Fréttatíminn - 24.02.2012, Page 22
Páskabjórinn 2012
Reglubróðir úr belgísku klaustri bestur
Benedikt Klausturbjór þótti bestur páskabjóranna í ár að mati dómnefndar.
Páska-bockinn fylgdi þó fast á eftir.
Þ ó enn sé rúmur mánuður til páska er páskabjórinn kominn
á markað. Undanfarin ár
hefur verið mikil gróska
í framleiðslu árstíðabjóra
hér á landi og í ár eru fimm
sérbruggaðir íslenskir
páskabjórar á markaðinum.
Þetta er skemmtileg hefð
sem vert er að halda í en
hvað er það sem setur páska
í páskabjór?
Dómnefndin sem að
vanda er skipuð miklum
bjóráhugamönnum úr
Fágun, Félagi áhugamanna
um gerjun, vill meina að
til að teljast „páska“ þurfi
Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson
matur@frettatiminn.is
Víking
Páskabock
6,7%
330 ml. 429 kr.-
Ummæli Dómnefndar:
Mjög dökkur á lit,
froðumikill og flottur
miðað við Bockstílinn.
Lyktar af mjúkri kara-
mellu sem kemur lika
fram í bragðinu ásamt
dökkum ávöxtum og
brenndum púðursykri.
Hann er mjúkur og fyll-
ingin er góð. Klárlega
góður páskabjór sem
passar þeim sem vilja
prófa eitthvað öðruvísi
þessa páskana. Þennan
bjór er gott að drekka
með eftirmat eða einan
og sjálfan.
Viking
Páskabjór
4,8%
330 ml. 339kr.-
Einkunn: 80%
Ummæli Dómnefndar:
Páskalega gulbrúnn á lit.
Flott karamella í lyktinni.
Bjórinn er bragðmikill,
þægilega humlaður með
skemmtilega beiskju
en vantar þó meiri
sætu á móti til að halda
jafnvægi auk þess sem
hann mætti vera örlítið
sterkari. Að öðru leyti er
þetta mjög góður bjór og
vantar bara herslumun-
inn til að teljast frábær.
Víking kemur vissulega
skemmtilega á óvart í ár
með sinn besta árstíðar-
bjór lengi.
85%
DómnefnD
80%
DómnefnD
Páskakaldi
5,2%
330 ml. 369 kr.-
Ummæli Dómnefndar:
Djúprauður og
flottur litur. Brennd
karamella í lykt og
jafnvel útí súkkulaði
sem passar vel við
páskaeggið. Tónar af
dökku malti í bragð-
inu sem er heldur
þunnt miðjumoð
og mætti við meiri
fyllingu. Þægileg og
óágeng beiskja en
vantar sætu. Þetta
er samt alveg ágætis
páskabjór en er þó
meiri söturbjór en
matarbjór.
Benedikt
Klausturbjór nr. 9
(Páskabjór)
7%
330 ml. 449 kr.-
Ummæli Dómnefndar:
Flottur litur. Fersk lykt
með gerkarakter sem
minnir á vorið, mjög
páskalegt og gott.
Appelsíukeimur í
bragðinu, maltríkur og
sætur. Gott og eilítið
gróft eftirbragð sem
lifir vel og lengi. Fjöl-
breyttur og með góða
áferð. Hentar eflaust
betur sem lystauki fyrir
mat en sem matarbjór.
Ef páskabjórar eiga að
minna á sumarið þá
gerir þessi bjór það með
glæsibrag.
80%
DómnefnD
90%
DómnefnD
Páskagull
5,2%
330 ml. 299 kr.-
Ummæli Dómnefndar:
Dekkri litur en
vanalega frá Gull
árstíðabjórum.
Skemmtileg lykt en
bragðið svíkur lyktina.
Það vantar meiri kara-
mellu og malt til að
hann teljist fullvaxta
páskabjór. Hann er
minnst spes af öllum
páskabjórunum og
minnir á hefðbundinn
lagerbjór. Þó er óhætt
að segja að hann sé
bragðgóður bjór sem
hentar vel þeim sem
vilja fá sér páskabjór
en vilja ekki vera
mjög ævintýragjarnir
í valinu.
70%
DómnefnD
DómnefnDin
Erlingur
Brynjúlfsson er verk-
fræðingur sem hefur
bruggað í þrjú ár og þá
helst belgíska
dubbel- eða
bockbjóra
Sigurður
Guðbrandsson er í
stjórn Fágunar og hefur
bruggað sjálfur í þrjú ár.
Hann bruggar helst
humlað amerískt
ljóst öl.
Halldór Ægir
Halldórsson
Formaður Fágunar og
mikill áhugamaður um
bruggun sem hann hefur
stundað í þrjú ár og er
sjúkur í reykta
bjóra. Óttar Örn
Sigurbergsson
Innkaupastjóri sem hefur
bruggað í félagi við aðra
í þrjú ár og er veikur
fyrir reyktum bjórum og
belgískum „strong
ale“.
páskabjór að hafa til að bera
karamellu- og maltkeim og
vera aðeins sterkari en hefð-
bundinn bjór. Einnig telst
það vera kostur ef bjórinn
nær því að vera frísklegur
og tengja þannig saman
þungan veturinn og létt-
lynt sumarið. Það skemmir
heldur ekki ef páskabjórinn
gengur vel upp með páska-
máltíðinni já, eða páskaegg-
inu nema hvort tveggja sé.
Dómnefndi var einróma um
að gæði páskabjórsins í ár
væru mikil og að aukinn
metnaður bjórframleið-
anda í framleiðslu árs-
tíðabundinna bjóra leyndi
sér ekki.
Föstudaginn 2. mars fylgir Fréttatímanum
sérkafli um fermingar; þar segir af öllu því sem
þessum tímamótum fylgir í máli og myndum.
Fartölvur verða í brennidepli þann
9. mars í sérkafla og 16. mars fylgir
viðamikil umfjöllun um fermingar-
gjafir blaðinu.
Nánari upplýsingar veita starfsmenn
auglýsingadeildar í síma 531 3310 eða
á auglysingar@frettatiminn.is
Fermingar
22 úttekt Helgin 24.-26. febrúar 2012