Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 3

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 3
Að lokinni kjarakönnun Gífur- legur launamunur Þá hefur fyrri kjarakönnunin sem samiö var um í síðustu samningum verið framkvæmd. Niðurstaða hennar kom ekki á óvart, en hún staðfestir hins vegar þær fullyrðingar sem FBM hefur haldið fram lengi í viðræðum við atvinnurekendur um fyrir- komulag launagreiðslna í bókagerðarfyrirtækjun- um. Samkvæmt könnuninni er nú jafnframt stað- fest að launamunur er mikill á milli manna í félaginu, alltof mikill. Það er í hæsta máta óeðlilegt að launa- munur á milli manna með samsvarandi menntun að baki og áþekka ábyrgð í starfi skuli velta á tugum prósenta. Þessu verður að breyta. Annar blettur sem er staðfestur með þessari könn- un er hinn gífurlegi launamunur á milli iðnlærðra og óiðnlærðra þeim síðarnefndu í óhag. Það nær ekki nokkurri átt að reynsla fólks skili sér ekki í mann- sæmandi launum. Bókbandsrekendur eru hér í mestri sök og ættu þeir hreinlega að skammast sín. Reisn eða stolt virðast þeir ekki þekkja, lágkúruna hafa þeirað leiðarljósi. Megi forsjónin veita þeim þó ekki væri nema ögn af réttlætiskennd og það fljótt. Kjarakönnunin leiðir í Ijós að í okkar greinum við- gengst jafnframt landlægur skepnuskapur í garð kvenna, þær sitja við skertan hlut. Eftirvinnukaupið er kapítuli útaf fyrir sig. Það er grátlegt til þess að vita að félagsmenn hafa kastað fyrir róða vitneskjunni um verðmæti frístundanna og selja nú atvinnurekendum þær á tombóluprís. Að öllu samanlögðu er Ijóst að það þarf að taka til hendinni. Við verðum að nýta til fulls þá vitneskju sem könnunin leiðir í Ijós. Nú þarf að semja um kauptaxta, raunhæfa kauptaxta út frá kjarakönnun- inni. ( því sambandi verður að leggja sérstaka áherslu á að leiðrétta það misrétti sem könnunin sýnir framá að viðgengst. Alþýðuf lokkur gegn alþýðu Hvers má verkafólk vænta af núverandi ríkisstjórn, þegar formaður Alþýðuflokksins og fjármálaráð- herra landsins sér þá leið vænsta að auka álögur á þá verst settu í þjóðfélaginu og nýtur í útfærslunni aðstoðarfyrrverandi hagfræðings AS(. Þessir „vinir fólksins" í Alþýðuflokknum segjast vera að stokka upp skattakerfið og nú spyrja menn hvorn annan: Átti að gera það í þágu þeirra ríku? PRENTARINN - málgagn Félags bókagerðarmanna • Útgefandi FBM, Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurðsson • Setning, filmu- vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiðjan ODDI hf. • Letur: Times og Helvetica • Hönnuður blaðhauss: Þórleifur Valgarður Friðriksson. PRENTARINN 4.7.’87 3

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.