Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 51
www.myndlistaskolinn.is
MÓTUN leir og tengd efni
Diplómanám 4 annir
Ígildi 120 ECTS eininga til BA náms hjá
erlendum samstarfsskólum
UMSÓKNARFRESTUR TIL 30. maí
Myndlista- og hönnunarsvið
Fornám 2 annir
Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í
arkitektúr, hönnun og myndlist.
UMSÓKNARFRESTUR TIL 23. maí
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
46
67
0
4/
11Lægra
verð
í Lyfju
15%
afsláttur í maí
á öllum stærðum af
Nicotinell IceMint
Dæmi: 2 mg, 204 stk.
með afslætti 5.516 kr.
skoðun
Umferð gömlu mannanna
Í slenski boltinn fór af stað um síðustu helgi með látum. Knatt-
spyrnan, sem boðið var upp á,
var ekki sú áferðarfallegasta en á
þessum árstíma er sennilega sann-
gjarnt að taka viljann fyrir verkið.
Meira fór fyrir baráttunni en brasil-
ískum bílastæðabolta. Enda vell-
irnir ósléttir. Það sem stendur upp
úr í fyrstu umferðinni er sennilega
frammistaða gömlu mannanna –
reynsluboltanna sem drógu vagn-
inn fyrir sín lið þegar mest á reyndi.
Jóhann Birnir Guðmundsson,
orðinn 34 ára, kom af bekknum
hjá Keflavík og sneri jafntefli gegn
Stjörnunni í unninn leik með tveim-
ur mörkum. Tryggvi Guðmunds-
son skoraði sitt 117. mark í efstu
deild þegar hann tryggði ÍBV sigur
á Fram eftir að venjulegum leik-
tíma var lokið. Og Helgi Sigurðs-
son kom sínum mönnum í Víkingi á
bragðið í nýliðaslagnum á móti Þór.
Bæði Tryggvi og Helgi verða 37
ára á þessu ári. Annar er gráhærður
og hinn hefur gefist upp í vonlausri
baráttunni og krúnurakað sig. Burt-
séð frá háralit og hárleysi virðast
þessir andans menn ekki eldast
sem knattspyrnumenn. Vissulega
eru þeir ekki jafnfljótir og þeir
voru en það sem þeir hafa misst
af hraða hafa þeir öðlast í reynslu.
Reynslu sem er ekki tínd upp úr
fjörugrjótinu eins og ekki ómerk-
ari maður en Guðjón Þórðarson
sagði alltaf þegar hann sannfærði
menn um að James Bett, yndisleg-
ur Skoti í yfirvigt, væri frábær kaup
fyrir KR árið 1994.
Helgi og Tryggvi eru leiðtogar
sinna liða, lifandi dæmi þess að
ástríðan getur haldið mönnum
ungum langt umfram almanaks-
árin. Frábærar fyrirmyndir. Og það
er eitthvað sem segir mér að fyrsta
umferðin verði ekki eina umferð-
in þar sem þessir tveir toppmenn
koma sínum liðum til bjargar.
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
HUNDRAÐASTA ÍSLANDSMÓTIÐ
Fram-ÞÓr, lau kl. 16
Bæði lið töpuðu leikjum sínum í fyrstu
umferð. Fram beið lægri hlut fyrir ÍBV þar
sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Lítið
var hægt að dæma Framara af spilamennsk-
unni gegn ÍBV þar sem mikill vindur setti
svip sinn á leikinn. Ljóst er þó að brotthvarf
markvarðarins Hannesar Þórs Halldórs-
sonar þarf ekki að valda þeim áhyggjum.
Hinn ungi og efnilegi Ögmundur kristins-
son stóð vaktina frábærlega og vilja margir
knattspyrnuspekingar sjá drenginn í U-21 árs
landsliðinu.
Nýliðar Þórs töpuðu nýliðaslagnum gegn
Víkingi í Víkinni. Liðið er ungt og Gunnar
már Guðmundsson var eini leikmaðurinn í
byrjunarliðinu sem hafði áður spilað í efstu
deild. Ef mið er tekið af fyrsta leiknum þarf
Páll Viðar þjálfari helst að fá meiri ógn á
síðasta þriðjungi vallarins. Helst er horft til
Davids Diztl en hann var meiddur í fyrsta
leik og verður tæpast klár í leikinn gegn
Fram. Hinn ungi miðjumaður atli Sigur-
jónsson lofar virkilega góðu. Hann er frábær
spyrnumaður og þurfa Þórsarar nauðsynlega
að nýta betur sendingar hans inn í teiginn.
Ekkert vantar hins vegar upp á baráttuna hjá
Þórsurum frekar en Frömurum og má búast
við fjörugum leik í Laugardalnum.
SPÁ: 2-0 fyrir Fram
Stjarnan-VíkinGur lau kl. 16
Stjörnumenn urðu fyrir mótlæti í fyrstu
umferðinni í Keflavík þegar klárri vítaspyrnu
á Keflvíkinga var sleppt í stöðunni 2-2. Eftir
það datt botninn úr leik liðsins. Það verður
því verkefni Bjarna jóhannssonar þjálfara
að rífa liðið upp úr svekkelsi mánudagsins.
ingvar jónsson, markvörður liðsins, var
meiddur í fyrsta leik en kemur inn. Stjarnan
þarf á toppleik að halda frá lykilmönnum
sínum í sóknarleiknum, Garðari jóhannes-
syni og Halldóri Orra Björnssyni.
Víkingar treysta á að gömlu mennirnir Helgi
Sigurðsson og Björgólfur takefusa dragi
vagninn sóknarlega líkt og þeir gerðu gegn
Þór. Mun meira þarf að koma út úr finnska
miðjumanninum Denis abdulahi heldur en
gegn Þór ef félagið ætlar sér að ná háleitum
markmiðum sumarsins.
SPÁ: 1-1
íBV-Fylkir lau kl. 16
Eyjamenn byrjuðu með sigri og fylgdu þar
með eftir frábæru gengi á síðasta sumri. Þeir
eru erfiðir heim að sækja og með tryggva
Guðmundsson í toppformi verða þeir án
nokkurs vafa á meðal efstu liða.
Fylkismenn þurfa að sanna það fyrir sjálfum
sér og öðrum að þeir geti spilað meira en
einn góðan hálfleik og geti komið til baka
eftir að hafa fengið á sig mark. Frábærir
taktar og yfirburðir í fyrri hálfleik ásamt
algjöru hruni í síðari hálfleik hafa verið á
boðstólum í undanförnum leikjum. Fylkis-
liðið er vel mannað en þarf að halda haus.
Einn góður hálfleikur nægir ekki til að vinna
fótboltaleiki.
SPÁ: 2-1 fyrir ÍBV
GrinDaVík-Valur Sun kl. 19.15
Grindvíkingar unnu eftirminnilegan sigur
á Fylkismönnum í fyrstu umferðinni. Gengi
Grindvíkinga mun standa og falla með því
að einhver framherja liðsins stígi upp og fylli
skó Gilles Ondo, markahæsta leikmanns
deildarinnar í fyrra, og hvort liðið hefur kjark
til að spila fótbolta líkt og það gerði í síðari
hálfleik gegn Fylki en ekki í þeim fyrri þar
sem ekkert spil var í liðinu.
Valsmenn mæta fullir sjálfstrausts eftir sigur
á FH í fyrstu umferð. Allir leikmenn liðsins
eru heilir og það verður gaman að sjá hvort
kristjáni Guðmundssyni þjálfara tekst að
halda mönnum á jörðinni eftir sigurinn á FH.
SPÁ: 1-2 fyrir Val
kr-keFlaVík Sun kl. 19.15
KR-ingar unnu mikilvægan sigur á sjálfum
Íslandsmeisturunum í fyrstu umferð. Góðu
fréttirnar fyrir KR eru að Bjarni Guðjónsson
er í miklu betra formi en í fyrra og kjartan
Henry Finnbogason virðist hafa þroskast
mikið.
Lið Keflavíkur er mikið breytt frá því í fyrra.
Liðið sýndi mikinn karakter gegn Stjörnunni
og þarf að finna hann aftur, ætli það sér
að vinna á KR-vellinum. Það væri ótrúlegt
ef jóhann B. Guðmundsson yrði ekki í
byrjunarliðinu eftir innkomu sína gegn
Stjörnunni.
SPÁ: 3-1 fyrir KR
FH-BreiðaBlik Sun kl. 19.15
Stórleikur umferðarinnar. Bæði lið töpuðu í
fyrstu umferð. FH er með best mannaða liðið
í deildinni en eins og Heimir Guðjónsson,
þjálfari liðsins, benti á eftir Valsleikinn þarf
að mæta til leiks með rétt hugarfar. Það vott-
aði fyrir vanmati í Valsleiknum og því þarf
Heimir að eyða fyrir leikinn gegn Breiðabliki.
Á góðum degi eiga fá lið roð í FH-liðið.
Breiðablik glímir við brotthvarf Alfreðs
Finnbogasonar og leikbann markvarðarins
snjalla, ingvars kale. Ólafs kristjánssonar
bíður erfitt verkefni við að verja titilinn með
sama mannskap og í fyrra fyrir utan besta
leikmann deildarinnar sem er horfinn á
braut.
SPÁ: 3-2 fyrir FH
fótbolti PePsi-deildin
Heil umferð um helgina
Kjartan Henry
Finnbogason
skoraði tvö
mörk í fyrstu
umferðinni
gegn Breiða-
bliki.
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla um helgina. Stórleikur um-
ferðarinnar verður spilaður í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti
Íslandsmeisturum Breiðabliks. FH, sem flestir hafa spáð Íslands-
meistaratitli í sumar, tapaði fyrsta leik sínum gegn Val, 1-0, og
Blikar hófu einnig titilvörn sína með tapi, gegn KR í Kópavoginum.
Fréttatíminn spáir í spilin fyrir umferðina.
Lj
ós
m
yn
d/
Te
it
ur
fótbolti 31 Helgin 6.-8. maí 2011