fagnað með tónleikum í sal FÍH um helgina. Safnar fyrir plötuútgáfu á netinu Tríó píanóleikarans Sunnu Gunnlaugs er meðal fulltrúa Íslands í Lundúnum um næstu helgi. Sunna og félagar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á trommur, eru einmitt að um þessar mundir að gefa út nýja plötu sem heitir Long Pair Bond. Sunna fer óvenjulega leið við fjármögnun útgáfunnar en hún er í óða önn að safna fyrir henni á netinu. „Já, ég er með herferð á örfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com þar sem áhugasam- ir geta gerst bakhjarlar og heitið á útgáfu disksins gegn skemmtilegum verðlaunum,“ segir Sunna. Hún var meðal fyrstu djassara til að fara þessa fjármögnunarleið þegar hún gaf út diskinn The Dream í fyrra en aðferðin er útbreidd í indípopp- og rokkgeir- anum. Stafræn útgáfa Long Pair Bond kemur út 11.11.11 kl 11:11 (á New York tíma) og verða útgáfutónleikarnir einmitt á djasshátíðinni í London um næstu helgi. Jazzwise Ornette Coleman prýðir forsíðu nóvember- heftisins. Íslensku sveitirnar koma við sögu á fimm síðum þessa tölublaðs. Ljósmynd/Kjartan Einarsson F innskar stúlkur hópuðust að myndlistar- og myndasögu-manninum Hugleiki Dags- syni hvar sem hann fór til þess að fá hjá honum eiginhandaráritun en þetta var þegar Hulli var í Finnlandi á dögunum að kynna bækur sínar sem kenndar eru við „Okkur“. Þýðingar örmyndasagna Hugleiks hafa notið umtalsverðra vinsælda hjá frændum vorum Finnum og hafa náð inn á metsölulista. Stúlkurnar þar í landi hrópa og kalla af hrifningu ef þær komast í tæri við Hugleik og útgefandi hans í Finnlandi, Atena, segir algert Hulla-æði ríkja í land- inu. Útgefandinn finnur þetta ágæt- lega á eigin skinni og segist vart hafa undan við að svara fyrirspurnum finnskra stúlkan um Hugleik. Verið er að ganga frá samningi á nýrri útgáfu bóka Hugleiks í Finn- landi en hér á Íslandi mun bókin Po- pular hits II koma út í næstu viku. Í Popular Hits II heldur Hugleikur áfram að myndskreyta valinkunnar erlendar dægurlagaperlur eftir sínu höfði. -þþ Finnskar stúlkur óðar í Hulla Hugleikur Dagsson hefur gefið út 17 bækur hér á landi og fyrstu þrjár bækurnar hans hafa komið út í um 10 löndum og tveimur heimsálfum. menning 63Helgin 4.-6. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.