Fréttatíminn - 04.11.2011, Qupperneq 71
Hugleikur Æði í Finnlandi
SALURINN
- hljómar vel SALURINN.IS
Þriðjudaginn 8. 11. kl. 20.00
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran og
Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari
flytja ljúfa ljóðatónlist.
Upplífgandi gleðigjafi
í skammdeginu
TÍBRÁ
LJÓÐAVEISLA Í FARANGRINUM
LISTMUNA
UPPBOÐ
Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is
10% + virðisaukaskattur
Söluþóknun
Getum enn tekið við verkum fyrir næsta
listmunauppboð okkar.
Áhugasamir hafi samband við Ólaf
í síma 893 9663 eða oli@gasar.is.
Tryggvi Ólafsson
Sunnudaginn 20. nóvember | kl. 17.00
london Jazz FJórar íslenskar sveitir spila í BarBican
Íslenskur til djass til útflutnings
F jórar íslenskar djasshljóm-sveitir munu troða upp á Lond-on jazzhátíðinni, en hátíðin er
ein sú virtasta í heimi. Þetta eru Tríó
Sunnu Gunnlaugs, Kvartett Ómars
Guðjónssonar, Frelsissveit Íslands
og Stórsveit Samúels Samúelsson-
ar en alls telur hópurinn 25 manns.
Goðsögnin Ornette Coleman er aðal-
númer hátíðarinnar en þessi aldni
saxófónleikari er einn af risum djas-
sögunnar.
Tildrög þess að íslensku sveitun-
um var boðið á hátíðina má, að sögn
Péturs Grétarssonar úr Frelsisveit-
inni, rekja til þess að fulltrúar sveit-
anna, ásamt fulltrúa frá ÚTÓN, sóttu
JazzAhead ráðstefnuna í Bremen í
vor þar sem viðræður við London
Jazzhátíðina voru teknar upp.
Sérstakt íslenskt svið verður sett
upp í menningarmiðstöðinni Barbi-
can Center og þar mun íslenskur
djass duna í fjórar klukkustundir
samfleytt laugardaginn12. nóvem-
ber.
Stærsta djasstímarit Bretlands,
Jazzwise, sendi fyrr í haust blaða-
mann á Djasshátíð Reykjavíkur til að
sjá sveitirnar. Afrakstur ferðarinnar
birtist í nýju nóvemberhefti tímarits-
ins og er þar farið fögrum orðum um
íslensku listamennina.
Um þessa helgi ætla hljómsveit-
irnar hins vegar að
hita upp fyrir Lund-
únarferðina með
tónleikum sem hefj-
ast klukkan 16:00 á
sunnudag í sal FÍH
við Rauðagerði.
Boði á London jazzhátíðina fagnað með tónleikum í sal FÍH um helgina.
Safnar fyrir plötuútgáfu á netinu
Tríó píanóleikarans Sunnu Gunnlaugs er meðal fulltrúa Íslands í Lundúnum um
næstu helgi. Sunna og félagar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Scott McLemore á
trommur, eru einmitt að um þessar mundir að gefa út nýja plötu sem heitir Long Pair
Bond. Sunna fer óvenjulega leið við fjármögnun útgáfunnar en hún er í óða önn að
safna fyrir henni á netinu.
„Já, ég er með herferð á örfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com þar sem áhugasam-
ir geta gerst bakhjarlar og heitið á útgáfu disksins gegn skemmtilegum verðlaunum,“
segir Sunna. Hún var meðal fyrstu djassara til að fara þessa fjármögnunarleið þegar
hún gaf út diskinn The Dream í fyrra en aðferðin er útbreidd í indípopp- og rokkgeir-
anum. Stafræn útgáfa Long Pair Bond kemur út 11.11.11 kl 11:11 (á New York tíma) og
verða útgáfutónleikarnir einmitt á djasshátíðinni í London um næstu helgi.
Jazzwise Ornette
Coleman prýðir
forsíðu nóvember-
heftisins. Íslensku
sveitirnar koma við sögu á fimm síðum
þessa tölublaðs.
Ljósmynd/Kjartan Einarsson
F innskar stúlkur hópuðust að myndlistar- og myndasögu-manninum Hugleiki Dags-
syni hvar sem hann fór til þess að
fá hjá honum eiginhandaráritun en
þetta var þegar Hulli var í Finnlandi á
dögunum að kynna bækur sínar sem
kenndar eru við „Okkur“.
Þýðingar örmyndasagna Hugleiks
hafa notið umtalsverðra vinsælda hjá
frændum vorum Finnum og hafa náð
inn á metsölulista. Stúlkurnar þar í
landi hrópa og kalla af hrifningu ef
þær komast í tæri við Hugleik og
útgefandi hans í Finnlandi, Atena,
segir algert Hulla-æði ríkja í land-
inu. Útgefandinn finnur þetta ágæt-
lega á eigin skinni og segist vart hafa
undan við að svara fyrirspurnum
finnskra stúlkan um Hugleik.
Verið er að ganga frá samningi á
nýrri útgáfu bóka Hugleiks í Finn-
landi en hér á Íslandi mun bókin Po-
pular hits II koma út í næstu viku.
Í Popular Hits II heldur Hugleikur
áfram að myndskreyta valinkunnar
erlendar dægurlagaperlur eftir sínu
höfði. -þþ
Finnskar stúlkur óðar í Hulla
Hugleikur Dagsson hefur gefið út
17 bækur hér á landi og fyrstu þrjár
bækurnar hans hafa komið út í um 10
löndum og tveimur heimsálfum.
menning 63Helgin 4.-6. nóvember 2011