Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 26

Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 26
Ítalía, Danmörk, Ísland. Ólífulundurinn – svikasaga dregur upp mynd af íslensk- um samtíma, þar sem hrunið, efnahagsglæpir og saga síðustu áratuga flétt ast saman í grípandi atburðarás. Ólífulundurinn Skáldsaga eftir Björn Valdimarsson NIVEA húðkremin gefa þér langvarandi og mikinn raka þökk sé hinni byltingarkenndu Hydra IQ formúlu. NIVEA býður upp á mikið úrval húðkrema sem henta mismundandi húðgerðum. Prófaðu nýju NIVEA húðkremin með Hydra IQ Hvert er mikilvægi vatns fyrir húðina? Vatn er forsenda þess að frumur húðarinnar geti starfað almennilega. Ef líkamann skortir vatn, minnkar vatnið í húðfrumunum, mótstaða húðar innar og virkni ensímanna minnkar og húðin þornar. En hvaðan fær heilbrigð húð raka sinn? Stærstu vatnsbirgðir ysta lags húðarinnar eru í dýpri lögum hennar. Húðin fær næringu frá undirlögum húðarinnar. Ef vatnsbirgðirnar eru nægar flytur næringin raka með blóðinu í gegnum æðarnar til efri laga húðarinnar. Hvernig fjölgar Hydra IQ vatnsgöngum húðarinnar? Hydra IQ virkjar eigin vatnsgöng húðarinnar til að örva myndun nýrra vatns ganga. Hið virka innihaldsefni kemur af stað líffræðilegu ferli í frumunni sem gerir það að verkum að viðeigandi prótein fellur á réttan stað og mynda ný vatnsgöng.AFAR ÞURR HÚÐ ÞURR HÚÐ – MJÖG ÞURR HÚÐVENJULEG HÚÐ ÞURR HÚÐ SPURT&SVARAÐ Konan fór frá honum klukkan hálf tíu um kvöld, stjúpmóðir mín kom heim stuttu síðar og þá var hann dáinn.“ Þannig að hann dó sem lífsglaður maður? „Það held ég. Hann var samt ekki tilbúinn að deyja. Hann átti enn margt eftir og var með mörg ókláruð verkefni. Þess vegna var þetta mikið sjokk fyrir okkur. Við vorum einmitt á leiðinni til hans til Íslands.“ Hló að fötluninni Hvaða eiginleika hefur þú frá föður þínum? „Ég held ég hafi viljann til að skapa og breyta. Og forvitni. Eiginleikann til að njóta þess að vera í skapandi ferli. Það var mjög sterkt í honum og hann var alltaf að skrifa bækur og skapa. Ég hef oft hugsað um það hvað ég hafi frá honum og auðvitað er erfitt að greina hvort það er líffræðilegt eða umhverfið sem mótar. Sumt höfum við þróað saman. Ég held ég hafi fengið kraftinn frá pabba. Hann hafði svo mikinn viljastyrk og mér finnst gott að hugsa til þess hvernig hann tókst á við hluti á uppbyggilegan hátt. Margir hefðu orðið þunglyndir við það að verða hálflamaðir eftir heilablóð- fall. Hann kvartaði aldrei og þegar maður spurði, sagðist hann alltaf hafa það frábært þótt margt hafi verið honum erfitt. Hann var líka ótrúlega fyndinn maður og gat endalaust hlegið að sjálfum sér. Það var æðislegt að heyra hvernig hann gerði grín að því hvað hann væri fáránlegur með lamaðan handlegg og staf.“ Lilja segir samband þeirra feðg- ina hafa verið mjög flókið og lengi vel hafi hún verið pabba sínum reið. „Mér þótti mjög sorglegt þegar hann flutti frá okkur. Hann var svo upptekinn af sjálfum sér og sínum ferlum. Hann vann mjög mikið og svo var hann líka þurr alki. Ég var reið og sár út í hann fyrir marga hluti. Fyrir að vera svona upptekinn af sínu og af því að við höfðum misst sambandið. Ég talaði ekki við hann í heilt ár áður en hann fékk heilablóðfallið. En eiginleikar hans fóru að breyt- ast og sérstaklega eftir þetta áfall. Hann fór að takast á við sjálfan sig og vildi svo mikið bæta sig. Hann varð allt annar og baðst afsök- unar á því sem hann hafði gert. Sem er ótrúlega fínt og fallegt. Að geta gert vitleysur en vera til í að nota þær til að breyast. Þannig var pabbi alltaf í stöðugri breytingu og þróun. Hann hætti að drekka og tókst á við það. Hann var fjarlægt foreldri en sneri því við og tókst að byggja upp náið samband aftur.“ Gerir kvikmynd í Kína Undanfarin ár hefur þú unnið að kvikmynd í fullri lengd. Um hvað er hún? „Sagan er sambandsdrama um par með tvö börn. Hún fjallar um drauma og þrár og samskipti fullorðins fólks, fertugskrísu og tilvistarkreppu. Konan býður manninum sínum til Hong Kong í fertugsafmælisgjöf en þegar þau koma þangað mætir sambandið miklum ögrunum. Þá sjá þau hversu fjarlæg þau eru hvort öðru og það sem þau skortir. Þetta er hennar saga og fjallar um ferða- lagið hennar og leitina að nánd og sambandi.“ Lilja á tvö börn með norskum manni en þau slitu samvistir fyrir rúmu ári. Er þessi saga einnig byggð á þínum reynsluheimi? „Allt sem ég geri hefur skír- skotun í eitthvað sem ég hef upp- lifað. Ég skrifa ekki um eitthvað sem ég skil ekkert í. Sagan byggist ekki jafn mikið á minni reynslu og Neglect. Hún byggist frekar á til- finningum sem ég hef upplifað. Á okkar tímum er ekkert einstakt við að skilja, það eru allir í kringum mig að skilja við maka sína. Sagan snýst um ferli sem ég er í, ákveðinn lífsfasa sem er mörgum kunnuglegur. Í raun er þetta klass- ísk saga en ég er alltaf að reyna að þróa mitt myndmál og form. Ég fer í gegnum mismunandi tímalínur sem fléttast saman og velti því fyrir mér hvað er þrá og hvað söknuður og nánd. Hvað er að lifa lífinu saman? Með minn bakgrunn hefur mér þótt spennandi að skoða þessa hluti.“ Þétt við bak Lilju stendur Gudny Hummelvoll, gamal- reyndur kvikmyndaframleiðandi í Noregi, en hún hefur áður fram- leitt stuttmyndir hennar. Kærasti Lilju, sem er kvikmyndatökumað- ur, kemur einnig að gerð myndar- innar en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman í september. Fram undan hjá þríeykinu er því langt ferli við framleiðslu myndarinnar. „Við erum að fara til Hong Kong í rannsóknarferð til að skoða okkur um svo að ég geti lagt lokahönd á handritið. Ég er bráðum komin sex mánuði á leið og má ekki fljúga mikið seinna á meðgöng- unni þannig að við þurfum að fara fljótt. Planið er að fara í upptökur á myndinni haustið 2012 og nota tímann á meðan barnið er lítið í hlutverkaskipan og undirbúning.“ Lilja segist ætla að ráðstafa tíma sínum öðruvísi en áður, nú þegar hún eignast sitt þriðja barn. „Mig langar að hafa tíma til að vera mamma og geta sinnt börnunum. Ég er búin að vera svo mikið með börnin mín í upptökum, að reyna að gefa brjóst og leikstýra á sama tíma. Svolítið „Icelandic style“. Ég finn að nú langar mig að gera þetta öðruvísi. Ég er með risastórt verk- efni sem gerist að stórum hluta í Asíu og kostar mikla peninga. Ég vil hafa tíma til að vinna þetta almennilega.“ Það fyrsta sem hann sagði mér eftir heilablóð- fallið var að hann ætlaði að einbeita sér að því sem hann ætti en ekki því sem hann hefði misst. Það varð hans lífsmottó fram á síðasta dag. Lilja á von á sínu þriðja barni og ætlar að taka sér tíma til að vera mamma. Hingað til hefur hún verið með börnin með sér í upptökum og reynt að leikstýra á meðan hún gaf brjóst. 26 viðtal Helgin 6.-8. maí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.