Fréttatíminn - 17.06.2011, Qupperneq 34
Breski rithöfundurinn Terry Pratchett, sem þekkt-
astur er fyrir sögubálk sinn um Discworld, greindist
með Alsheimer fyrir þremur árum.
BBC sýndi á mánudag heimildarmynd um rit-
höfundinn þar sem hann kynnti hugmyndina um
sjálfsvíg en hann hefur lýst yfir að hann hyggist
taka sitt eigið líf áður en sjúkdómurinn fellir hann.
Terry hefur leitað til Dignitas-hælisins í Sviss sem
aðstoðar þá sem vilja enda líf sitt við lagalegan frá-
gang og aðgerðina sjálfa þegar þar að kemur. Terry
segir það eitt koma í veg fyrir að hann undirriti alla
pappíra að hann verði að ljúka við bók sem fyrst. Myndin var frumsýnd á
heimildarmyndahátíðinni í Sheffield áður en kom að frumsýningu á BBC.
Að sögn Dignitas eru það einungis um þrjátíu prósent þeirra sem sam-
þykkja að stytta líf sitt sem ganga alla leið. -pbb
Pratchett vill deyja –
en ekki strax
Bókardómur allt á floti eftir kasja ingemarsson
H ver skyldi hafa trúað því fyrir fáum árum að helstu afþrey-ingarbókmenntir hér á landi
yrðu brátt af sænskum toga: Larsson,
Marklund, Mankell, Läckberg. Ekki
eru liðnir nema tveir áratugir síðan
hatrammur áróður var rekinn af
hægri pressunni og íhaldsöflum vítt
og breitt sem beindist gegn Svíþjóð,
sænskum áhrifum, öllu sem sænskt
var nema Volvo. Það eimir enn eftir af
þess; helstu höfundar Vagta-þáttanna
voru með vægan snert af sænska
hatursheilkenninu þótt þeir rauluðu
Abba-lög undir tökum.
Kajsa Ingemarsson er sænskur rithöf-
undur sem hefur komið tveimur verkum
sínum út í íslenskri þýðingu Þórdísar
Gísladóttur; í fyrra kom Sítrónur og
saffran, en nú nýlega Allt á floti eða
Bara vanligt vatten. Þetta er nokkuð
löng skáldsaga, tæpar fimm hundruð
síður, sem segir frá Stellu, 38 ára ein-
hleypri konu sem er af vel stæðu for-
eldri menntamanna í Stokkhólmi. Stella
fann sig ekki í lífinu en tók upp á því
að skrifa leynilöggusögur sem gerast í
Stokkhólmi á tímum Oskars II, reyfara-
kennda sögurómana. Hún á að baki
margar sögur í bálknum en vill nú loka
hringnum, skrifa síðustu söguna. Stella
er metsöluhöfundur, sögur hennar koma
út um allan heim, kvikmyndaréttur
seldur til Hollywood. Stella á sér gæðing
í hesthúsi í miðjum Stokkhólmi, býr á
Östermalm, klæðist dýrustu fötum sem
fá má í bútikkum Stokkhólms, étur og
drekkur vel – en er óhamingjusöm. Þá
kemur upp leki í fínu nýju íbúðinni henn-
ar og hún verður að ráða sér verktaka;
hálfþrítugan, vel vaxinn iðnaðarmann
með gulllokka í eyrum. Þarf að spyrja að
leikslokum?
Ingemarsson gerir sér mat úr sam-
félagi sem er víðsfjarri raunveruleika
lesenda hennar hér á landi, alþjóðlegum
heimi stórra útgáfufyrirtækja, kynn-
ingardeilda, samkvæmislífs sem er
býsna keimlíkt í Berlín, Stokkhólmi,
London og París. Þar velta sömu upplag-
stölurnar, kynningarbrögðin eru söm
og smekkur samstilltur í fötum, víni,
ilmvatni og bílum. Þetta er svona glans-
tímaritaheimur sem er skör stærri en
hinn örsmái heimur fræga, fína fólksins
í Reykjavík sem heldur Arnarnesið ein-
hvers konar Hollywood og Loga Berg-
mann alþjóðlegt fyrirbæri. Ingemarsson
notar merkjavöru sem staðal, hverfi,
menntun, lífsgæði, í senn til að heilla
lesendur sína og til að stilla lífsgæða-
kvarðann sem Stella lifir eftir og er
óánægð með. Til að bæta í velluna birt-
ast í sögunni kaflar úr síðustu sögunni
um Fransisku Falke sem Stella er með í
smíðum.
Þráðurinn í þessum róman er harla
fyrirsjáanlegur, einkum fyrir þá sök að
Ingemarsson notar flökkusöguna um
duglega pípulagningamanninn sem
frelsar prinsessuna úr dýflissu eldhúss
og fallegra kaldra innréttinga. Íslenski
útgefandinn heitir því á kápu að sagan
sé meinfyndin. Það er hún ekki. Írónísk
afstaða höfundarins er ekki nógu skýr.
Þótt hún slái um sig með merkjatalinu
og láti sem hún gagnrýni hið yfirborðs-
kennda líf yfirstéttarinnar í Stokkhólmi
er hún í grunninn að selja nákvæm-
lega sömu vöru, gera sér mat úr sömu
merkjum og hún læst fyrirlíta.
Sem hrein og klár afþreying er þessi
samsetningur ekki alslæmur. Hér eru á
ferðinni nokkrir stokkfrasar: mamman
sem er svo afskiptasöm, hámenntuð,
kaldlynd kelling. Vinurinn sem er bí,
en í rauninni í skápnum, ákafur skut-
togari. Aðrir rithöfundar sem eru flestir
merkikerti, blaðamenn ómerkingar og
svo framvegis. Ég fór fljótt að sleppa bút-
unum sem Stella var að semja í síðustu
söguna af Fransisku Falke. Einhverjum
lesendum kann að þykja það mergjað
stöff og nauðsynlegur hluti af verkinu.
Það reyndist mér hreinlega ofviða.
34 bækur Helgin 17.-19. júní 2011
Bókadómur sláttur eftir Hildi knútsdóttur
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Komið er út nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar, annað hefti 2011,
og kennir þar margra grasa. Þorsteinn frá Hamri birtir kveðjuljóð sem
hann orti til Thors Vilhjálmssonar og Ástráður Eysteinsson prófessor
skrifar grein um Thor sem hann nefnir Munaður sálarinnar.
Tvær greinar tengjast Jóhanni Jónssyni skáldi: Gunnar Már Hauks-
son segir frá kynnum föður síns, Hauks Þorleifssonar, og Jóhanns,
og birtir brot úr bréfi sem skáldið sendi vinafólki þar sem hann rekur
ferðasögu til Berlínar sem Halldór Laxness átti síðar eftir að gera skil í
bókinni Grikklandsárið. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrum alþingismaður, rekur
ástarsögu sem nú er fáum lengur kunn, Angantýr eftir Elínu Thorarensen, sem kom út
árið 1946. Þar segir Elín frá því þegar ástir tókust með þeim Jóhanni árið 1915 þegar hann
var nítján ára en hún fimmtán árum eldri. Haukur Ingvarsson heldur áfram að tala við
unga rithöfunda – að þessu sinni Kristínu Eiríksdóttur, sem er eitt athyglisverðasta skáld
sinnar kynslóðar. Hjalti Snær Ægisson skrifar um T.S. Eliot og Hannes Sigfússon en Emil
Hjörvar Petersen skrifar um bókina The Storyteller eftir nóbelsverðlaunahafann Mario
Vargas Llosa. Auk þess eru í heftinu ádrepur og ritdómar. Tímarit Máls og menningar kemur
út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson. -pbb
Nýtt hefti TMM komið út
Hjarta mitt slær veikt Vel klædd, vel launuð
... en óhamingjusöm
Bækur fyrir kvenkyns lesendur eru mikilsverður geiri í útgáfustarfsemi á Vesturlöndum; kon-
ur eru jú burðarvirkið í lesendahópi og því mikilvægt að finna lesefni sem fellur þeim í geð,
nær vinsældum og magnsölu sem færir útgefendum hagnað.
Hildur Knútsdóttir er ungur höfundur sem sendi
frá sér skáldsögu á dögunum sem hún kallar Slátt.
Hildur hefur safnað saman litlu galleríi af persónum
í Reykjavík okkar daga: Eddu sem er 24 ára hjarta-
þegi sem berst við að halda lífi, og lifa því, finna sér
samastað. Móður hennar sem lifir í stöðugum ótta
um dóttur sína. Eystein, lítinn strák sem býr einn hjá
pabba sínum og hefur aldrei kynnst mömmu sinni.
Gunnar sem vill hag stráksins síns sem bestan. Um
þennan kvartett semur Hildur litla og elskulega sögu,
fulla af hlýjum tilfinningum, trúverðugum uppákom-
um. Frásögnin hefur Eddu að þungamiðjunni, um
hana hverfast allir atburðir sögunnar, hennar vitund
stendur okkur næst þótt Eysteinn nálgist okkur ekki
síður á sinn fallega hátt. Það er í lýsingum á sambandi
þeirra tveggja sem Hildi tekst best upp.
Hildur velur sér einfalt sögusnið, hún skrifar
látlausan stíl, samtalspartarnir eru trúverð-
ugir, aðstæður þeirra sem hún kýs að
lýsa eru hversdagslegar og trúverð-
ugar. Hún sækir ekki í veðrið í
skrifum sínum, er mikilvægara að
koma sögunni á framfæri og tekst
það ágætlega þótt lesandann sé
tekið að bjóða í grun hverjar
lyktir sögunnar verði þegar vel
er á hana liðið. Það er snotur
lítil fléttulausn sem er í stíl við
annað í þessari fyrstu skáldsögu
ungs höfundar. -pbb
Vinsælasta bókin meðal
erlendra ferðamanna
sem heimsækja Ísland
og versla í bókaversl-
unum Eymundssonar
er The Sagas of Ice-
landers, Íslendingasög-
urnar á ensku, gefnar út
af Penguin-útgáfunni.
Vinsælar sögur
allt á floti
Kajsa Ingemarsson
Þýðing: Þórdís Gísladóttir
496 bls.
Mál og menning 2011
Kajsa Ingemarsson
Sænskur metsölu-
höfundur sem er
með sænskan met-
söluhöfund í aðal-
hlutverki í bókum
sínum.
Terry Pratchett Heimildar-
mynd hans um sjálfsvíg með
hjálp hefur valdið uppnámi í
Bretlandi. Ljósmynd/David Bird
sláttur
Hildur Knútsdóttir
256 bls.
JPV útgáfa 2011
Hildur
Knútsdóttir
Opið
1 7. júní
– komdu og gerðu
frábær kaup!
fyrst og fremst ódýrt
kortatímabil
Nýtt!