Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 35

Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 35
Helgin 11.-13. mars 2011  Kynning Efla Virðulegt hús fær andlitslyftingu K y n n in g Þ egar farið er í viðhald á húsum er mikilvægt að vandað sé til verks og að framkvæmdin sé vel undirbúin. Oft getur verið erfitt að átta sig á umfangi verksins og hvað það er sem þarf að gera. Húseigendur á Ægisíðu 98 leggja metnað sinn í gott viðhald á húseign sinni og fengu verkfræðistofuna EFLU til liðs við sig eftir að ákvörðun var tekin um að ráðast í endurbætur á húsinu. Húsið var skoðað hátt og lágt, þar sem ástand steypu og múrhúðar var metið ásamt því að farið var almennt yfir ástand hússins. EFLA gerði viðhalds- og kostnaðaráætlun út frá þeirri skoðun og lagði fyrir húsráðend- ur. Eftir að hafa farið yfir kostn- aðaráætlunina og þá verkþætti sem lagt var til að framkvæma var ákveðið að fá EFLU til að gera verklýsingar fyrir viðgerðir og bjóða verkið út. Viðgerðir fól- ust aðallega í steypuviðgerðum og endursteiningu á öllu húsinu ásamt málun á tréverki og þaki. Verktakinn Múrfell sá um við- gerðirnar sem þóttu vel heppnað- ar og þá sérstaklega endurgerð steiningar með sínu upprunalega útliti. Verkið var unnið undir nákvæmu eftirliti verkfræðistof- unnar EFLU sem sá um að halda verkfundi og að halda eigendum hússins upplýstum um fram- gang verksins og hvar það stæði kostnaðarlega – og tímalega – séð. Húsið skartar sínu fegursta í dag og má með sanni segja að það sé eitt af reisulegustu húsum Ægisíðunnar. Ægisíða 98 að loknum endurbótum. Húsið skartar í dag sínu fegursta. Járnhandrið á húsinu voru mjög illa farin vegna tæringar enda stendur húsið við sjávarsíðuna. Járnhandrið að loknum endur- bótum. Handriðin voru hreinsuð, sinkhúðuð og endurmáluð ásamt því að skipt var um timburlista. Eigum ýmsar vörur til viðgerða og viðhalds. Viðurkennd lím og þéttiefni í úrvali. Tré & gifsskrúfur í úrvali. Baðherbergisvörur og höldur. Efni til glerjunar á gluggum. Hurðarhúnar og skrár. Rennihurðajárn fyrir gler og timbur. Hurðarpumpur af ýmsum gerðum. Rafdrifnir hurðaropnarar. Hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. 104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.