Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 60

Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 60
40 grill og matur Helgin 6.-8. maí 2011 KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - vikutilboð 5. maí - 11. maí Grísa-grillspjót í SixtySix marineringu 2.995 kr/kg 1.995 kr/kg Kjúklingasúpa fyrir fjögurra manna fjölskyldu 1.495 kr/stk Alvöru 200gr BBQ-kryddaðir hamborgarar 350 kr/stk Gráðostasósa 50% afsláttur nýtt í sumar Grísahnakki kryddað/ marinerað, ferskt salat með fetaosti, kartöflusalat, sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með. Verð kr 1.490 á mann GrILLtILBOÐ 1 Grísahnakki og lambalæri- sneiðar kryddað/marinerað, sætkartöflusalat, ferskt salat með fetaosti og ólívum og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með. Verð kr 1.690 á mann GrILLtILBOÐ 2 Lamba file eða rib-eye í rósmarin- og hvítlauks- marineringu, sætkartöflusalat, bökuð kartafla, ferskt salat með sólþurkuðum tómötum og fetaosti og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með. Verð 2.490 á mann GrILLtILBOÐ 3 Nauta rib-eye í amerískri Texas marineringu, sætkartöflusalat, ferskt salat með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti. Kartöflustrá og/eða bökuð kartafla með kryddsmjöri eða bearnessósu og sósa að eigin vali. Hægt er að fá plastdiska og hnífapör með. Verð 2.990 á mann GrILLtILBOÐ 4 100% gæða hráefni GrILLtILBOÐ fyrIr hópa fyrIr 10 manns eÐ a fLeIrI OpIÐ um heLGIna föSTudAGur KL. 10-19 LAuGArdAGur KL. 11-17 Leitaðu til fagmanna H vort sem það er á svölunum eða í garðinum, er eitt víst. Það er að minnsta kosti eitt grill á hverja fjöl- skyldu á Íslandi. Púritanarnir halda því svo fram að kolagrill sé eina leiðin til að svíða góða steik en gasgrillin hafa þó sjálfsagt vinninginn þegar haldið er út með pylsurnar. Ef við tökum púritanana á orðinu og áætlum að kolin hafi vinninginn er ekki sama hvernig grillið er í laginu. Það er nefnilega nauðsynlegt að hafa lok á því ætli maður að elda eitthvað kjötmeira en hamborgara og pylsur. Við eigum grillmenninguna eigin- lega einum manni að þakka – og það hvorki kokki né matargúrú, heldur stál- verkamanni að nafni Geroge Stephen. Kú- lugrillið, þetta með holunum í toppnum, er nefnilega uppfinning hans. Þreyttur á þessum gömlu opnu grillum ákvað George að það hlyti að vera betri leið til þess að grilla. Hann vann við að sjóða saman stálbaujur í verksmiðju Weberbræðra í Chicago. Það var einmitt úr slíkri bauju sem George bjó til fyrsta kúlugrillið. Með því að saga hana í sundur og setja svo þrjár lappir á neðri helminginn og hald á þann efri. Nágranninn kom svo með hugmyndina að götunum góðu sem eru svo nauðsynleg til þess að hafa góða stjórn á eldinum.Ekkert er vitað hvað varð um baujuframleðsluna en hitt liggur fyrir að Weber-nafnið er ekki tengt þeim lengur heldur vel smíðuðum grillunum. Það er Járn og gler í Skútuvog- inum sem flytur Weber-grillin inn og einnig fjölmarga fylgihluti, eins og  Kolagrill Ekki Hafa öll kol sömu EiginlEika Grillmenningin er stálverkamanni að þakka Weber-nafnið er ekki lengur tengt baujum heldur vel smíðuðum grillum. Weber- kúlugrill. Sævar Þór Guðmundsson og Kjartan Ágústsson hjá Járn og gleri Ekki nota grillvökvann! t.d. tangir, grill- bursta og síðast en ekki síst góð kol. Það segir sig nokkurn veginn sjálft að kolin eru frekar mikilvæg þegar kemur að kolagrillum. Það sem flestir kalla kol er það sem aðrir í heiminum kalla „brikettur“. Sallanum sem verður til þegar viðarkol eru gerð er þjappað saman með ólíkum efnum og svo bindi- efnum til að búa til þetta koddalega lag sem við þekkjum. Venjuleg viðarkol eru hins vegar óregluleg í laginu og, eins og nafnið bendir til, alltaf úr koluðum viði. Öll „kol“ hafa því ekki sömu eiginleika og það eru að sjálfsögðu hægt að kaupa misgóð kol. Eiginleikarnir eru svo ekki endilega þeir sömu milli viðarkola og „briketta“. Viðarkolin brenna yfirleitt mun heitar og skemur en „briketturnar“ hægar með jafnari en aðeins lægri hita. Enn er svo eitt sem vert er að hafa í huga áður en fírað er upp og það er uppkveikivökvinn alræmdi. Það er í rauninni bara eitt um hann að segja. Ekki nota hann! Þótt gaman sé að kveikja upp í góðu báli vill enginn bensínbragð í fínu prime rib steik- ina sína. Það á að nota þar til gerða strompa þar sem nóg er að kveikja í einni til tveimur opnum úr dagblaði, vættum með nokkrum dropum af matar- olíu. Nú eða kveikja í þeim með gasi. Annað hvort á sérhönnuðum grillum með gasuppkveikju, prímus eða bara gamaldags gastæki. Kola- brikettur hitaðar með Weber- kola- strompi

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.