Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 6

Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 6
GOLFKORTIÐ FRÍTT MEÐ ÁRSÁSKRIFT GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND: FERÐAÁVÍSUN FRÁ ÚRVAL - ÚTSÝN 40% FLEIRI BOLTAR ÞEGAR KEYPT ER BOLTAKORT Í BÁSUM 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM HJÁ HOLE IN ONE GOLFKLÚBBUR VESTMANNAEYJA GOLFKLÚBBUR HELLU GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA GOLFKLÚBBURINN KIÐJABERG GOLFKLÚBBUR BAKKAKOTS GOLFKLÚBBUR ÞORLÁKSHAFNAR GOLFKLÚBBURINN HÚSAFELLI GOLFKLÚBBURINN ÞVERÁ GOLFKLÚBBURINN GEYSIR GOLFKLÚBBURINN FLÚÐIR GOLFKLÚBBUR HVERAGERÐIS GOLFKLÚBBUR SANDGERÐIS GOLFKLÚBBUR BORGARNESS GOLFKLÚBBURINN GLANNI GOLFKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS GOLFKLÚBBURINN MOSTRI KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á SKJARGOLF.IS A thafnamaðurinn Heiðar Már Guðjónsson hef- ur stefnt Reyni Trausta- syni, ritstjóra DV, vegna leiðara sem ritstjórinn skrifaði 26. nóvember á síðasta ári. Fer hann fram á að leiðarinn í heild sinni verði dæmdur dauður og ómerkur og vill fá eina milljón króna í miskabætur. Þessi stefna bætist við aðra stefnu Heiðars Más á hendur starfsmönnum DV en hann hafði áður stefnt Reyni og meðritstjóra hans, Jóni Trausta Reynis- syni, sem og fréttastjóranum Inga Frey Vil- hjálmssyni, vegna umfjöllunar blaðsins um meinta stöðutöku Heiðars Más gegn íslensku krónunni í aðdraganda hrunsins 2008. Samkvæmt stefnunni sem Fréttatíminn hefur undir höndum telur Heiðar Már að skrif Reynis vegi að æru hans að tilefnislausu auk þess sem aðdróttanir um lögbrot geti ekki fengið að standa óáreittar. Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Heiðars Más, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Reynir Traustason, ritstjóri DV, gefur ekki mikið fyrir þessa stefnu í samtali við Fréttatímann og hót- ar gagnstefnu á hendur Heiðari Má vegna óhróðurs í garð blaðsins og þeirra sem þar starfa. „Þessi stefna lýsir heift þessa manns. Honum nægir ekki að stefna mér einu sinni heldur er það nú í annað sinn. Að þessu sinni vegna skoðana minna. Ég hef metið Heiðar Má sem dindilmenni og hyggst standa við það álit mitt fyrir dómi. Það fær enginn mannlegur máttur mig til að skipta um skoðun í þeim efnum. Það er dálítið skondið að bloggarinn Bubbi Morthens kallaði Heiðar hiklaust krónuníðing. Heiðar fer ekki í mál við hann vegna þess en stefnir leiðarahöfundi DV sem þó komst að þeirri niðurstöðu að aðrir hefðu reynst krónunni skeinuhættari en hann,“ segir Reynir og bætir við að hann og hans fólk muni mæta honum af fullri hörku fyrir dómi. Fjölmörg mál hafa hrannst upp á hendur DV og starfsmönnum blaðsins á undanförnum mánuðum. Eins og Fréttatíminn greindi frá eru tíu meiðyrða- mál tengd blaðinu að velkjast um í kerfinu á mis- munandi dómstigum. Spurður um það segir Reynir að það sé í tísku nú um stundir hjá skrúðkrimmum og ýmsum vafasömum einstaklingum að draga fjöl- miðlafólk og aðra fyrir dómstóla. „Þetta er líklega gert í þeim tilgangi að knésetja okkur og aðra sem fjalla um útrásarvíkinga og aðra slíka. Við sjáum líka að forystumenn Hells Angels eru að stefna yfirvöldum á Íslandi. Við erum þó ekki að kljást við þann hóp manna. Það er margur svartur sauðurinn að berjast fyrir dómstólum,“ segir Reynir. oskar@frettatiminn.is Heiðar Már stefnir Reyni Traustasyni Vill fá milljón frá ritstjóra vegna leiðara sem hann skrifaði í DV í nóvember í fyrra.  dómsmál meiðyrðAmál Heiðar Már Guðjónsson vill heilan leiðara Reynis Traustasonar dæmdan dauðan og ómerkan. Ljósmynd/Hari Ef leiðarinn í heild fæst ekki dæmdur dauður og ómerkur vill Heiðar Már fá eftirfarandi ummæli dæmd dauða og ómerk: a) „Ekkert í fortíð hans bendir til þess að hann hafi auðgast með þeim hætti að hagsmunir hans og þjóðarinnar fari saman, þvert á móti.“ b) „Gróði hans er, eins og margra annarra útrásarvíkinga, reistur á braski og skilur fátt eftir sig annað en sviðna jörð.“ c) „Heiðar Már Guð- jónsson er af þeirri gerð nýríkra manna sem ofmetur sjálfan sig og upphefur.“ d) „Seðlabanki, Fjár- málaeftirlitið og lög- reglan verða að sam- einast um að svipta hulunni af fortíð hans með það fyrir augum að skera úr um sekt hans þótt siðleysið liggi fyrir.“ e) „Skertur af viti krefst hann þess að opinber rannsókn fari fram á tengslum DV og Seðla- bankans sem leitt hafi til þess að upplýst var um þær grunsemdir bankans að hann væri brotamaður.“ f) „Fæstir botna í því hvað er að gerast í höfðinu á þessum manni. Kjökur og kveinstafir útrásarvík- ingsins bera vott um siðblindu.“ g) „Peningarnir sem hann græddi gera það að verkum eins og alþekkt er að dindil- mennið álítur sig vera stórmenni.“ h) „Megi gæfa ís- lenskrar þjóðar vera sú að braskarinn finni sér viðurværi í útlöndum og snúi ekki til baka.“ Reynir Traustason er kominn með tvær stefnur frá Heiðari Má Guðjónssyni og hótar að gagn- stefna honum. Ljósmynd/Hari Helgin 6.-8. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.