Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 18
Hydra IQ er tækni sem er byggð á uppgötvun vatnsgangna í húðinni en tæknin
hlaut Nóbelsverðlaunin. Hydra IQ fjölgar og virkjar vatnsgöngin í húðinni og í
kjölfarið dreifist rakinn á skilvirkari hátt en áður. Þetta kemur jafnvægi á rakann í
húðinni og færir þér einstaka upplifun. Hydra IQ færir rakaflæði húðarinnar á annað
stig og byggir upp húðina, mýkir hana og gefur henni raka í meira en 24 tíma.
Meira enn 24 tíMa raki
fyrir líkaman þinn - þökk sé Hydra iQ
Hydra IQ virkjar náttúrulegt net rakaflæðis í húðinni
sem veitir henni jafnara flæði raka allan sólarhringinn.
Fyrir notkun á Hydra iQ:
Húðin þornar vegna vatnsskorts og
takmarkaðs fjölda vatnsgangna.
eftir notkun á Hydra iQ:
Mikill raki jafnar dýpri lög húðarinnar,
þökk sé auknum fjölda virkra vatnsgangna.
stjórnum á Íslandi að setja sér starfs
reglur, hvernig þær starfa, hvert hlut
verkið sé auk reglna um vanhæfi og
fleira,“ segir Berglind Ósk. Hún tekur
það sérstaklega fram að andi meðal
stjórnarmanna fyrirtækja sé allur annar
eftir efnahagshrunið. „Það varð vit
undarvakning. Stjórnarmenn er miklu
meira hugsi um ábyrgð sína og hlut
verk. Margir urðu hræddir og vilja vita
hvenær þeir hafa gert nóg. Leiðbein
ingar vantaði og þar höfum við reynslu.
Við höfum séð hvað menn hafa gert
rétt og hvað rangt, auk þeirra laga og
reglna sem þarf að fara eftir. Öllu þessu
reyndum við að ná saman í eina hand
bók og höfum fengið mjög jákvæð við
brögð við henni. Mikil áhersla er lögð á
að um handbók sé að ræða sem auðvelt
sé að grípa og fletta. Ef veita þarf um
boð er hægt að fletta því upp – eða fá
upplýsingar um hvað þarf að koma fram
í fundargerð.“
Berglind Ósk segir að meginefni
handbókarinnar sé skrifað fyrir öll
félög, hún nýtist þeim öllum, stórum
jafnt sem smáum. „Félög þurfa auðvit
að að gera mismikið en það er jákvætt
hve margir vilja gera vel jafnvel þótt
þeir séu með lítil félög. Það er til dæmis
enginn afsláttur gagnvart stjórnarsetu í
fjölskyldufyrirtækjum hvað refsiábyrgð
varðar.
Handbókin er verkfæri fyrir stjórnar
menn til að átta sig á því hvaða ábyrgð
þeir taka á sig. Stjórnendur lífeyrissjóða
hafa t.d. tekið bókinni mjög vel, jafnt
nýliðar í stjórnum og þeir sem lengur
hafa setið. Í handbókinni er margt að
finna sem hinir eldri vissu ekki um.
Hún gagnast öllum.“
Hvetjum fyrirtæki til að taka þátt
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti
er vísindaleg rannsóknarstofa sem
starfrækt er í tengslum við Viðskipta
fræðistofnun Háskóla Íslands. Dr.
Eyþór Ívar Jónsson, gestadósent við
Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn,
er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðv
arinnar.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs, segir að rannsóknar
miðstöðin hafi verið valin vegna þess
að Viðskiptaráð gefi út leiðbeiningar
um stjórnarhætti og því sé óeðlilegt
að ráðið sjái líka um eftirlit með fyrir
ækjunum. Hann tekur undir það með
Berglindi Ósk að afstöðubreyting hafi
orðið eftir efnahagshrunið enda hafi
þá komið fram gagnrýni á margt, m.a.
starfskjör, gagnsæi, upplýsingagjöf og
áhættustýringu.
„Stjórnendur þá störfuðu flestir
samkvæmt lögum en þá vantaði til
finnanlega ástæður til að tileinka sér
góða stjórnarhætti. Ábatinn við það að
tileinka sér þá var ekki augljós þar sem
lítill greinarmunur hefur verið gerður
á þeim sem starfa samkvæmt góðum
stjórnarháttum og þeim sem það gera
ekki. Vinna okkar nú, bæði með fyrr
greindri úttekt og einnig fyrirtækjagátt
Viðskiptaráðs, er að gera upplýsingar
um stjórnarhætti í íslenskum fyrir
tækjum aðgengilegar og í raun varpa á
þær ljósi svo að hagsmunaaðilar – við
skiptavinir, lánardrottnar, fjárfestar og
samfélagið í heild – geti látið eftirfylgni
við góða stjórnarhætti skipta raunveru
legu máli.
Í raun þurfa aðstæður að vera þannig
að fyrirtæki sem vinna eftir slíku viður
kenndu verklagi ættu auðveldara með
að laða að viðskiptavini, fjárfestar hefðu
meiri áhuga á þeim til ávöxtunar fjár
magns og lánadrottnar byðu þeim upp
á betri kjör á lánsfé. Þetta er umhverfi
sem styður við uppbyggileg vinnubrögð
og að því er stefnt í vinnu Viðskiptaráðs
og samstarfsaðila okkar. Við finnum
mikinn meðbyr með þessu starfi og
greinileg vitundarvakning hefur orðið
hjá stjórnendum og stjórnarmönnum í
íslensku atvinnulífi um mikilvægi mála
flokksins,“ segir Finnur.
Hann segir þó að nú vinni það gegn
mörgum fyrirtækjum að vegna ástands
ins í þjóðfélaginu eigi þau í basli. Því
sé erfitt fyrir stjórnendur þeirra að
einblína á framtak sem þetta. Hugs
unin á bak við framtak Viðskiptaráðs
og annarra sem að úttektinni standa sé
hins vegar að því sé haldið á lofti sem
vel er gert, til að skapa þetta umhverfi
nauðsynlegs stuðnings við að fyrirtæki
tileinki sér góða stjórnarhætti.
„Við hvetjum fyrirtækin til að taka
þátt í þessu,“ segir Finnur. „Þau ráða til
sín sérfræðinga til að fara yfir verklag,
starfsreglur og fundargerðir hjá sér.
Viðtöl eru tekin við stjórnarmenn um
gang mála og síðan gengið frá skýrslu.
Hún fer síðan í rannsóknarmiðstöðina
sem segir til um hvort mál séu í lagi eða
ekki.
Þetta er ætlað öllum fyrirtækjum en
þau sem eru í stærri kantinum falla aug
ljóslega betur að svona úttekt,“ segir
Finnur. Hann segir að tvö fyrirtæki
séu þegar komin í þetta ferli, Íslands
póstur og Mannvit. „Það verður svo
okkar hlutverk hjá Viðskiptaráði að ýta
undir þessa úttekt, gefa leiðbeiningar
og standa fyrir almennri kynningu á
þessari áherslu sem nauðsynlegt er að
verði til framtíðar í íslenskri atvinnulíf,
einkageira og hjá hinu opinbera.“
Vettvangur rannsóknar- og þró-
unarstarfs á sviði stjórnarhátta
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti
er vettvangur rannsóknar og þróunar
starfs á sviði stjórnarhátta í víðum
skilningi. Hlutverk miðstöðvarinnar er
að stunda rannsóknir á sviði stjórnar
hátta í sterkum tengslum við atvinnu
og þjóðlíf og kynna þær. Jafnframt að
vera bakland kennslu í stjórnarháttum
og eiga þátt í þjálfun meistara og dokt
orsnema í rannsóknum á sviðinu. Þá
byggir rannsóknarmiðstöðin upp tengsl
og eflir samstarf við innlenda og er
lenda rannsóknaraðila á sviði stjórnar
hátta. Miðstöðin vinnur þjónustuverk
efni á sviði stjórnarhátta og gengst fyrir
atburðum sem varða stjórnarhætti.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Handbók stjórnarmanna
Í Handbók stjórnarmanna er að finna á einum
stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur
stjórnarmanna fyrirtækja. Markmiðið er að
veita stjórnarmönnum aukið öryggi og leiða til
betri stjórnarhátta í íslensku atvinnulífi.
Kaflaheiti bókarinnar eru eftirfarandi: Ertu
að taka sæti í stjórn? Hlutverk og ábyrgð stjórn
armanna. Hlutverk stjórnar. Almenn atriði um
störf stjórna. Árangursríkir stjórnarfundir.
Hluthafafundir. Framkvæmdastjóri. Undir
nefndir stjórnar. Innra eftirlit og áhættustýr
ing. Stefnumótun. Ársreikningur og sam
stæðureikningur. Viðskiptasiðferði.
Auk þess er í viðaukum fjallað um auknar
kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja,
vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og félaga
með skráð hlutabréf eða skuldabréf.
Í upphafi hvers kafla er samantekt sem ber
heitið „Hættumerki“. Þar er upptalning á
háttsemi eða aðgerðum sem geta haft slæm
áhrif á starfshætti og/eða starfsemi félags
ins. Ef stjórnarmenn verða varir við slíka hátt
semi eða ákvarðanir innan félagsins ættu þeir ekki að leiða þær hjá
sér heldur staldra við, meta áhrifin og bregðast við.
Í lok hvers kafla er svo að finna samantekt á atriðum sem stjórnar
menn ættu að hafa í huga. Það eru einkum spurningar sem þeir ættu
að spyrja sjálfa sig, aðrar stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og/eða
stjórnendur um hin ýmsu málefni. jonas@frettatiminn.is
Stjórnar-
menn
er miklu
meira
hugsi um
ábyrgð
sína og
hlutverk.
Margir
urðu
hræddir
og vilja
vita hve-
nær þeir
hafa gert
nóg.
18 úttekt Helgin 6.-8. maí 2011