Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 22
I ngibjörg Dögg byrjaði í blaða- mennsku fyrir tilviljun þegar Reynir Traustason réð hana á tímaritið Mannlíf. „Ég var ekkert á leiðinni að vinna sem blaðamaður en þetta er svo skemmti- legt og ég vildi ekki vera að fást við neitt annað í dag. Ég er samt ekkert búin að ákveða að ég ætli að vera blaða- maður alla tíð en eins og er myndi ég ekki vilja vera að gera neitt annað.“ Eftir skamma dvöl á Mannlífi fylgdi Ingibjörg Dögg feðgunum Reyni og Jóni Trausta á Ísafold. Hún ritstýrði svo tískutímaritinu Nýju lífi um skeið en vinnur nú aftur með feðgunum sem rit- stýra DV saman. „Það sem mér finnst skemmtilegast við DV, umfram tímaritin, er að það er miklu meira inni í umræðunni. Á DV er auðveldara að skapa einhverja umræðu um það sem maður er að skrifa. Þótt ég væri stundum með sterk mál í Nýju lífi þá fannst mér þau ekki vekja neina athygli að ráði. Það þurfti miklu meira til.“ Sökkvir sér ofan í erfiðu málin Ingibjörg Dögg hlaut Blaðamannaverð- launin fyrir rannsóknarblaðamennsku í byrjun þessa árs fyrir „áleitna og vandaða umfjöllun um kynferðisbrota- mál og forystu um skrif á þessu sviði, svo sem um biskupsmálið og önnur meint kynferðisbrot innan kirkju og trúfélaga,“ eins og það var orðað í áliti dómnefndar. Árið 2009 fékk hún Jafn- réttisviðurkenningu Stígamóta fyrir skrif í ýmsa fjölmiðla um fjölmargar hliðar kynbundins ofbeldis. „Tengdamóðir mín gerir mikið grín að mér og segir að nauðganir séu mitt helsta áhugamál. En það er bara ein- hvern veginn þannig að þegar ég tala við stelpur sem hafa verið í þessum aðstæðum, og eftir því sem ég skrifa meira um þessi mál og kynnist þeim betur, sé ég alltaf betur hversu mikið er óunnið í þessum málaflokki. Ég held að minn drifkraftur í þessu sé að ég hef séð of mörg dæmi þess að nærsam- félagið – og jafnvel heilu bæjarfélögin – taka afstöðu með ofbeldismanni frekar en konu sem hefur lent í honum. Mér finnst það frekar galið í nútímasam- félagi að við skulum ekki vera betur í stakk búin en þetta til að takast á við óþægileg mál. Og mér finnst það bara sorglegt.“ Svartur sauður í flókinni fjölskyldu Ingibjörg Dögg hefur sjálf mátt reyna ýmislegt í lífinu sem ekki var neinn dans á rósum á unglingsárunum, en eftir á að hyggja efast hún ekki um að erfið reynsla hennar á skrautlegum óregluárunum hafi dýpkað lífsskilning hennar og nýst henni vel í starfi blaða- mannsins. „Ég var alltaf svolítið óörugg og lítil í mér sem krakki og unglingur en sótti samt mikið í einhverja spennu þannig að það er ákveðin spennufíkn í mér. Ég byrjaði að drekka þegar ég var fjórtán ára og fann mjög fljótlega að ég réð ekki alveg við það,“ segir Ingibjörg, en fram undan var fimm ára barningur áður en hún sneri blaðinu við. „Þegar ég var lítil var ég harðákveðin í að byrja aldrei að drekka og aldrei að gera þetta eða hitt. Ég var samt alltaf pínu vandræðagemsi og þegar ég byrjaði svo að drekka var ég í raun og veru löngu búin að ákveða að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði að byrja að gera þetta sumar. Og strax eftir prófin fór ég á fyrsta fylliríið mitt og það var rosa gaman.“ Þetta sumar flutti Ingibjörg Dögg til móður sinnar í Neskaupstað. Þar fékk hún að leika lausum hala undir litlu eftirliti, ólíkt því sem hún átti að venjast í föðurhúsum í Reykjavík. „Ég kem frá heimili þar sem voru rosalega miklar reglur og mikill agi og ég kom eigin- lega alveg brjáluð til baka. Þannig séð. Það var mjög erfitt að koma svona úr agaleysinu aftur í þetta munstur sem var á heimilinu.“ Ingibjörg Dögg segist aldrei hafa kunnað við sig í reglufestunni heima. „Ég ætla ekki að segja að þetta hafi ekki verið kærleiksríkt heimili en ég fann það ekki. Mér fannst ég aldrei passa almennilega inni á heimilinu. Og þegar ég kom að austan aftur í bæinn fór allt mjög fljótlega úr böndunum. Þetta var mjög erfitt tímabil sem reyndi mikið á alla fjölskylduna. Það endaði svo með því að pabbi gaf mér úrslita- kosti þegar ég var sextán ára og var búin að ljúka tíunda bekk. Það var eitt- hvað liðið á það sumar þegar hann gaf mér val um að hætta að haga mér svona og umgangast vini mína, finna mér annan félagsskap og lífsstíl eða þá að fara. Og ég ákvað að fara.“ Ingibjörg Dögg flutti síðan heim tveimur árum seinna en sú sambúð entist ekki lengi og hún var alfarin að heiman þegar hún var nítján ára. Hún segir að sér þyki mjög vænt um fjölskylduna þótt sambúðin hafi ekki gengið upp. „Ég á flókna fjölskyldu en var alin upp af föður mínum og þá- verandi konu hans,“ segir Ingibjörg Dögg og bætir því við að stjúpa hennar hafi kennt henni margt gott sem ef til vill sé grunnurinn að því sem hún er í dag. „En við erum alveg ofboðslega ólíkar og höfum mjög ólíka sýn á lífið og höfum alltaf haft. Systkini mín eru líka öll mjög ólík mér þannig að ég upplifði mig alltaf sem svarta sauðinn í fjölskyldunni. Ég var einhvern veginn full af vanmætti eða vantrú á sjálfri mér og fann alveg að ég fúnkeraði ekki í þessu.“ Keyrði hratt í þrot Ingibjörg Dögg segir að á þessum tveimur árum og eftir að hún flutti aftur heim hafi hún verið fljót að keyra sig í þrot og að lokum hafi hún fundið að hún gæti ekki haldið áfram á sömu braut. „Það gerðist eitthvað innra með mér sem varð til þess að ég fékk bara algerlega nóg. Ég bara gat ekki meira. Og ég hætti. Það var alveg aðdragandi að því að ég ákvað að hætta en samt veit ég ekki alveg af hverju ég hætti akkúrat þarna. Ég held að þetta sé bara eitthvað innra með manni. Ég held líka að þótt mér hafi ekki fundist ég passa inn á þetta heimili, hafi ég samt lært mörg góð gildi þar og ég held að sá grunnur hafi haft sitt að segja með það að ég ákvað að hætta á þessum tímapunkti.“ Villtu árin tóku sinn toll af fjölskyldu Ingibjargar og hún segir það hafa tekið pabba sinn langan tíma að jafna sig á þessu öllu saman og taka hana aftur í sátt. „Það tók fjölskylduna alveg nokk- ur ár að gróa. Eftir á að hyggja er ég rosalega fegin að hafa rekið mig svona ung á vegg, því ég neyddist til þess að horfast í augu við sjálfa mig og allt sem ég hafði gert og reynt. Um leið varð ég að gera mín mál upp og það gaf mér tækifæri til að sleppa tökunum á ýmsu sem hefði eflaust fylgt mér í gegnum lífið annars. Ég gat þá valið hverju ég vildi halda og hverju ég vildi sleppa. Ég held að ég hafi bara vaxið sem mann- eskja fyrir vikið.“ Þegar Ingibjörg Dögg flutti að heiman fyrir fullt og allt, 19 ára gömul, fór hún að leigja og vinna fyrir sér. Hún starfaði með Jafningjafræðslunni og síðar hjá ÍTR og fékkst þar mikið við unglinga sem glímdu við margvísleg vandamál. Stóra ástin birtist óvænt Þegar Ingibjörg var komin á beinu brautina skaut stóra ástin í lífi hennar óvænt upp kollinum þegar hún kynntist sambýlismanni sínum Darra Johansen. Þau hittust fyrst þegar hann tók viðtal við hana vegna forvarnarblaðs sem átti að gefa út. „Vinkona mín var á staðnum og sagði strax að þetta væri maðurinn sem ég ætti eftir að giftast. Hann lét mig fá nafnspjaldið sitt þar sem hann var titlaður tengill en hún strikaði t-ið út og sagði að hann væri minn engill. Sem hann var. Ég varð rosalega skotin í honum.“ Í kjölfarið bauð hann henni á stefnu- mót og eftir tvö slík flutti hann nánast inn. „Tæpu ári seinna varð ég ólétt, þá 25 ára gömul. Mér fannst ég vera svo ung móðir og var mjög stressuð á með- göngunni yfir að ég hefði það ekki í mér að verða móðir. Ég bjó mig alveg undir það að fá barnið í fangið og ná ekki að tengjast því en þá kom pabbi til skjalanna, stappaði í mig stálinu og tókst einhvern veginn að róa mig. Sonur minn reyndist svo vera mitt hjartagull.“ Óvænt móðurhlutverkið vafðist síðan ekkert fyrir Ingibjörgu frekar en blaðamennskan sem hún lenti í fyrir til- viljun. Synir þeirra Darra eru nú orðnir tveir og þeir eru hennar hjartagull, og hún hefur haldið áfram að fjalla um erfið og viðkvæm mál af kappi þannig að svarti sauðurinn hefur svo sannar- lega fundið sinn stað í lífinu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Tengda- móðir mín gerir mikið grín að mér og segir að nauðganir séu mitt helsta áhugamál. Svartur sauður með spennufíkn Blaðakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur gengið vasklega fram á síðum þeirra blaða sem hún hefur starfað á, og ekki síst beint sjónum lesenda að kynbundnu ofbeldi og öðrum dekkri hliðum sam- félagsins sem fólk kýs oft að leiða hjá sér. Ingibjörg Dögg byrjaði ung að drekka og var erfiður unglingur. Hún fékk sér kók í gleri í miðbæ Reykjavíkur með Þórarni Þórarinssyni og sagði honum meðal annars frá því þegar hún ákvað, nítján ára gömul, að snúa baki við ruglinu og hvernig hún villtist inn í blaða- mennskuna. Ingibjörg Dögg upp- lifiði sig lengi sem svartan sauð og innra með henni tókust á átakafælin stelpa sem vildi hafa alla góða og spennufíkill. Hún fær nú útrás fyrir spennuna í erilsömu starfi blaðamnnsins en siglir lygnan sjó í einkalífinu, hamingju- söm tveggja barna móðir í ástríku sam- bandi. Mynd/HARI 22 viðtal Helgin 6.-8. maí 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.