Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 17.06.2011, Qupperneq 44
44 bíó Helgin 17.-19. júní 2011 T hor fór að vísu mis-vel í fólk en mynda-sögunördar voru upp til hópa hæstánægðir með þrumuguðinn og forleikurinn að X-Men-þríleiknum heppn- aðist einnig vel. Fjórða mynd- in um Sjóræningjana í Karab- íska hafinu var lítið annað en framlenging á þvældri dell- unni í myndum tvö og þrjú og Hangover 2 kemst hvergi nærri bráðfyndinni fyrri myndinni. Sumarið er þó sem betur fer varla hálfnað og í kortunum eru nokkrar myndir sem eru líklegar til að geta lyft geði bíógesta svo um munar. Gullkálfurinn Harry Potter hefur sinn svanasöng í júlí í seinni hluta Harry Potter and the Deathly Hallows þar sem loksins kemur að langþráðu uppgjöri galdrastráksins og hins illa Voldemort og eins og lesendur bókanna um Harry vita, ganga ekki allir heilir frá þeim hildarleik. Ofurhetjurnar hafa ekki sungið sitt síðasta í sumar og hinn rómaði Captain Amer- ica fær nú sitt fyrsta alvöru tækifæri í bíó í Captain Amer- ica: First Avenger en þar segir frá Steve Rogers sem er ekki talinn fær um að gegna her- þjónustu og gefur þá kost á sér í leynilega tilraun þar sem honum er breytt í ofurhetju sem á eftir að láta til sín taka í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hann stendur vörð um amerísk gildi með skjöld- inn góða sem dregur dám að bandaríska fánanum. Green Lantern er fulltrúi DC Comics í bíó í sumar en í þeirri mynd er tilrauna- flugmaður vígður inn í hóp sem hefur það hlutverk að viðhalda lögum og reglum í alheiminum. Helsta vopn Green Lantern er grænn hringur sem gefur honum yfirnáttúrulega hæfileika. Martin Campell leikstýrir og hann kann ýmislegt fyrir sér þegar kemur að spennu og hasar enda á hann að baki James Bond-myndirnar Golden- eye og Casino Royale, Zorro- myndirnar með Antonio Banderas og Edge of Dark- ness með Mel Gibson. Pandabjörninn Po er í miklu stuði í Kung Fu Panda 2 um þessar mundir og nú styttist óðum í aðra fram- haldsmynd vinsællar teikni- myndar þegar Cars 2 dettur í hús. Þar halda ævintýri kappakstursbílsins Lightning McQueen áfram og sem fyrr talar Owen Wilson fyrir hetjuna. Nú fer McQueen til útlanda ásamt félaga sínum til þess að keppa í heimsmeist- aramóti en ferðalagið tekur óvænta stefnu þegar félaginn flækist í alþjóðlegt njósnamál. James Franco, Brian Cox og Andy Serkis láta til sín taka í enn einni Apaplánetu- myndinni en hér er litið fram hjá Planet of the Apes-klúðri Tims Burton. Myndin ger- ist í San Francisco sam- tímans þar sem tilraun með erfðabreytingar á öpum fer úrskeiðis þannig að til átaka kemur milli apa og mannfólks um yfirráð á jörðinni. Cowboys and Aliens er sú mynd sem beðið er eftir með einna mestri eftirvæntingu en í henni býður leikstjórinn Jon Favreu upp á kúrekahas- ar með geimverum þar sem Daniel Craig og Harrison Ford munda sexhleypurnar í Arizona árið 1873 og verjast innrásarher utan úr geimnum. Góðkunningjar nokkurra kynslóða barna, Strumparnir, komast í hann krappan í The Smurfs þegar Kjartan galdra- kall flæmir þá úr þorpinu sínu og alla leið í mannheima inn í miðjan Central Park þar sem þeir þurfa að finna leið heim áður en Kjartan nær í skottið á þeim.  bíósumarið bráðum kemur beTri Tíð frumsýnd Galdrauppgjör og geimkúrekar Bíósumarið hefur ekki verið neitt sérstaklega sólríkt og rétt eins og veðurblíðan hefur látið bíða eftir sér hafa myndir sem væntingar voru bundnar við klikkað og fáar eftirminnilegar myndir hafa dúkkað upp. Enn sem komið er eru það helst ofurhetjur úr Marvel-heiminum sem hafa staðið fyrir sínu. Í raun mega það teljast undur og stórmerki að ekki sé fyrir löngu búið að gera bíómynd um flakkarann grjót- harða, Jack Reacher, þar sem bækur Lee Child um kappann eru sérstaklega bíóvænar. Reacher er líka karl- menni í sama hörkuflokki og gæjar eins og James Bond og Jack Bauer og er líklegur til að trekkja vel að í bíó. Nú er útlit fyrir að Reacher fari loks að birtast í bíó en sjálfsagt varpa áform Toms Cruise um að leika töffarann nokkrum skugga á gleði aðdáenda Reachers. Reacher er um tveggja metra hátt vöðvabúnt, fyrrver- andi herlögreglumaður sem þvælist stefnulaust um Bandaríkin og lendir í útistöðum og hörku átökum við glæpahyski á hverjum áfangastað. Cruise er þess vegna víðs fjarri því að vera fyrsti mað- urinn sem fólk getur séð fyrir sér túlka Reacher, sem er frekar á færi manna á borð við Jason Statham. Framleiðslufyrirtæki Cruise tryggði sér hins vegar kvikmyndaréttinn á níundu Reacher-bókinni, One Shot, árið 2005. Vinna er hafin við handritið og Cruise hefur lýst áhuga sínum á að leika aðalhlutverkið. Neeson rís upp Liam Neeson fór mikinn í Batman Begins þar sem hann lék skúrkinn Ra’s Al Ghul. Allt benti til þess að Batman hefði tekist að koma illmenninu í hel í lok myndarinnar en ýmislegt ýtir nú undir þann grun að Ra’s Al Ghul sé ekki allur. Orðrómur er nefnilega kominn á kreik um að Neeson hafi sést við tökur á þriðju Batman-mynd Chri- stophers Nolan, The Dark Knight Rises. Hvort Neeson birtist í endurliti eða er í raun upprisinn liggur ekki fyrir en áður var vitað að Josh Pence, sem lék Tyler Winklevoss í Social Network, myndi leika Ra’s Al Ghul ungan í nýju myndinni. Spielberg pælir enn í risaeðlum Jurassic Park-myndirnar sem runnu á sínum tíma undan rifjum Stevens Spielberg urðu þrjár en ekkert hefur spurst til klónuðu risaeðlanna í tíu ár þótt af og til hafi hugmyndir um fjórðu myndina dúkkað upp. Nú er enn eina ferðina komin hreyfing á málið þar sem sjálfur Spielberg og Mark Protosevich, hand- ritshöfundur I am Legend með Will Smith, eru farnir að kasta á milli sín hugmyndum um Jurassic park 4. Cowboys and Aliens er sú mynd sem beðið er eftir með einna mestri eftir- væntingu Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Gamli jaxlinn Harrison Ford og hinn grjótharði Bond-leikari Daniel Craig þurfa að snúa bökum saman þegar geimverur ráðast á Arizona á tímum villta vestursins. Capatain America fær loks að láta ljós sitt skína í alvöru bíómynd. Cruise vill vera Reacher Tom Cruise hefur látið til sín taka í hasarmyndum en getur hann túlkað Jack Reacher? Í Super 8 leiða þeir saman hesta sína Steven Spielberg og J.J. Abrams. Abrams (Cloverfield, Star Trek, Lost, Fringe) skrifar og leikstýrir en Spielberg framleiðir. Myndin gerist í smábæ í Ohio árið 1979. Nokkrir krakkar, sem eru að leika sér með Super 8-kvikmyndatökuvél verða vitni að lestarslysi þegar pallbíl er ekið upp á brautarteina beint í veg fyrir lest. Krakkarnir sjá eitthvað óútskýranlegt og dularfullt hverfa frá lestarflakinu. Herinn er fljótur á vettvang, sem bendir til þess að farmur lestarinnar hafi ekki verið neitt venjulegur. Í kjölfarið fara dularfullir atburðir að gerast í bænum. Allir hundar yfirgefa svæðið og fólk byrjar að hverfa. Lögreglustjórinn stendur ráðþrota en þrettán ára sonur hans, sem hafði verið einn þeirra sem urðu vitni að slysinu, ákveður að rannska málið ásamt vinum sínum. Aðrir miðlar: Imdb: 8,1, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 72. Dularfullt lestarslys Krakkarnir verða vitni að lestarslysi sem dregur dilk á eftir sér. Expendables 2 mjakast í rétta átt Vonir margra um að fram- hald verði á testósterón- veislunni The Expendables, sem Sylvester Stallone bauð til með harðjöxlunum Jason Statham, Mickey Rourke, Jet Li, Arnold Schwarzenegger, Bruce Willis og fleiri góðum mönnum, eru farnar að glæðast. Stallone hafði áður lýst því yfir að hann væri ekki til í að leikstýra fram- haldsmynd en myndi leika og taka þátt í handritsgerð. Simon West hefur verið fenginn til þess að taka leikstjórnina að sér en hann kann sitthvað fyrir Stallone er til í aðra umferð af The Expendables. sér þegar kemur að spreng- ingum og byssulátum þar sem hann á að baki myndir eins og The Mechanic með Statham og Con Air þar sem smalað var saman harðhausum úr ýmsum áttum, ekki ósvipað og í The Expendables. Meira í leiðinniWWW.N1.IS VEIÐIKORTIÐ FÆST Á N1

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.