Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 58

Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 58
 MatartíMinn af hverju hættu íslendingar að borða Mófugl? o kkur vitanlega hefur eng-inn þjóðhátta- eða sagn-fræðingur, menningar- fræðingur eða kokkur rannsakað hvers vegna Íslendingar hættu að borða mófugl. Það má fá lóu og þröst á veitingastöðum í Noregi og spóa í Skotlandi og á Írlandi en við, afkomendur þessara þjóða, látum sem það sé engu minni synd að skjóta og borða mófugl en engil Guðs af himnum. Vegna skorts á kenningum um þetta mál viljum við bjóða upp á eina heimabakaða; að það hafi verið frystiskip og argentínsk naut sem hafi skapað forsendur fyrir friðun lóunnar. Ekki Jónasi að kenna Andstyggð á mófuglaáti er tiltölu- lega nýtilkomin. Fyrir um einni, tveimur öldum þótti sjálfsagt að veiða mófugl á vorin. Skárra væri það nú líka matvendnin að neita sér um þetta nýmeti eftir vetur sem var langur, dimmur, daufur og fábreytilegur í annan endann. Nú kann einhver að halda að rómantík Jónasar og Fjölnis- manna hafi snúið Íslendingum frá mófuglinum; að ljóð Jónasar hafi verið sem lýðheilsulegur áróður eða Hjálpum-þeim-(fuglunum?)- söngur. Eða að Jónas hafi ort tákn viðkvæms samfélags Íslendinga í brjóst vorboðans og fuglaát því orðið Íslendingum sem sjálfsát; að éta drauma sína og þrár. Slík túlkun gerir hins vegar of mikið úr umvöndunarafli dæg- urlaga. Rómantísk náttúrusýn Fjölnismanna sneri auk þess ekki að verndun heldur nýtingu. Þeim fannst sú á fegurst sem hafði mest af feitum laxi og það bjarg tignar- legast sem gaf mest af eggjum. Jónas átti í engum vandræðum með að borða þresti þótt hann bæði einn þeirra fyrir kveðju yfir hafið. Til að skilja hvers vegna Ís- lendingar hættu að borða fuglana verður því að umorða spurning- una: Hvenær urðu Íslendingar of saddir til að nenna að elta uppi fugl út um móa og mela? Stærsta „bailout“ sögunnar Svarið liggur í skammlífu blóma- skeiði íslenskra sveita á tímum sauðasölunnar til Bretlands. Þetta er eina tímabil sögunnar sem íslenskur landbúnaður hefur staðið undir sér sem atvinnugrein. Vöxtur borga í Englandi iðnbylt- ingarinnar hafði étið upp alla framleiðslugetu enskra sveita og spekúlantar leituðu því víða um nálæg lönd að mat handa breskum verkalýð, meðal annars til Íslands. Í fáeina áratugi í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu voru fluttir út frá Íslandi sauðir sem fitaðir voru á rófukáli í Skotlandi, slátrað og seldir á enskan markað. Þetta gat af sér búmm í íslenskum sveitum. Bændur sáu peninga í fyrsta skipti í meira en þrjár aldir. Kindastofninn tvöfaldaðist, félags- líf efldist, kaupfélög voru stofnuð og ungmennafélög spruttu upp. Þessi bjartsýni uppgangsáranna varð jarðvegur sjálfstæðisbarátt- unar; eftir á að hyggja dálítið óraunsæ. Og eftir búmmið kom hrun. Þegar frystitækni náði fótfestu stóðst íslenskt kindakjöt engan samanburð við nauta- og svína- kjöt. Markaðir fyrir tvöfaldan fjár- stofn gufuðu upp. En þá var komin heimastjórn á Íslandi og bændur sestir í valdastóla. Í stað þess að draga saman og fækka fé greip heimastjórnin til stærsta „bailout“ Íslandssögunnar og keypti fyrir skattfé allt það kjöt sem bændur höfðu áður framleitt fyrir Eng- landsmarkað – ekki bara í eitt ár eða tvö, heldur eru íslenskir skatt- greiðendur, hundrað árum seinna, enn að borga bændunum kjötið sem enskir vilja ekki sjá. Þjóðrækni gegn afdalamennsku Og kjötinu var dembt yfir Ís- lendinga og umbreytti matarvenj- um landsmanna. Umgengni um sauðféð og nýting þess hrörnaði; ullin var verr nýtt og aðeins bestu kjötbitarnir étnir en heila, milta, lungum og öðru góðmeti hent. Hvergi í veröldinni eru dýr jafn illa nýtt og á Íslandi. En kindakjötsfjallið dró líka stórlega úr nýtingu á villtum fugli og eggjum. Sauðasalan var fjár- hagslegur grunnur sjálfstæðis- baráttunnar og hins nýja Íslands. Kindakjötið tilheyrði hinni sameinuðu þjóð á meðan nýting villtrar náttúru er alltaf staðbund- in – endur við Mývatn, fýll undir Eyjafjöllum, selur í Breiðafirði, lundi í Eyjum o.s.frv. Þessum hefð- um var því fórnað á altari þjóðern- isvakningar ásamt mállýskum og öðrum einkennum héraðsmenn- ingar. Það var þjóðræknislegt að éta kjötfjallið en afdalamennska að borða villibráð. Það er spurning hvort okkur sé ekki óhætt að byrja aftur að borða lóur og spóa, nú þegar kaupfélögin eru dauð, ungmennafélögin orðin að sportistaklúbbum og sauða- stofninn aftur kominn niður í 400 þúsund fjár.  Matarkista vorsins 38 matur Má bjóða þér spóa? Fíflar, mófugl og egg Helgin 6.-8. maí 2011 Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Þótt Íslendingar hafi að mestu hætt að borða mófugl fyrir rúmri öld gera nágrannaþjóðir okkar það með góðri lyst. Og engin ástæða til annars. Lóa, spói og aðrir mófuglar eru herra- mannsmatur og voru lengst af Íslandssögunnar fyrsta nýmeti vorsins. Argentínskir kúasmalar komu íslensku mófugl- unum til bjargar upp úr aldamót- unum 1900 með aðstoð frysti- tækninnar, áhrifa bænda innan íslensku heima- stjórnarinnar og þjóðræktar sem stefnt var gegn hefðum í héraði. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Fíflablöðin má nota í salat snemma á vorin þegar þau eru ung og enn ekki orðin of bitur. Þeir sem búa að góðum fíflabreiðum geta slegið fífilinn upp úr miðjum júní og fengið aðra uppskeru þremur vikum síðar. Blómunum er hægt að velta upp úr tempúra-deigi (eða orly-deigi fyrir þá sem óttast ekki glúten) og djúpsteikja. Vorboðinn ljúfi hristi ekki aðeins vetrardrómann af fólki með söng heldur var lóan, eins og annar mófugl, fyrsta nýmetið sem fólk fékk eftir marga mánuði. Íslendingar hættu að borða mófugla fyrir um hundrað árum en þá má finna á borðum allra nágrannaþjóða okkar. Andaregg hafa alla tíð verið hirt til matar á Íslandi. Við Mývatn voru þau kæst (og eru enn) svo neyta mætti þeirra allt sumarið og fram á haust. Villtur kerfill getur verið hvassari á bragðið en kerfill sem er rækt- aður til matar. Veljið því smærri blöðin og smakkið áður en þið setjið þau í salat, brytjið út í súpuna eða sósuna. Það er víða siður að fagna vori með fullum potti af kríueggjum og borða síðan á sig gat í góðra vina hópi. Vegna breytinga í hafinu undanfarin ár og minni átu er hins vegar léleg viðkoma hjá kríustofn- inum hérlendis og því lítill fögnuður við að borða eggin frá fuglinum. Spóinn er stærri og kjötmeiri en lóan og er, eins og aðrir fuglar af snípuætt, víðar matfugl en lóan eða þrösturinn.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.