Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 04.11.2011, Blaðsíða 56
48 heilsa Helgin 4.-6. nóvember 2011 v Ath. lAgersAlAn er í kAuptúni (gegnt ikeA, við hliðinA á verslunum tekk-compAny og hAbitAt) Opið virka daga 13–18, laugardaga kl.10–17 og sunnudaga kl. 13–17 Sími 564 4400 lAger tekk-compAny sAlA 50 80 % Afsláttur til 6 kerti í pk. 357 kr. kertAluktir frá 550 kr. snAgAhillA 7.560 kr. 6 glös í pk. 1.770 kr. 70% 60% 60% 60% 70% gjAfAbox 1.960 kr. 4 stk. sAmAn F A B R I K A N  Heilsa Bæta þarf aðgengi að hollustuvörum s jálfsalar eru að mörgu leyti merkileg fyrirbæri og kostir sjálfsala eru margir út frá viðskiptalegu sjónarmiði. Menn uppgötvuðu það til dæmis fljótlega að sjálfsalinn hefur það fram yfir starfsfólk að hann biður aldrei um frí, veikist ekki og getur unnið allan sólarhringinn sleitulaust. Hann tekur bara staðgreiðslu, lánar ekki, þarf enga þjálfun og malar gull á meðan eigandinn sefur. Mark- aðs- og sölukostnaður er enginn. Hvað er hægt að hafa það betra? Það eina sem eigandinn þarf að gera er að finna góða staðsetningu. Það var því ekki að undra að vöxtur á sölu vöru og þjónustu með sjálfsölum hafi aukist gríðarlega frá því að fyrirbærið kom fram í London um árið 1880. Í fyrstu voru það póstkort sem voru seld í sjálfsölum í Bretlandi en í Bandaríkjunum færðu menn sig fljótlega uppá skaftið og tóku að selja sælgæti, sígarettur, áfengi, og aðrar neysluvörur sem höfðu langan líftíma. Íslenskir spítalasjálfsalar stútfullur af nammi Nú er svo komið að sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönn- um eiga í viðskiptum við sjálfsala á hverjum einasta degi ársins. Japanir slá þó öllum þjóðum við en þar er varla hægt að þverfóta fyrir sjálfsölum og er einn sjálfsali á hverja 23 íbúa eða um 7 milljónir sjálfsala! Sé horft til Íslands eru sjálfsalar víða. Það sem vekur þó sérstaka athygli hér á landi er að sjálfsalar eru helst staðsettir á spítölum, heilbrigðisstofnunum, framhalds- skólum, íþróttahúsum, sundlaugum og háskólum! Það sem meira er að í þeim er ekkert af vörum sem eru holl- ar og góðar og í fæstum þeirra er hægt að finna það sem mætti kalla mat í eiginlegum skilningi þess orðs. Það er eins og það sé lögmál að eingöngu sé hægt að selja í þeim vörur sem eiga það sammerkt að innihalda litla næringu, litlar trefjar, en innihalda mikinn sykur, eða sætuefni og of mikið salt. Oftast er því þannig háttað að því lengri sem líftími vara er því meira hefur verið bætt við af rotvarnarefnum og öðrum óæskilegum efnum í vöruna. Það er nefnilega að koma betur og betur í ljós að því lengri sem líftími matvörunnar er sem við borðum þeim mun styttri verður okkar eigin líftími. Neysla á mat sem hægt er að fá í sjálfsala mun seint auka hreysti okkar og heilbrigði. Hugsanlega er vöru- framboð í sjálfsölum hér á landi ein af stóru skýringum á því af hverju þjóðin hefur fitnað jafn hratt og raun ber vitni. Það kemur því á óvart að spítalar og skólar, oftar en ekki í eigu ríkisins, skuli vera samningsaðilar rekstraraðila sjálfsala sem bjóða svo óhollt vöruframboð og raun ber vitni fyrir ungt fólk og sjúklinga. Fordæmi hins opinbera Allir vilja að börnin okkar borði holla og góða fæðu en þegar aðgengi að slíkum mat er ekki til staðar þá er erfitt að krefjast þess. Það eru ungmenni og veikt fólk sem þurfa virkilega á því að halda að hafa aðgengi að hollum mat. Hver ber ábyrgð á að þau hafa ekki val og þau eru tilneydd að borða það sem er auðvelt og hand- hægt að ná í? Ríki og sveitarfélög ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og taka inn hollar vörur í sjálfsala á spítölum og í skólum. Hvað kemur í veg fyrir að hafa sjálfsala sem selja, hnetur, möndlur, rúsínur, múslí og lífræna jógúrt, gulrætur, epli, banana, þurrkaða ávexti, hollustu samlokur, hreinan ávaxtasafa, döðlur, trönuber, fræ og svo mætti lengi telja? Það skiptir máli hvað við borðum – já það skiptir öllu máli. Við þurfum ekki að efast um það öllu lengur. Við þurfum að bjóða upp á gott aðgengi að góðum mat sem byggir okkur upp og gerir okkur gott! Þar geta margir gert miklu betur, líklega kæmi mörgum á óvart þegar það kemur í ljós að meiri eftirspurn er eftir betri mat en margir halda. Hver ætlar að ríða á vaðið og byrja? Sykurhúðaðir spítalasjálfsalar Sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eiga í viðskiptum við sjálfsala á hverjum einasta degi ársins. Japanir slá þó öllum þjóðum við en þar er einn sjálfsali á hverja 23 íbúa. Hollara að sofa við lágan hita Veturinn er kominn. Um leið og kólnar freistast margir til þess að hækka á ofnum. Vísir menn benda hins vegar á að hollara sé að sofa við tiltölulega lágan hita svo menn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kynda. Jótlandspósturinn danski hefur það eftir Mikael Rassmussen svefnsérfræðingi að menn sofi best þegar hitinn í svefnherberginu sé á milli 13 og 18 gráður. Hætt er við að Íslendingum þyki þetta heldur kalt enda yfirleitt heitara í húsum hér en í Danmörku. Hérlendir færu væntanlega skjálfandi í háttinn í þrettán gráðunum. Rassmussen segir æskilegt að kaldara sé í svefnherbergjum en í öðrum vistarve- rum. Ástæðan er sú, að hans sögn, að innra hitastýringarkerfi mannskepnunnar virkar ekki í svokölluðum REM-svefni, sem er hinn létti svefn. Margir vakna því sveittir ef of heitt er í svefnherberginu. Hann tekur þó fram að þetta sé einstak- lingsbundið, 13-18 stiga hiti sé aðeins til viðmiðunar. Kannanir sýni enn fremur að konur sækjast fremur eftir meiri hita í svefnherbergjum en karlar. Dæmigerður sjálfsali á íslenskri heilbrigðisstofnun: Troðfullur af sælgæti. Ljósmynd/Hari Kristján Vigfússon kennari í Háskólanum í Reykjavík Þórdís sigurðardóttir félagsfræðingur og heilsuráðgjafi hjá IIN www.kolbrunbaldurs.is Upplýsingavefur um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni. Í ínum sporumbb Frjáls og frír adgangur ad frædslu og leidbeiningum höldum saman Smáralind 201 Kópavogur Hverafold 1-3 112 Reykjavík 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Opnunartími Hverafold: Virka daga 8:00–18:00 og föstudaga 8:00–18:30 Opnunartími í Smáralind: Virka daga 11:00–19:00 og laugardaga 11:00–18:00 SKYRTUTILBOÐ! 300 kr. skyrtan – ef komið er með þrjár eða fleiri í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.