Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 32

Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 32
2 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011 Er réttur reykinga- fólks til að skaða heilsu fólks ríkari en réttur þeirra sem lifa vilja reyklausu lífi? Sími: 565-7070 100% endurgreiddur vsk af vinnu M ikið er leitað til Húseigendafélagsins vegna reykinga í fjölbýlishúsum; á svölum, í sameign, á lóð og í íbúðum. Upp á síðkastið hafa rað- húsa-og einbýlishússeigendur bæst í hópinn. Þolendur spyrja: Er réttur reykingafólks til að skaða heilsu fólks ríkari en réttur þeirra sem lifa vilja reyklausu lífi? Rýra skefjalausar reykingar á svölum og í íbúðum verðmæti annarra íbúða og er skylt að greina væntanlegum kaupendum frá því? Hvar eiga vondir að vera? Athafnafrelsi fólks er yfirleitt reglan svo lengi sem það veldur öðru fólki ekki ama, óþægindum og tjóni. Fólk má yfirleitt gera það sem það vill meðan það er öðrum að meina- og bagalausu. Þessu frelsi til athafna og æðis er settar skorður þegar það bitnar á öðru fólki. Menn hafa nokkuð rúmar heimildir til að skaða sjálfa sig með óhollustu en þegar þeir stefna öðru fólki í voða segir löggjafinn: „hingað og ekki lengra“. Reykingar eru ekki bara til óþæginda og ama fyrir þá sem eru í námunda eru, heldur líka heilsuvá. Heilbrigðissjónarmið eru ofan á og ríkjandi en reykinganautnin og umburðarlyndi víkjandi þegar að reykingum kemur Reykingar eru á hröðu undanhaldi og reykingarfólk hefur hrökklast út á svalir, tröppur og undir gafla, þar sem það hímir, veðurbarið, kinn- fiskasogið og sakbitið. Þetta minnir á söguna af Guð- mundi biskupi góða þegar hann blessaði bjargið en lét hluta þess vera heiðið áfram því „ einhvers staðar  reykingar Hver er réttur þolenda? Reykspúandi grannar Það eru engin bein ákvæði í fjöleignarhúsalögum um reykingar en ekki skal valda sambýlisfólki óþarfa ama og óþægindum. reykingar falla undir það eins og aðrir mannlegir ósiðir. verða vondir að vera“. Fjöleignarhúsalög – tóbaksvarnarlög Það eru engin bein ákvæði í fjöleignarhúsalögunum um reykingar. Í þeim er almennt boðið að íbúar skuli gæta þess að valda sambýlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Reykingar falla það undir eins og aðrar mannlegar athafnir og ósiðir. Þegar reykingar og skorður við þeim eru settar verður að hafa að leiðarljósi það yfirlýsta markmiðs tóbaksvarnarlaga að virða skuli þann rétt fólks að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaks- reyk. Húsfélag getur enn sem komið er tæplega, nema með samþykki allra, lagt blátt bann við reyking- um í húsinu, þ.e. í íbúðum, á svölum og á lóð. Eignar- réttarsjónarmið heimila varla svo víðtækt inngrip í eignarréttinn. En réttarþróun er hröð og umburðar- lyndi gagnvart reykingum er á hröðu undanhaldi. Þótt íbúar séu óvenju viðkvæmir fyrir reyk og ólykt, þá eiga þeir ekki kröfu á því að aðrir taki sérstakt til- lit til slíkrar viðkvæmni og dragi af sér eftir því. Sameign Í tóbaksvarnarlögum frá 2002 er lagt bann við reyk- ingum í sameiginlegu húsrými fjöleignarhúsa en ósagt er látið um reykingar á sameiginlegri lóð. Það er vafasamt hvort húsfélag hefur vald til að banna reykingar á lóð. Hvað húsfélag má og getur í þessu efni fer eftir tíðarhættinum og er líklegt að slíkt bann teljist sjálfsagt innan tíðar. Þróunin er í þá áttina og hún er hröð. Svalir Húsfélag getur sett svalareykingum skorður í hús- reglum og samþykktum en hafa verður hugfast að svalir eru að sínu leyti í séreign og að vald húsfélags til að setja reglur um hagnýtingu séreignar eru miklu þrengri en þegar um sameign er að tefla. Þá reynir á friðhelgi séreignaréttarins og öll þau ósköp. Hér er sama upp á teningnum um hraðbyr almennings- álits og lagaþróunar til höfuðs reykingum. Það hafa komið upp hrikaleg tilvik um svo stórfelldar og tillits- lausar reykingar á svölum íbúða að óbærilegt hefur verið fyrir granna. Í slíkum tilvikum er húsfélagi rétt og skylt af sjálfsdáðum eða að kröfu þolenda að leggja bann við reykingum eða setja þeim takmarkanir. Ef reykingarfólkið lætur ekki segjast má hugsanlega í grófum tilvikum krefjast þess að reykdólgarnir flytji og selji íbúð sína. reykingar í íbúðum Eigandi má gera það í sinni eign sem er venjulegt og eðlilegt og grannar verða að sætta sig við það. Við mat á því hvort menn fara yfir strikið og valda nágranna sínum ónæði, ama og röskun umfram það sem hann verður að þola og venjulegt er, verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Ekki er útilokað að skefjalausar reykingar í íbúð valdi slíkum óþægindum að húsfélagið eða einstakir íbúðareigendur geti á grundvelli fjöleignarhúsalag- anna og þeirrar meginreglu tóbaksvarnarlaga að menn eigi ekki að þurfa að anda að sér tóbaksmeng- uðu lofti, gripið til lagalegra úrræða gagnvart slíkum ófögnuði. Verðrýrnun – sölutregða Ef ástandið er hrikalegt og engin betrun í augsýn þá liggur í augum uppi að íbúðir í húsinu eru ekki eins verðmætar og lystugar og ella. Það er augljóst að ein- hverjir kaupendur hrökkva frá og aðrir bjóða lægra. Seljanda ber að upplýsa um allt sem máli getur skipt fyrir kaupanda um það hvort hann kaupir og fyrir hvaða verð. Svona nokkuð er þess eðlis að upplýsa ber um það. Láti seljandi það hjá líða og hafi það dulist kaupanda, þá getur hann lent í vondum málum. Sérbýli Eigendum einbýlishúsa ber að taka sanngjarnt tillit til eigenda nálægra eigna. Eigandi verður að umlíða venjulegar athafnir og hagnýtingu granna þótt röskun og ónæðið geti fylgt. Þegar metið er hvort athafnir séu leyfilegar eða ekki er byggt á hags- munamati. Annars vegar er það réttur eiganda til að nýta eign sína á þann veg sem hann kýs. Hins vegar er það réttur granna til að nýta sínar eignir í án óþæginda umfram það sem óhjákvæmilegt og venjulegt er. Reykmengun er ekki einskorðuð við fjöleignarhús og getur líka orðið illindaefni milli eigenda aðliggjandi einbýlishúsa. Þá kemur til kasta óskráðara grenndarreglna. Þolendur geta krafist þess að úr reykingum verði dregið eða fyrirbyggjandi gerðar. Ef skollaeyrum er skellt geta þolendur leitað til dómstóla. Sænskur „Stóri dómur“ Merkilegur dómur var kveðinn upp í Svíþjóð fyrir 3 árum þar var konu bannað að reykja í garði sínum að kröfu eiganda aðliggjandi einbýlishúss. Hann taldi sig verða fyrir miklum óþægindum vega reykinga hennar. Þessi dómur hefur vakið mikla athygli, deilur og umtal. Hann gengur mjög langt og grípur mjög afgerandi inn í eignarrétt konunnar og réttur reykþjakaða nágrannans er látinn vega þungt. Rétt- arþróun og almenningsálit þrengir og þjarmar jafnt og þétt að reykingum. Þar sem reykingarfólk átti forðum gleði- griðastaði er það nú útlægt og bann- fært. Þessi dómur hefði þótt út í bláinn fyrir örfáum árum en ef að líkum lætur er tímaspursmál hvenær ámóta dómur verður kveðinn upp á landinu bláa. Reykingafólk á vísast í vændum frekari harðindi og hremmingar. Öll vötn renna til Dýrafjarðar í því efni. Heiðnabergi verður tæplega þyrmt sem forðum en hvar í ósköpunum eiga þá vondir að vera?....Hvar er nú biskupinn góði? reykingar eru ekki bara til óþæginda og ama fyrir þá sem eru í námunda eru, heldur líka heilsuvá.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.