Fréttatíminn - 06.05.2011, Síða 62
42 grill og matur Helgin 6.-8. maí 2011
G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i
Þú færð NOW fæðubótaefni um land al lt
NOW® Eve Women’s Multiple er
sérstaklega samsett fjölvítamín fyrir konur
sem óska eftir góðri fjölvítamín-
og steinefnablöndu. Belgir sem er
létt að kyngja og hámarka upptöku.
Kynntu þér málin í nýrri bók
Þorbjargar Hafsteinsdóttur.
10
á
ru
m
y
ng
ri
á
1
0
vi
ku
m
Þ að er vert að hafa í huga þegar grillað er að grillið sé hreint, öll áhöld til staðar og að búið sé að
undirbúa meðlætið, sósuna og leggja
á borð. Ef þetta er allt klárt þá er mun
auðveldara að gefa sér tíma í að grilla
og meiri líkur á að maturinn heppn-
ist. Geir Rúnar Birgisson, kjötiðnað-
armeistari hjá Kjötbúðinni, er maður
sem veit hvaða stykki hentar á funheitt
grillið. Við val á nautakjöti þarf að hafa
í huga hvaða tíma hefur þú til þess að
grilla og hverjum er boðið í mat. Besta
grillsteikin, að mínu mati, er feitt
nautakjöt. Fitan af nautinu er einfald-
lega góð á bragðið og hún eykur líkurn-
ar á að kjötið verði bragðgott og mjúkt.
Gott er að pensla nautakjöt með olíum,
soyasósu og krydda með salti og pipar.
Grillun á feitum nautasteikum, eins og
ribeye, entrecote, primeribs og t-beini
er auðveld, mikinn hita til að byrja með
og lækka svo hitann og jafnvel slökkva
á brennurum þar sem kjötið er því þá
er engin hætta á það brenni þótt það
sé feitt. Góð sneið af nautakjöti á ekki
að taka lengri tíma en 3-4 mínútur á
hvorri hlið á heitu grillinu en einnig
er hægt að loka sneiðum í 1 mínútu á
hvorri hlið
og svo í 10 mín-
útur við lágan hita.
Einnig er stór og góður ham-
borgari alltaf frábær grillsteik.
Ekki má heldur gleyma því hvað ís-
lenska lambakjötið er frábær grillsteik.
Ekkert er betra en að fara í gott kjöt-
borð og velja sér fallega lambakjöts-
steik og láta meistarann krydda hana
eins og þú vilt.
Grillaðar grísalundir í bitum eru frá-
bær fitulaus steik. Biddu
meistarann að skera lundina
og krydda svo að þér heppnist
betur að elda hana. Best er að
nota sömu grillunaraðferðir eins og
lýst er hér á undan.
Og munið að yfirleitt tekur styttri
tíma að elda kjötið en upphaflega var
áætlað. Kjarnhitamæli er líka nauðsyn-
legt að hafa við höndina og kynna sér
hvernig hann virkar. Eldun á „medi-
um nauti“ er 58 gráður, en á lamba-og
svínakjöti 60-64 gráður.
Ef reykja á kjöt eða fisk heima
við eða í sumarbústaðnum er
tilvalið að skella reykofninum
beint ofan á grillið.
V insældir reykofnanna í Veiðihorninu hafa aukist gríðarlega síðustu árin
enda auðvelt að töfra fram veislu-
máltíð á nokkrum mínútum með
reykofni. Reykofna er hægt að nota
úti í náttúrunni, á ferðalögum en
þeim fylgja brennarar fyrir rauð-
spritt sem komið er fyrir á standi
undir reykkassanum sjálfum.
Ef reykja á kjöt eða fisk heima við
eða í sumarbústaðnum er tilvalið að
skella reykofninum beint
ofan á grillið. Passa þarf þó að hafa
grillið opið svo plasthandfang á loki
ofnsins bráðni ekki.
Reykofnarnir eru auðveldir í
notkun. Beykisagi sem fæst í Veiði-
horninu er sáldrað í botninn. Log-
inn frá brennaranum eða grillinu
sér um að hita sagið svo það brenni
og gefi frá sér reyk. Hægt er að
reyksjóða bæði kjöt og fisk í rey-
kofnum.
Ólafur Vigfússon, eigandi Veiði-
hornsins, hefur gert mikið af því að
heitreykja fisk og segir það fljótlegt
og ómótstæðilega gott. Þetta tekur
ekki heldur ekki nema um það bil
20 til 25 mínútur.
Eftir að saginu hefur verið komið
fyrir neðst í reykofninum er
komið fyrir bakka sem
fylgir og ætlað er að
taka við safa sem kemur úr fiskin-
um eða kjötinu.
Því sem á að reykja er komið
fyrir á grind fyrir ofan bakkann.
Því næst er ofninum lokað og kom-
ið fyrir á logandi brennurum eða
grilli.
Best að nota ekkert krydd heldur
salta eftir smekk. Gott getur þó ver-
ið að nota ferskt blóðberg, graslauk
eða aðrar ferskar kryddjurtir með
í hófi. Þá er þjóðráð að setja tvo til
þrjá sykurmola í kassann þegar lax
eða silungur er reyktur en sykur-
inn bráðnar við hitann og myndar
fallega gljáandi húð á fiskinn sem
verður enn girnilegri fyrir vikið.
Fiskurinn er borinn fram með
kaldri sósu.
Biddu meistar-
ann að skera
lundina.
Kjötbúðin Geir rúnar BirGisson kjötiðnaðarmeistari
Besta grillsteikin
er feitt nautakjöt
Ekki má heldur gleyma því hvað íslenska lambakjötið er frábær grillsteik.
Nautaribeye.
Geir Rúnar
birgisson
kjötiðnaðar-
meistari.
Lambaribeye.
VeiðihoRnið Vinsælir reykofnar
Heitreyktur lax
er ómótstæðilegur
Reykofnarnir
eru auðveldir
í notkun.
Reykofninn og
birkisagið.