Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 38
8 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011
Bílastæðamálun
Malbikun & malbiksviðgerðir
Vélsópun & þrif
Skilti
Kantsteinn & viðgerðir
Hellulagnir
www.verktak.is
verktak@verktak.is
Sími: 551 4000 • Fax: 551 0440 • GSM: 898 9993
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt teppi á stigaganginn –
nú er tækifærið !!!!
Eitt verð - niðurkomið kr. 5.690 m2
Verðdæmi:
70 fermetra stigahús með 8 íbúðum
Heildarverð kr. 398.300
Endurgr. VSK og meðal skattaafsl (68.460)
Raunverð kr. 329.840
pr. íbúð aðeins 41.230
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðar lausu
Kynning BSV
Viðskiptavinirnir
þróuðu fyrirtækið
Viðhald er stefnan í dag.
Kynning BSV
Spila álfarnir golf?
B jarni Hilmar Jónsson er framkvæmdastjóri og eigandi BS verktaka en fyrirtækið sérhæfir sig í viðhaldi bílastæða og lóða umhverfis
fyrirtæki og fjölbýlishús. „BS verktakar standa fyrir
bílastæða-verktaka og þess vegna BS en fyrirtækið
er trúlega eina fyritækið á Íslandi sem hefur verið
starfrækt að bandarískri fyrirmynd en svokölluð
„parking-lot maintenance“-fyrirtæki eru alþekkt í
Bandaríkjunum og víðar.
Hvað hefur fyrirtækið verið starfrækt lengi?
BS verktakar eru í ár 23 ára en fyrirtækið hefur
þróast, vaxið og dafnað mikið og segja má að við-
kskiptavinir fyrirtækisins hafi í raun þróað BS verk-
taka því upphaflega vorum við eingöngu í því að mála
og sópa bílastæði en óskir viðskiptavinanna hafa
mótað fyrirtækið í það sem það er í dag og stefnan
er að leysa öll þau verkefni sem koma upp á borð til
okkar hverju sinni og þannig að taka fyrirhöfnina af
viðskiptavinum við að finna góða verktaka í hin ýmsu
störf. Framkvæmið þið þá alla þá þjónustu sem fyrir-
tækið býður?
Já og nei, ef óskin tengist viðhaldi lóða og bíla-
stæða þá leysum við það verkefni. Við teljum okkur
þá bestu í málun bílastæða og viðgerðum á malbiki
en við höfum lært að það er ekki hægt að vera góður
í öllu og ef við getum ekki gert hlutina nógu vel þá
útvistum við þá þætti (outsourcing). Við vorum til
dæmis þeir fyrstu á Íslandi í hreinsun tyggigúmmís
af stéttum og hreinsun og vörn gegn veggjakroti.
Við komumst hins vegar að því að slík vinna hent-
aði ekki endilega okkar daglegu starfsemi og því
veljum við úr bestu verktakana í hina ýmsu þætti og
tryggjum þannig bestu þjónustuna og verðið en þar
fyrir utan losum við viðskiptavininn við fyrirhöfnina
við að leita, hringja eftir og semja við hina og þessa
verktaka.
Hvaða þjónusta er það þá sem þið bjóðið?
Kjarnastarfsemin er málun bílastæða, malbiksvið-
gerðir og vélsópun en við bjóðum einnig: háþrýsti-
þvott, bílastæðaskilti, hellulagnir, kantstein og við-
gerðir á kantsteini, jarðvegsskipti og ýmsa jarðvinnu,
malbikun á nýjum bílplönum og yfirlagnir á eldri
plön, veggjakrots- og tyggjóhreinun og svo almenna
lóðaumsjón og garðyrkju en ef upp kemur vandamál
eða verkefni þá leysum við það með sóma.
Við leggjum áherslu á að auðvelt sé að hafa sam-
band við okkur, hægt er að hringja beint í skipti-
borðið milli kl. 9 og 17 alla virka daga, það er hægt að
hafa samband við mig 24/7 í síma 898 9993 eða með
tölvupósti bjarni@vektak.is <mailto:bjarni@vektak.
is>. Svo er hægt að fylla út fyrirspurn eða beiðni um
tilboð á heimasíðu okkar www.verktak.is <http://
www.verktak.is> en þar eru líka ýmsar handhægar
upplýsingar.
M ikið hefur borið á Garðálfunum í Reykjavík upp á síðkastið og þegar málið var kannað kom í ljós að Björgvin Þórðarson, 25 ára
Reykvíkingur, fer fyrir nokkrum slíkum. Við hittum
Björgvin í vikunni og spurðumst fyrir um málið.
Garðálfarnir – af hverju það nafn? „Ja, það er nú
saga að segja frá því,“ segir Björgvin og brosir. „Ég
hef rekið garðyrkjufyrirtækið Sláttu- og garðaþjón-
ustu Björgvins í nokkur ár og í vetur, þegar ég var
að undirbúa vertíðina, fór ég að hugsa og komst að
því að mitt fyrirtæki og flestöll garðyrkjufyrirtæki
heita mjög svipuðum nöfnum. Ég vildi skera mig úr
hópnum, þar sem við veitum afbragðs þjónustu, og
líka bæta við smá húmor þar sem þjóðfélagið hefur
verið frekar þungt undanfarin ár og mikið um nei-
kvæðni.“
Og að hvaða leyti skera Garðálfarnir sig þá úr?
„Nú, við leitumst við að veita persónulega, fyrir-
myndarþjónustu og heildarlausnir en þótt það sé
algjört skilyrði og eitt aðalmarkmið fyrirtækisins
viljum við gera annað og meira.“
Hvað þá helst?
„Þótt það sé ekki algengt í garðyrkjugeiranum
þá finnst mér það liggja í augum uppi að fyrirtæki
eins og mitt eigi að vera „grænt“. Þess vegna er
það markmið mitt að allt sem til fellur fari í endur-
vinnslu. Tré sem ég felli eru söguð og hoggin í eldi-
við, greinar og minni tré eru kurluð og sett í beð og
tré og gróður sem er fjarlægður eru ýmist gróður-
sett annars staðar eða fara á safnhaug. Eins og ég
sagði áðan vildi ég skera mig úr og því vildi ég gera
enn meira og kallaði saman rýnihóp.“
Og hver varð svo niðurstaða hópsins?
„Niðurstaðan varð sú að það er í raun ekkert nýtt
undir sólinni í heimi garðyrkju enda hefur hún verið
stunduð um aldir og því var ákveðið að leita tæki-
færa í einhverri nýjung sem væri garðinum til sóma.
Einn úr hópnum er mikill markaðsmaður og ákvað
þemað „garðurinn og íþróttir“ og niðurstaðan varð
púttvellir enda er golfið nánast orðið þjóðaríþrótt
Íslendinga. Segðu okkur meira frá þeirri hugmynd.
„Já, við erum mikið búnir að funda um þessa hug-
mynd og erum komnir með mjög áhugaverða vöru.
Við ákváðum fljótlega að gera vellina þannig úr garði
að það væri hægt að nota þá nánast allt árið um kring
og þess vegna varð gervigras fyrir valinu. Við bjóð-
um fjórar gerðir af grasi af misjöfnum gæðum og
eiginleikum, vellirnir geta verið með snjóbræðslu,
misstórir og misjafnir að lögun. Þetta er mjög spenn-
andi verkefni enda hafa margar fyrirspurnir borist
og nokkrar pantanir. Vorið hefur bara látið á sér
standa í ár og því engin verk sem ég get sýnt þér.“
Björgvin segir líka að þótt það sé mikið að gera
þessa dagana sé alltaf hægt að bæta við sig fleiri
görðum til að hugsa um.
Það geta allir náð í mig í síma 892 9999 alla daga
allan sólarhringinn. Það er líka hægt að senda mér
tölvupóst á gardalfar@gardalfar.is <mailto:gardalf-
ar@gardalfar.is>, og heimasíðuna okkar www.gar-
dalfar.is.
K
y
n
n
in
g
K
y
n
n
in
g