Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 16
S tjórnarmenn fyrirtækja taka ábyrgð sína tvímælalaust alvarlegar og af meiri festu en fyrir efnahagshrunið hér á landi haustið 2008. Nýjar áherslur kalla á nýtt verklag enda þurfa stjórnarmenn að hafa góða yfirsýn yfir starfsemi félagsins sem þeim er falið að stýra. Ýmsar spurningar vöknuðu um stjórnarhætti sem við- gengust í íslensku atvinnulífi og viðskiptasiðferði hefur í mörgum til- vikum verið dregið í efa. Samfélagið kallar á breytt vinnulag hjá félögum og að stjórnarmenn og stjórnendur axli ábyrgð á gerðum sínum. Úttekt á stjórnarháttum fyrirtækja Viðskiptaráð hefur á undanförnum vikum ýtt úr vör úttekt á stjórnar- háttum fyrirtækja. Hún er unnin af Rannsóknarmiðstöð um stjórnar- hætti við Háskóla Íslands en að ferl- inu koma jafnframt Samtök atvinnu- lífsins og Kauphöllin. Verkefnið er hluti af vinnu þessara aðila á sviði góðra stjórnarhátta en að mati Við- skiptaráðs dugar útgáfa leiðbeininga ekki ein og sér. Síðustu tvö ár hefur áherslan því fyrst og fremst verið lögð á markvissa eftirfylgni meðal fyrirtækja. Þeim fyrirtækjum sem standast matsferli, að mati Rannsóknarmið- stöðvar um stjórnarhætti, verður veitt viðurkenning sem þau geta notað í starfi sínu í eitt ár frá veitingu hennar. Fyrirtækin standa sjálf straum af kostnaði rannsóknarmið- stöðvarinnar og þess ráðgjafarfyrir- tækis sem þau ráða til verksins. Handbókin er verkfæri fyrir stjórnarmenn Þá hefur KPMG gefið út Hand- bók stjórnarmanna í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrir- tækja og Viðskiptaráð Íslands. Hand- bókin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð, Kauphöllin og Sam- tök atvinnulífsins gáfu út 2009. Með samantekt handbókarinnar er á ein- um stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lög- fræðingur á fyrirtækjasviði KPMG, segir að handbók stjórnarmanna hafi verið gefin út í október síðastliðnum. Hún sé afrakstur margra mánaða vinnu. „Ástæða þess að við gáfum út þessa bók er að svona verkfæri fyrir stjórnarmenn hefur ekki verið til hér á landi. Þetta hefur verið út um allt, lög og leiðbeiningar um stjórnar- hætti og alls konar sérlög fyrir stjórnarmenn hjá eftirlitsskyldum fyrirtækjum sem heyra undir Fjár- málaeftirlitið. Við fundum það, sér- staklega í kjölfar efnahagshrunsins, að stjórnarmenn og framkvæmda- stjórar fyrirtækja leituðu til okkar til að fá leiðbeiningar. Þeir vildu vita hvað væri rétt að gera, hvenær væri rétt að grípa til aðgerða auk þess að fara fram á skilgreiningu valdheim- ilda, þ.e. hvenær framkvæmdastjóri á að stoppa og stjórn að taka við. Hugsi um ábyrgðina Við höfum aðstoðað félög vegna stjórnarhátta, tekið þá út og skoðað t.d. hvort stjórn starfi í samræmi við starfshætti stjórnar. Nú ber öllum Svona verk- færi fyrir stjórnar- menn hefur ekki verið til hér á landi. Vitundarvakning eftir hrunið Fyrirtæki sem standast matsferli Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands fá viðurkenningu. Handbók stjórnarmanna hefur verið gefin út af KPMG. Samfélagið kallar á breytt vinnulag og að stjórnarmenn axli ábyrgð á gerðum sínum. Jónas Haraldsson kannar bætta stjórarhætti. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG. „Við viljum fá staðfestingu á að okkar stjórnarhættir séu í lagi,“ segir Sigurður St. Arnalds, stjórnarformaður verkfræðistof- unnar Mannvits. „Ef við getum gert eitthvað betur en við gerum í dag viljum við gjarna fá ábend- ingar þar um. Mannvit vill vera fyrirmyndarfyrirtæki. Það er einkafyrirtæki og eignarhaldið er að hluta til hjá starfsmönnum. Hjá Mannviti eru um 400 starfs- menn. Þar af eru um 130, eða um þriðjungur, sem eiga hlut í fyrirtækinu. Stjórnin ber mikla ábyrgð gagnvart þessum með- eigendum sem jafnframt eru starfsmenn. Við erum í verkfræðiráðgjöf. Þeir sem eru í stjórninni eru tæknimenn en auðvitað lesum við okkur til um stjórnarstörf, ábyrgð og stjórnarhætti. Þá fáum við ráðgjöf frá lögfræði- ráðunauti og endurskoðend- unum, KPMG, þ.e. leiðbeiningar um hvernig standa á að hlut- unum, viðskipta- og lagalega. Hlutverk stjórnar reynum við að uppfylla; hvernig boðað er til stjórnarfunda, séð um utanum- hald og ákvarðanatökur, þ.e. að rétt sé farið að hlutunum. Með þessari yfirferð og vottun erum við að kanna hvort rétt sé staðið að því sem við erum að gera, því það er það sem við viljum.“ jonas@frettatiminn.is Stjórnin ber mikla ábyrgð. Viljum staðfestingu á að stjórnarhættir okkar séu í lagi Með þessari yfirferð og vottun erum við að kanna hvort rétt sé staðið að því sem við erum að gera. Sigurður St. Arnalds, stjórnar- formaður Mannvits. „Við fórum í þetta fyrst og fremst vegna þess að við leggjum mikið upp úr því að hafa stjórnarhætti í fyrirtækinu eins og best verður á kosið,“ segir Ingimundur Sigur- pálsson, forstjóri Íslandspósts. „Það var í raun KPMG sem bauð upp á þetta. Okkur fannst það mjög góð viðbót við annað sem við höfum verið með undanfarin ár, m.a. kynningu Háskólans í Reykjavík fyrir um tveimur árum. Með úttektinni nú er möguleiki að fá stjórnarhættina vottaða. Almennt er það til framdráttar að vera með vottun á vinnulagi, hvort sem það er í framleiðsluferli eða stjórnun. Aðalatriðið er að fá staðfestingu á því að það verklag sem við höfum tileinkað okkur sé í samræmi við það besta sem þekkist. Metnaður okkar felst í því. Við höfum safnað saman upp- lýsingum fyrir KPMG sem þeir vinna úr. Annar fasinn er svo að taka ákvörðun um vottunina. Það er gott að fá utanaðkom- andi aðila til að leggja mat á stjórnarhættina. jonas@frettatiminn.is Góð við- bót við annað. Gott að fá utanaðkomandi til að leggja mat á stjórnarhætti Almennt til framdráttar að vera með vottun á vinnulagi. Ingimundur Sigur- pálsson, forstjóri Íslandspósts. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Framhald á næstu opnu 16 úttekt Helgin 6.-8. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.