Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 10

Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 10
Strætó bs. mun næsta mánuðinn prófa tvíorkuvagn við íslenskar aðstæður. Hann er af Volvo 7700 Hybrid-gerð og eru slíkir í notkun, m.a. í London og Gautaborg. Volvo í Svíþjóð lánar vagninn fyrir milligöngu Brimborgar. Vagninn er bæði knúinn dísilvél og rafmótor. Dísilvélin og rafmótorinn knýja hann áfram hvor í sínu lagi eða sameiginlega. Þegar vagninn fer af stað frá stoppistöð gerist það á rafmagni en dísilvélin slær svo inn þegar hraðinn er kominn yfir 20 km á klst. Þegar hemlað er, nýtist hreyfiorka vagnsins til að framleiða straum. Vagninn er sagður eyða um 30% minna eldsneyti en hefðbundinn dísilknúinn vagn og útblástur er að sama skapi minni. Af hálfu Strætó bs. er tilgangurinn með tilraunaakstrinum að meta hvort slíkir vagnar séu raunhæfur valkostur fyrir Strætó. -jh Strætó reynir tvíorkuvagn Agil eru nett og nýtískuleg í hendi en nánast ósýnileg á bak við eyra © 20 10 O tic on In c. A ll Ri gh ts R es er ve d. Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil með framúrskarandi heyrnartækjum frá Oticon Upplifðu frelsi Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt? Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn þín sé farin að versna. Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu. Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni. Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum við aðra. Njóttu þess að heyra áreynslulaust með Agil heyrnartækjum. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Tvær hópuppsagnir í apríl Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl þar sem sagt var upp 73 manns. Um var að ræða aðila í kennslu/stjórnun og við hugbúnaðargerð Engin slík tilkynning barst stofnuninni á sama tíma í fyrra. Mun fleiri einstaklingar hafa misst vinnuna það sem af er þessu ári í hópuppsögnum en á sama tíma í fyrra, eða 296 manns á móti 156. Í næstu viku mun Vinnumálastofnun birta tölur um atvinnuleysi í apríl, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Telja má nokkuð líklegt að atvinnuleysi hafi nú þegar náð hámarki á árinu,“ segir Greiningin, „og taki þar af leiðandi að minnka næsta kastið, þá einna helst vegna árstíðarbundinna þátta. Í mars síðastliðnum mældist skráð atvinnuleysi 8,6% og reiknar Vinnumálastofnun með að það komi til með að vera á bilinu 8,1%-8,5% í apríl.“ -jh 8,6% ATVinnULEySi Mars 2011 Vinnumálastofnun  stjórnlagaþingskosningar ríkisendurskoðun Allir stjórnlagaráðsmeðlimir hafa skilað uppgjöri a llir þeir 25 einstak-lingar sem tóku sæti í stjórnlagaráði hafa skilað inn uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað vegna stjórn- lagaþingskosninganna sem fram fóru í nóvem- ber í fyrra líkt og lög um kosningarnar gera ráð fyrir. Frestur til að skila inn uppgjöri rann út 28. febrúar síðastliðinn og þegar Fréttatíminn athug- aði skil í lok mars hafði um helmingur þessara 25 skilað inn uppgjöri. Þeirra á meðal var Erlingur Sigurðarson en svar frá honum barst eftir að blaðið fór í prentun þá. Fjórir einstaklingar, Ástrós Gunnlaugs- dóttir, Pawel Bartoszek, Vilhjálmur Þorsteins- son og Þorkell Helga- son, skiluðu inn uppgjöri en hjá þeim fór kostnað- urinn yfir 400 þúsund krónur. Aðrir skiluðu inn yfirlýsingu þess efnis að kostnaðurinn hefði ekki farið yfir þá upphæð. Í uppgjöri kemur fram að Þorkell Helgason eyddi mest allra eða rétt rúm- lega 1,2 milljónum. Sú upphæð kom öll úr hans eigin vasa. Vilhjálmur Þorsteinsson eyddi rétt tæpri milljón sem kom allt frá honum sjálfum, Ástrós Gunnlaugsdóttir eyddi 807 þúsundum og fékk 100 þúsund króna framlag frá einum aðila og barátta Pawels Bartoszek kostaði 529 þúsund krónur. -óhþ Þorkell Helgason eyddi mest allra af þeim frambjóðend- um til Stjórn- lagaþings sem hafa skilað inn uppgjöri til Ríkisendur- skoðunar. e inbýlishúsið á Hávallagötu, sem ber heitið Hamra-garðar, er í eigu Eignar- haldsfélagsins Hávallagötu 24 ehf. sem er aftur í eigu Kára Stefáns- sonar, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar. Það er 379 fermetrar að stærð og er hið glæsilegasta. Óskað er tilboða í eignina sam- kvæmt fasteignaauglýsingu. Há- vallagata 24 er sögufrægt hús sem teiknað var af Guðjóni Samúels- syni, húsameistara ríkisins, árið 1941. Það var ætlað skólastjóra Samvinnuskólans. Sá var á þeim tíma Jónas frá Hriflu og bjó hann í húsinu til dauðadags. Félag Kára keypti húsið af Elfari Aðalsteins- syni, syni Alla ríka á Eskifirði, árið 2002. Kári hyggst flytja í Kópavoginn, þar sem hann ólst upp, nánar til tekið í Fagraþing. Húsið er um 500 fermetrar að stærð og hefur bygging þess tekið tímann sinn; svo langan að bæði nágrönnum og bæjaryfirvöldum í Kópavogi hefur þótt nóg um. Mörgum árum eftir að önnur hús við götuna risu, sást vart nema grunnur hjá Kára.  húsnæðismál lúxusvilla til sölu Kári Stefáns selur villu og flytur í Kópavog Glæsihýsi Kára Stefánssonar við Fagraþing í Kópavogi verður brátt tilbúið og hefur hann nú sett hús sitt við Hávallagötu í sölu. Óskað er tilboða í eignina. Lj ós m yn d/ H ar i Bæjaryfirvöld gáfust loks upp og hótuðu dagsektum, 20 þúsund krónum á dag. Kári lét sér samt ekki bregða. Þegar DV spurði hann á sínum tíma um dagsektirnar hafði hann aðeins þetta um málið að segja: „Hið eina sem ég veit er að þegar ég var að alast upp í Kópavogsbæ þá voru allar götur þar moldargötur með drullupollum og mér skilst að það hafi skánað eitthvað aðeins síðan.“ Útsýni frá ný- byggingu Kára yfir Elliðavatn er fagurt, eins og ætla má af nafni götunnar. Óhætt er að segja að húsið við Fagraþing sé framúrstefnu- legt; veggir úthall- andi og bogadregnir. Arkitekt hússins er Hlédís Sveinsdóttir, dóttir Sveins R. Eyjólfssonar, fyrrum blaðaútgefanda. Kári er í góðum félagsskap því eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir nokkru leigir Jóhannes Jóns- son, einatt kenndur við Bónus, hús skáhallt á móti honum. Hávallagata 24 er reisulegt hús. Lj ós m yn d/ H ar i Hið eina sem ég veit er að þegar ég var að alast upp í Kópa- vogsbæ þá voru allar götur þar moldargötur með drullu- pollum. Fagraþing 5, sem reist var á parhúsalóðinni Fagraþingi 5 til 7. Kári Stefánsson er aftur á leið á æskuslóðirnar. 10 fréttir Helgin 6.-8. maí 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.