Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Síða 2

Fréttatíminn - 24.02.2012, Síða 2
Oddný plús þrír til New York fyrir 1,4 milljónir Fjórir fulltrúar skóla og frístund- aráðs fóru í sex daga ferð til New York borgar til að kynna sér meðal annars „hvernig skapandi greinar eru samþættar öðrum námsgreinum í leik- og grunnskólastarfi.“ Heildar- ferðakostnaðurinn var 1.390 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingafull- trúa sviðsins, Sigrúnu Björnsdóttur, fóru borgarfull- trúinn Oddný Sturludóttir, sem er for- maður sviðsins, Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir. Hún greiddi flugfargjaldið sjálf og var þrjá daga með hópnum. Í skriflegu svari Sigrúnar segir að einn dagur ferðarinnar hafi tengst Biophiliu-verkefninu, sem borgin vinnur með Björk. Í október keypti borgin fimmtán spjaldtölvur vegna verkefnisins fyrir eina milljón króna. „Framtíðarfjárfesting,“ var svar borgarinnar. - gag Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í þremur lágvöruverðverslunum og fjórum stórmörkuðum á höfuð- borgarsvæðinu og Ísafirði 20. feb- rúar. Verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt. Hæsta verðið var oftast hjá Samkaupum-Úrvali eða í um helmingi tilvika. Í yfir helmingi tilvika var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði allt að 25 prósent og í þriðjungi tilvika var á milli 25-50 pró- senta verðmunur. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru til hjá Hagkaupum eða 104 af 110, næstflestar hjá Fjarðarkaupum eða 101, Nóatún og Samkaup Úrval áttu til 94. Fæstar vörurnar í könnuninni voru fáanlegar í Bónus eða 81, Nettó átti 85 og Krónan 92. Bónus var með lægsta verðið á 63 vörutegundum af þeim 110 sem skoðaðar voru. Krónan var lægst í 29 tilvikum og Fjarðar- kaup í 15. -jh Krónuverð olíu aldrei hærra Olíuverð á heimsmarkaði hefur ekki verið hærra í krónum talið en nú, þótt dollaraverð hafi áður verið hærra. Í gær kostaði tunna af Brent- olíu 123,8 dollara. Algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu er nú 252,9 krónur en var 229,9 krónur um áramótin. Þar sem eldsneyti vegur tæplega 6 prósent af vísitölu neysluverðs hefur þessi þróun sett mark á verðbólguþróunina. Greining Íslandsbanka segir að eldsneytishækkunin hafi hækkað vísitölu neysluverðs um 0,3 prósent í janúar en vísitalan hefði verið óbreytt ef eldsneytið hefði ekki hækkað. - jh L ögreglan skráði 78 brot og verkefni á Monte Carlo í skýrslu sem lögð var fyr- ir borgarráð til þess að styðja þá ákvörðun hennar að framlengja ekki rekstrarleyfi staðarins. Önnur 48 voru skráð í nágrenni staðarins. Úr þeirri skýrslu sem snýr beint að staðnum má sjá ótal dæmi, þar sem lögreglan hefur verið kölluð á vett- vang og Margeir Margeirsson, eig- andi Monte Carlo og Mónakó – sem einnig hefur verið synjað um rekstr- arleyfi, rengir að tengist staðnum. Dæmi: 1) Klukkan er 18.43 þann 25. júní 2010 situr ofurölvi maður ská á móti Monte Carlo á Laugavegi þegar lög- reglan kemur að. Málið er skráð á Monte Carlo. 2) Fjórða júlí sama ár klukkan 15.25 kom lögreglan á vettvang vegna deilna milli konu með hníf og starfsfólks Monte Carlo. Málið er skráð á Monte Carlo. Eigandi stað- arins segir að starfsmennirnir hafi verið að varna því að konan, sem hafi verið til vandræða á Laugavegi í mörg ár, kæmist inn. 3) Þann 6. ágúst er góðkunningja ekið í Gistiskýlið „hvar tekið var við honum.“ Hann var öldauður utan- dyra. Málið er skráð á Monte Carlo. 4) Fjórum dögum síðar var brotin lítil rúða í vinstri afturhurð bifreið- ar. Inn í henni svaf karlmaður. Eig- andi bifreiðarinnar saknaði einskis. Málið er skráð á Monte Carlo. 5) Tilkynnt þann 7. september að þrír séu að berja einn. Fórnarlambið segir þá hafa ráðist á sig fyrir utan Monte Carlo. Málið skráð á Monte Carlo. 6) Starfsmaður Monte Carlo hringir á lögreglu og biður hana um að fjarlægja mann fyrir utan hjá þeim, sem sé æstur og til leiðinda. Málið skráð á Monte Carlo. 7) Karlmaður stelur kjöti í Bón- us 11. október kl. 16.11. Lögregl- an fær tilkynningu um mann með ætlað þýfi við Monte Carlo. Mað- urinn fannst við bílastæðahúsið við Laugaveg 86. Málið er skráð á Monte Carlo. 8) Lögreglan fær þann 17. október 2010 tilkynningu um meðvitundar- lausan mann eftir líkamsárás. Sá engan og vissi ekki hver hefði til- kynnt um atburðinn. Málið skráð á Monte Carlo. Í óbirtu samtali við Fréttatímann í lok janúar sagði Óttarr Proppé, for- maður borgarráðs, kvartanir íbúa, verslunareigenda og afskipti lög- reglu af viðskiptavinum staðanna Monte Carló og Mónakó á Lauga- vegi ástæðu þess að lögreglan hafi synjað Margeiri um áframhaldandi rekstrarleyfi fyrir staðina. Málið er nú í meðferð innanríkis- ráðuneytisins og verður úrskurður þess kveðinn upp áður en bráða- birgðaleyfi staðanna, sem fékkst með kærunni Margeirs þangað, fellur úr gildi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, segir að allar athugasemdir og ábendingar frá Margeiri hafi verið teknar til skoðunar að hálfu borg- aryfirvalda. Ekki sé hægt að tjá sig meira um málið vegna kærumeð- ferðinnar. Spurður hvort hann teldi að staðan í miðbænum yrði betri hyrfu þessir staðir á braut svarar hann. „Ég hef enga sérstaka skoðun á því.“ Margeir rak umdeildan Keisar- ann frá 1989, sem margt óreglu- fólk sótti. Árið 1993 opnaði hann Mónakó og keypti Langa barinn og breytti í Monte Carlo árið 2005. Þangað hafa ógæfumenn sótt en Margeir bendir á að staðirnir hafi aldrei farið í þrot og skipt um kenni- tölu. Á öðrum staðanna, Monte Carlo, var framið morð í fyrra. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Kjöti stolið í Bónus en málið skráð á Monte Carlo Margeir Margeirsson, eigandi staðanna Monte Carlo og Mónakó sem margir ógæfusamir menn sækja, er afar ósáttur við að brot sem framin eru í námunda við Monte Carlo séu skráð á staðinn. Hann berst nú fyrir lífi staðanna, sem hafa misst rekstrarleyfi en eru reknir þar til innanríkis- ráðuneytið hefur úrskurðað um réttmæti leyfissviptingarinnar. Hér er Margeir Margeirsson á Mónakó en hann á einnig Monte Carlo. Margt ógæfusamt fólk sækir þessa staði en Margeir bendir á að staðir hans hafi aldrei farið í þrot eða skipt um kennitölu. Mynd/Hari  Miðborgin  Laxá á ásuM „gegndarLaus“ Matskostnaður Arðskrármatið lækkað um tvær milljónir króna Stjórn veiðifélags árinnar telur kostnaðinn enn of háan en „með tár í auga“ er gengið að lækkunartilboði matsnefndarinnar. M atskostnaður vegna arðskrármats Laxár á Ásum hefur verið lækk- aður en stjórn veiðifélags árinnar undraðist „gegndarlausan“ kostnað við mat hennar. Matskostnaður nam rúmlega 9,2 milljónum króna, langt umfram kostnað við mat annarra veiðiáa, eins og fram kom í Frétta- tímanum síðastliðinn föstudag. „Stuttu eftir útkomu blaðsins fékk ég símtal þar sem mér var boðin tveggja milljóna króna lækk- un á matskostnaði,“ segir Páll Á. Jónsson, formaður stjórnar Veiði- félags Laxár á Ásum. „Eftir að hafa ráðfært mig við stjórn félagsins og þorra eigenda var niðurstaðan sú að skynsamlegast væri að ganga að þessu. Þetta gerðum við þrátt fyrir að við séum þeirrar skoðunar að upphæðin sé enn of há,“ segir Páll. Fram kom í Fréttatímanum að stjórn veiðifélagsins hafði hafnað réttmæti reikninga matsnefndar- innar umfram rúmlega 4,3 milljón- ir króna. Sérstök athugasemd var gerð við nær 10 þúsund kílómetra akstur matsnefndarmanna og að nefndin hefði ekki nýtt sér nútíma fjarskiptatækni. Jafnframt var bent á að Laxá á Ásum væri tiltölulega stutt og ekki með neinum þverám. Kostnaður við mat annarra áa und- anfarið hefur verið frá 1,2 til 6,3 milljóna króna. Matsnefndin taldi hins vegar að arðskármatið hefði verið óvenju umfangsmikið. „Það er óvissa með mál fyrir dóm- stólum og alltaf hætta á að menn standi uppi með óbættan málskostn- að,“ segir Páll, „en einn eigandi ár- innar orðaði það svo að við sam- þykktum tilboðið með tár í auga.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Laxá á Ásum. Ljósmynd Hanna Kristín Gunnarsdóttir Myndatexti: (7496 Laxá) FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD 2 fréttir Helgin 24.-26. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.