Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 54

Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 54
Rúllaði húsmóðurinni upp Leik- og söngkonan Selma Björnsdóttir steig á svið í Borgar- leikhúsinu á fimmtudagskvöld þar sem hún leysti af Nínu Dögg Filippusdóttur í krefjandi hlutverki húsmóðurinnar í samnefndu Vesturportsstykki. Nína Dögg er upptekin við tökur á Heimsenda, nýrri sjónvarpsþáttaseríu sem Ragnar Bragason leikstýrir. Þar fyrir utan er Nína Dögg með barni og kúlan er farin að láta sjá sig. Selma stökk til með stuttum fyrirvara og fékk lítinn tíma til að undirbúa sig en þótti standa sig með mikilli prýði. Selma á tvær sýningar eftir fyrir sumarfrí og verkið heldur svo áfram í haust. Selma er með fleiri járn í eld- inum því hún mun leikstýra Vesalingunum sem verður stærsta sýning Þjóðleikhúss- ins á næsta leikári. Maður kastar hlutum fastar með höndunum heldur en úr þessari byssu. R únar Steinn Rúnarsson var á leið heim úr útskriftarferð með skólafélögum sínum úr Versló þegar hann ákvað að losa sig við smá- mynt á flugvellinum og keypti sér teygjubyssu merkta Malaga. Þessi ákvörðun reyndist honum kostnaðar- söm þar sem íslensk vopnalög banna innflutning á teygjubyssum. „Ég tók hana með mér í flug- vélina úti en þegar ég fór í gegnum tollinn á Íslandi var mér sagt að það sé stranglega bannað að koma með hana til landsins. Byssan var gerð upptæk og ég var látinn borga 10.000 króna sekt. “ Þar sem Rúnar átti ekki í neinum vandræðum með að komast með teygjubyssuna frá Spáni undrast hann hörð viðbrögð við henni hér heima. „Þeir vísuðu bara í vopnalög á Íslandi og ég spurði þá hvort ég mætti fara með hættulegri vopn í flugvélar en ég mætti vera með á Íslandi. Og þeir svöruðu því bara játandi. Þetta er náttúrlega alveg fá- ránlegt. Maður kastar hlutum fastar með höndunum heldur en úr þessari byssu. Eftir að ég var búinn að borga spurði ég hvort ég mætti ekki taka teygjubyssuna með mér en það var ekki inni í myndinni.“ Starfsmaður hjá Tollinum í Kefla- vík segir ekki mikið um að teygju- byssur séu gerðar upptækar hjá komufarþegum en þó komi jafnan einhver slæðingur af þeim frá Spáni. Hann segir íslensk vopnalög ströng og að samkvæmt þeim beri toll- vörðum skylda til að leggja hald á slíkan varning. Í tilfellum sem þessu sé fólki boðið að ljúka málinu á staðnum með sektargreiðslu en því sé vitaskuld frjálst að fara með málið fyrir dómstóla. -þþ  vopnabuRðuR Keypti minjagRip á Spáni  nanna áRnadóttiR HRyllingSSaga fyRiR feRðamenn Uppvakningar herja á Vesturbæinn Til dæmis grípur einn uppvakning- anna hálffulla flösku af Lýsi og þá er gerð nánari grein fyrir sögu og gildi Lýsis í ís- lenskri menn- ingu. Þ ótt fjölskylda mín búi öll á Íslandi hef ég að mestu eytt ævinni er-lendis. Mamma er hjúkrunarkona og er sú manngerð sem verður óróleg ef hún er of lengi á sama stað þannig að við fluttum oft á milli landa. Ég fékk svo þessa bakteríu og hef verið mikið á flakki,“ segir Nanna sem býr nú í Kaup- mannahöfn. Eftir hrun ákvað hún að flytja heim frá London og var hér í rúm tvö ár. Hún segist hafa notið hverrar mín- útu og ástandið hérna hafi verið henni innblástur fyrir bókina. Ósköpin í sögu Nönnu byrja þegar verið er að reisa nýtt orkuver í nágrenni Reykjavíkur. Brennisteinsgufur leka út í andrúmsloftið og breyta iðnaðarmönn- unum í uppvakninga. Áður en nokkur nær að átta sig á hvað er í gangi flæða uppvakningar yfir landið. Sagan fylgir svo hópi íslensks utangarðsfólks sem reynir að halda lífi og limum í Vestur- bænum. „Þetta er ferðamannabók að því leyti að í gegnum söguna koma fyrir þættir úr íslenskri sögu og menningu sem eru svo skýrðir betur í neðanmálsgreinum. Til dæmis grípur einn uppvakninganna hálf- fulla flösku af Lýsi og þá er gerð nánari grein fyrir sögu og gildi Lýsis í íslenskri menningu. Þarna eru líka íslenskar mataruppskriftir og lagalisti sem aðal- persónan, Barbara, setur saman.“ Nanna segir að ferðamenn geti lesið bókina sem skáldsögu sem upplýsi þá um leið um menningu okkar og tónlist, hvar þeir eigi að borða og hluta af nátt- úru landsins. „Hvað Íslendinga varðar þá vona ég að þeir geti lesið bókina sér til skemmtunar. Þeir sem eru vel að sér í zombie-myndum ættu síðan að geta fundið alls konar litla brandara og vís- anir í þessa kvikmyndagrein. En það er bara eitthvað fyrir algera nörda eins og mig.“ Nanna segir hugmyndina að sög- unni hafa mallað í kollinum á sér árum saman. „Við pabbi erum sjúk í hryllings- myndir og höfum mjög lengi leikið okk- ur við að kokka upp uppvakningahryll- ing í Reykjavík. Ég byrjaði samt ekki að móta þessa sögu fyrr en í nóvember í fyrra. Fyrst ætlaði ég bara að skila henni inn sem smásögu á námskeiði í ritlist sem ég sat í Háskóla Íslands en svo hélt ég bara áfram að skrifa og skrifa.“ toti@frettatiminn.is Tekinn með teygjubyssu í tollinum Bókaútgáfan Ókeibæ Kur gefur í júlí út bókina Zombie Iceland eftir Nönnu Árnadóttur. Nanna er Ís- lendingur en hefur nánast alla sína tíð búið í útlöndum og skrifar því á ensku. Hún er forfallinn aðdáandi hryllingsmynda og í bókinni ráðast uppvakningar á Vesturbæinn í Reykjavík. Í söguna fléttar hún upp- lýsingar um land og þjóð sem ætlað er að dýpka skilning erlendra ferðamanna á Íslendingum. Gosi fær liðsauka Tökur eru hafnar á annarri þáttaröð gamanþáttanna Hæ Gosi sem Skjár einn sýnir. Bræðurnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir fara þar fremstir í flokki og eiginkonur persóna þeirra eru leiknar af Maríu Ell- ingsen og Helgu Brögu. Fjöldi nýrra andlita munu birtast í nýju þáttunum en meðal leikara sem gengið hafa til liðs við hópinn eru Björn Jörundur, Dóri DNA, Nína Dögg Filippusdóttir, Guðmundur Ólafsson og Gísli Örn Garðarsson. Jóhannes leysir Helga af Kompáskappinn Jóhannes Kr. Kristjáns- son vakti mikla athygli með ítarlegri úttekt sinni á læknadópi og ungum sprautufíklum í Kastljósi. Jóhannes er ekki horfinn af skjánum og verður viðloðandi Kastljós eitthvað áfram. Fyrst um sinn leysir hann af félaga sinn Helga Seljan, sem er í veikinda- fríi eftir að hann fékk fyrir hjartað. Vonir standa síðan til að Jóhannes haldi áfram eftir að Helgi snýr aftur enda gríðarlega öflugur og harður fréttamaður. Þegar Zombie Iceland var tilbúin benti frænka Nönnu henni á að sagan væri örugglega nógu geggjuð fyrir Hugleik og Ólafíu hjá Ókeibæ Kur. Rúnar Steinn var að koma úr umtalaðri útskriftarferð til Costa del Sol en hótel- starfsfólk og aðrir gestir kvörtuðu yfir framgöngu Íslend- inganna. „Ég held að þetta hafi ekki verið neitt óvenjuleg út- skriftarferð. Maturinn var frekar vondur en annars var þetta bara fínt hótel,“ segir Rún- ar og telur umræður á netinu um ferðina ekki alveg í samræmi við raunveruleikann. www.rit.is FALLEG OG FRÆÐANDI bók fyrir garðáhugafólk Fæst á öllum helstu bóksölustöðum um land allt. – Pöntunarsími 578-4800. 54 dægurmál Helgin 17.-19. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.