Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 80

Fréttatíminn - 06.05.2011, Page 80
Bollubrjóst á mæðradegi Mæðradagurinn er á sunnudaginn og þá efnir Göngum saman-hópur- inn til göngu um Laugardalinn. Hópurinn styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabba- meini og hefur nú þegar styrkt rannsóknirnar um 17 milljónir króna. Landsamband bakara- meistara leggur hópnum nú lið og selur „Brjóstabollur“ í bakaríum landsins frá 5. til 8. maí þannig að fólk getur styrkt hópinn með því að fá sér bollu. Allir eru velkomnir í gönguna á sunnudaginn en lagt verður af stað við Skautahöllina í Reykjavík klukkan 11 og gengið í um klukkustund um Laugar- dalinn. Þá verður einnig gengið í Kaupmannahöfn en Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, leiðir þá göngu sem hefst við Jónshús, Øster Voldgade 12, klukkan 13. Opin búningamátun í Óperunni Í tilefni flutninga Íslensku óper- unnar í tónlistarhúsið Hörpu og Evrópska óperudagsins verður opið hús í Gamla bíói á morgun, laug- ardag, milli kl. 13 og 15. Gestum býðst að skoða hið sögufræga hús við Ingólfsstræti, fara baksviðs og drekka kaffi í græna herberginu, kaupa gamlar leikskrár, plaköt og spólur á kostakjörum. Síðast en ekki síst verður hægt að prófa að syngja á sviðinu og máta óperu- búninga og hárkollur. Þar á meðal er hugsanlega forláta búningur sem Kristján Jóhannsson skartaði í óperunni Pagliacci árið 2008 og sést á með- fylgj- andi mynd. Íslandsmótið í 100 ár KSÍ hefur gefið út fyrra bindið af hundrað ára sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu. Það er blaðamaður- inn Sigmundur O. Steinars- son sem skrifar bókina. Fyrri bindið nær yfir tímabilið 1912 til 1965. Um er að ræða glæsilega, 384 síðna bók um upphaf knattspyrnunnar á Íslandi og sögu Íslandsmótsins. Seinna bindið kemur út í nóvember á þessu ári og lýkur á hundraðasta Íslandsmótinu sem nú er nýhafið. -óhþ HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær Kristján Arason, þjálfari handboltaliðs FH, sem stýrði liði sínu til sigurs á Íslandsmótinu frammi fyrir metfjölda áhorfenda á heimavelli í Kaplakrikanum. 3.000 manns sáu FH taka við Íslandsbikarnum, þeim fyrsta frá 1992, en þá var Kristján einmitt líka þjálfari liðsins.Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Lj ós m yn d/ Gí sl i E gi ll H ra fn ss on Big Wheel Café Nýtt verk frá Kristjáni Ingimarssyni og Neanderleikhúsinu. Gestaleikur frá Neanderleikhúsinu á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2011. Sýnt á Stóra sviðinu 26. og 27. maí Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is Subtales – söngur millistéttarinnar Fjórar leikkonur frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð sprengja kynjarammann! Gestaleikur frá Subfrau á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2011 Sýnt í Kassanum 24. maí Vor í Þjóðleikhúsinu Danslistin og frumsköpunin blómstra! PiPa r\TBW a • SÍa • 111210 Verði þér að góðu Leikhópurinn sem skapaði Húmanímal færir okkur glænýja sýningu. Ég og vinir mínir í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Frumsýning á Stóra sviðinu 7. maí Við sáum skrímsli Erna Ómarsdóttir og félagar með nýja sýningu á Stóra sviðinu. Shalala í samstarfi við Þjóðleikhúsið á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2011 Sýnt á Stóra sviðinu 20. og 21. maí

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.