Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 24.02.2012, Qupperneq 54
Helgin 24.-26. febrúar 201246 tíska Eftirsóttasta fyrir- sætan á tískuvikunni Tískutímaritið Style stóð fyrir könnun á dögunum þar sem hægt var að kjósa flottustu og faglegustu fyrir- sætuna á tískuvikunni í New York. Var það Victoria’s Secret-ljóskan Candice Swanepoel sem bar sigur úr býtum og fór fjórðungur atkvæða til hennar – sögðu kjósendur að frammistaðan hennar í Michael Kors-sýningunni hafi gert útslagið. Þær Kati Nescher og Aymeline Valade deildu öðru sætinu en 24 prósent kjósenda kusu þær. Ofur- fyrirsætan Gisele Bündchen, sem hefur verið eftirsóttasta fyrirsætan síðstu ár, þurfti að sætta sig við fjórða sætið en aðeins 7 prósent kjósenda kusu hana. Kolfinna lokar sýningu Marc Jacobs Hin nítján ára Kolfinna Kristófersdóttir, sem hafnaði í öðru sæti í ís- lensku Ford fyrirsætu- keppninni í fyrra, lokaði – eða kom síðust fram – tískusýningu hönnuð- arins Marc Jacobs á tískuvikunni í New York dögunum. Þetta þykir mikill heiður að vera síðasta fyrirsætan af tískupallinum og gerði hún það vel í fallegum svörtum kjól með glans- andi hatt í stíl. Kolfinna var eftirsótt af fleirum en Jacobs, stór tísku- hús falast eftir kröftum hennar og var þetta áberandi á tískuvikunni í London; eins og House of Holland, Acne og opn- aði hún sýninguna hjá hönnuðnum Christpher Kane, sem þykir einnig mikill heiður. Þrátt fyrir að rúmt ár sé síðan Kolfinna hóf feril sinn er ljóst að hún er að gera eitthvað rétt og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Candice Swanepoel í tísku- sýningu Michael Kors á dögunum. 1 Kolfinna þann 14. febrúar á tískuvikunni í New York þar sem hún lokaði sýningunni. 2 Kolfinna sýnir fyrir tískuhúsið House of Holland þann 18. febrúar í London. 3 Kolfinna opnaði tískusýningu Christopher Kane þann 20. febrúar. 1 2 3 Tískuvikunni í New York lauk í síðustu viku en þar sýndu helstu hönnuðir heims nútímalega tísku fyrir næsta haust. Þar mátti sjá hvað hönnuðir eru samstíga þegar kemur að hanna tísku fyrir fram- tíðina og á tískuvikunni í New York voru sum „trend“ meira áberandi en önnur. Kringlótt gleraugu voru áberandi á tísku- pöllunum vestanhafs og sækja hönnuðir innblástur til hippatímans. Þrátt fyrir að gleraugun séu klassísk og töff, ná þau ekki fótfestu sinni í tískuheiminum ef marka má tískugagnrýnendur. Mittisbelti voru einstaklega vinsæl meðal hönnuða á tískuvikunni, en þessi tíska var síðast áberandi á tískupöllunum fyrir fimm árum. Það þykir áhugavert meðal tískuspekúlanta þegar slíkt kemur aftur inn, en yfirleitt þarf að bíða eftir því í nokkra áratugi. Beltin voru í öllum regnbogans litum en hönnuðurinn Phillip Lim skar sig úr og notaði eingöngu glær mittisbelti á sínar fyrirsæturnar. Tískan á pöllunum Glæru beltin vinsælu hjá hönnuðinum Phillip Lim. Ameríski hönnuðurinn Anna Sui með flotta hönnun. – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 82 18 0 1/ 12 Spirulina Sunny Green Eykur brennslu, þrek og þol. 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 Tískumerkið Betsey Johnson frumsýnir hvít og áberandi gleraugu í New York. Svartir leðurhansk- ar sem dregnir eru upp á olnboga var tíð sjón á tískupöll- unum. Hönnuður- inn Diane Von Fur- stenberg er líklega sá sem notaði þetta helst, en hún paraði saman allan fatnað við svarta, mismunandi leður- hanska. Tískuhúsið Rag & Bone notaði eingöngu brún belti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.