Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 06.05.2011, Qupperneq 42
12 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011 AÐRAR LAUSNIR VIÐGERÐAEFNI FLOTEFNI Fáðu nánari upplýsingar: 4400500 www.steypustodin.is Gott viðhald Ein besta fjárfesting sem völ er á í dag. PICSEAL yfirborðsefni Fyrir steypta fleti eins og hellur og mynstursteypu. Efnið lokar yfirborðinu, ver fyrir vatni, salti og sól. Hindrar að olía og tyggi- gúmmí nái að festast við. STO útiflot Sementsbundið flotefni sem er ætlað til notkunar utanhúss eða í iðnaðar- rými. Má leggja í þykktum frá 5 - 50 mm. Conplan KF þurrefni Sementsbundinn flot- múr til afréttingar á steyptum gólfum. Má leggja í þykktum frá 3 - 30 mm í hverri umferð. Fasademörtel SI Sérútbúinn límingarmúr til steiningar á steypta veggi og múraða fleti. Hentar einnig til minni- háttar viðgerðar. Fæst í nokkrum litum. Mjög góð viðloðun. Redidrep 45 RSF Frostþolin hraðmúr- blanda til viðgerðar á steinsteypu. Blandan er trefjarbundin með mikla og góða viðloðun. Mjög auðveld í vinnslu. Megafix flísalím Hágæða úti og inni lím. Öllum vörum fylgir efnis- og verklýsing Komum á staðinn og gerum tilboð þér að kostnaðarlausu, erum búnir að vera í sólpallasmíði í 18 ár, erum snöggir og vöndum vinnu okkar. upplýsingar veittar í síma 697-9660. Ólafur www.betripallar.com SÓLPALLAR S umarið er tími útiveru. Til að njóta sem best veðurblíðunnar heima við er æ algengara að fólk komi sér upp svokölluðum sólpöllum í görðum sínum. Til að taka af mesta garrann og í þeim tilgangi að njóta aukins friðar fylgir smíði sólpalla gjarnan uppsetning skjólveggja umhverfis pallinn. Að mörgu getur verið að hyggja áður en ráðist er í smíði sólpalls og skjól- veggja. Til að framkvæmdir séu löglegar getur bæði þurft að leita samþykkis bygg- ingaryfirvalda og meðlóðarhafa. Samþykki meðlóðarhafa Algengt er að fleiri hús eða húshlutar standi á sameiginlegri lóð sem telst í óskiptri sam- eign allra húsanna eða húshlutanna. Hér undir geta t.d. fallið parhús, raðhúsalengjur, fjölbýlishús með mörgum stigagöngum og jafnvel hús sem ekki eru sambyggð öðrum húsum en tilheyra sömu lóð. Sé lóð í sam- eign hefur það þá þýðingu að einstökum eigendum hennar verður ekki fenginn auk- inn og sérstakur réttur til hagnýtingar lóðar eða lóðarhluta umfram aðra eigendur nema þeir allir ljái því samþykki. Uppsetning palls og/eða skjólveggja felur í sér aukinn og sérstakan rétt eins umfram aðra. Þannig getur t.d. eigandi á jarðhæð í fjölbýlishúsi almennt ekki reist sólpall eða girt sig af án þess að samþykki annarra eigenda hússins liggi fyrir. Ef eigandi, sem hefur hug á því að leggja sólpall, er ekki öruggur á hverjir eru með- lóðarhafar hans getur hann gengið úr skugga um það með því að kanna eigna- skiptayfirlýsingu eða lóðarsamning sem þinglýst er á fasteign hans. Allt of algengt er að sá sem framkvæmir gangi of skammt í þessum efnum, leiti t.d. einungis samþykkis í sínum stigagangi eða aðeins þeirra sem eiga aðliggjandi íbúðir í húsi en síðar komi í ljós þegar mannvirki eru risin að fleiri áttu réttilega að eiga hlut að máli. Þrátt fyrir að lóð sé sameiginleg er nokkuð um það, einkum í nýrri húsum, að ákveðnir hlutar lóðarinnar séu í eigna- skiptayfirlýsingu eða sérstöku samkomu- lagi eigenda gerðir að svokölluðum séraf- notaflötum einstakra eigenda. Í því felst að eiganda er veittur einkaréttur til afnota og umráða yfir þeim hluta lóðarinnar sem felur þá jafnframt í sér kvöð á aðra eigendur að lóðinni að virða þennan einkarétt. Um leið tekur sérafnotahafi á sig stofn-, viðhalds- og umhirðukostnað við flötinn. Þótt eiganda sé þannig ýmsar ráðstaf- anir heimilar á sérafnotafleti sínum þýðir það ekki að hann hafi frjálsar hendur um hvaðeina þar. Verið getur að hann þurfi að leita samþykkis a.m.k. einfalds meiri- hluta eigenda á húsfundi áður en ráðist er í smíði palls og skjólveggja. Ef samþykktar teikningar hússins og byggingarlýsing gera ráð fyrir palli og/eða skjólveggjum verður að telja að eigandi geti ráðist í slíkar fram- kvæmdir í samræmi við teikningar eða byggingarlýsingu án sérstaks samþykkis. Ef lýsing sérafnotaréttarins mælir hins vegar ekki fyrir um þessa hluti og ekki er gert ráð fyrir slíkum mannvirkjum á sam- þykktum teikningum verður sérafnotahafi að bera fyrirhugaðar framkvæmdir undir sameiginlegan fund eigenda enda geta slíkar framkvæmdir haft áhrif á heildarútlit húss og lóðar, en ákvörðunarvald um útlit utandyra er í höndum húsfundar sam- kvæmt fjöleignarhúsalögum. Stærð og gerð umræddra mannvirkja eru síðan ráðandi sjónarmið við mat á því hvort samþykkis einfalds meirihluta eigenda eða fleiri er áskilið samkvæmt ákvæðum fjöleignar- húsalaga. Samþykki byggingaryfirvalda Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum er meginreglan sú að byggingarleyfi þurfi fyrir öllum húsbyggingum og breytingum á þeim ásamt jarðföstum framkvæmdum á lóð. Þá þarf að leita samþykkis byggingar- yfirvalda fyrir gerð á frágangi girðingar á lóð ef hún er hærri en 1,80 m eða nær lóðar- mörkum en svar hæð hennar. Byggingar- leyfi getur því þurft fyrir palli á lóð og/eða skjólveggjum umhverfis hann án þess að það sé fortakslaust skilyrði í öllum tilvikum. Ef sýnilegt er að stærð og gerð umræddra mannvirkja hefur áhrif á svipmót húss og að ósamræmi verði í frágangi lóðar er vissara fyrir eigendur a.m.k. að leita sér upplýsinga hvort yfirvöld telji framkvæmdina bygg- ingarleyfisskylda.  Sólpallar Að mörgu að hyggja áður en sólpallurinn er byggður Til að njóta sem best veðurblíðunnar heima við er æ algengara að fólk komi sér upp sólpöllum og skjólgirðingum í görðum sínum. Leita getur þurft sam- þykkis byggingar- yfirvalda og meðlóðar- hafa. Sólpallur og skjólgirðing er draumur margra en til þess að framkvæmdir séu löglegar getur bæði þurft að leita samþykkis byggingaryfirvalda og meðlóðarhafa. M iðvikudaginn 6. apríl undirrituðu Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram-kvæmdastjóri Búseta, og Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri HGL, samstarfssamning um fyrirbyggjandi viðhald á fasteignum Búseta með hreinsun og fóðrun neysluvatnslagna með LSE-System. HGL ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í fyrir- byggjandi viðhaldi neysluvatnslagna með LSE- System sem er einstök tækni á heimsvísu. 25 ára reynsla er komin á þessa margviðurkenndu tækni þar sem komið er í veg fyrir áframhald- andi óþægindi, tæringu, ryðútfellingar, stíflu, leka og síðast en ekki síst óþarfa stóraukinn viðhaldskostnað. Búseti undirritar samstarfs- samning við HGL ehf. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta og Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri HGL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.