Prentarinn - 01.04.1987, Síða 21
haldbetri en aðrir, og m. a. gæti verið
fróðlegt að sjá framkvæmd þessara at-
riða hjá mismunandi einstaklingum og
fyrirtækjum. Það er gjarnan svo, eink-
um innan afkastahvetjandi launakerfa,
að einstaklingar hafa misgóðan skiln-
ing á því, sem gert er þeim í hag, eink-
um þegar horfa þarf dálítið fram á veg-
inn til að sjá hlutina í sínu rétta sam-
hengi. Við sem erum á „bezta aldri“
höfum það gjarnan á tilfinningunni, að
starfsþrek okkar verði óbreytt um ald-
ur og ævi, og a. m. k. hafi það engin
áhrif á síðari árum hvernig við notum,
eða misnotum, úthald okkar í dag.
Ég hef einnig látið mér detta í hug, að
þetta gæti tengzt því ófremdarástandi,
sem ríkir í dagvistunar- og skólamálum
á landi voru, að ekki sé minnzt á hið al-
menna vinnuálag og lífsgæðakapp-
hlaup, sem stjórnar í miklum mæli öllu
okkar daglega lífi. Þetta á því miður
ekki sízt við um kvenþjóðina, sem
gjarnan bætir heimilisstörfunum ofan á
langan og erfiðan vinnudag, og inn-
skriftarstörfin eru jú að stærstum hluta
í höndum kvenna. Því væru margs kon-
ar athyglisverðar niðurstöður, sem
fengist gætu úr spurningum af þessum
toga.
Heimavinnan.
Annað atriði, sem er mjög mikilvægt
að fólk geri sér grein fyrir er, að víða
um lönd, þar sem tölvuvæðingin hefur
rutt sér til rúms, hefur það færzt í vöxt,
að starfsmenn, — fyrst og fremst konur
—, taki að sér tölvuvinnu inni á heimil-
um sínum. Þetta á við alls kyns störf,
venjulega vélritun, bókhald, jafnvel
umbrot. Þessi atriði eru auðvitað mikil-
væg fyrir bókagerðarmenn sem stéttar-
félag að hugleiða og upplýsa um þær
margvíslegu afleiðingar, sem siglt geta í
kjölfarið.
Ég vil aðeins tæpa á nokkrum atriðum,
til að gera nánari grein fyrir því hvað ég
er að fara, svo lesendur geti síðan dreg-
ið sínar eigin ályktanir. Það er út af fyr-
ir sig ekkert nýtt fyrirbæri, að konur
sitji heima og taki að sér vélritun og
bókhald, slíkt hefur þó heyrt til undan-
tekninga og sjaldnast verið varanlegt
ástand. Með hinni nýju tækni hefur
þetta gjörbreytzt og orðið miklum mun
algengara. Aðstaðan er öll auðveldari.
í staðinn fyrir handrit, sem þurfti að
endurrita, er nú hægt að fara inn á ein-
staka staði á disklingum og leiðrétta.
Útstöðvar geta verið í sambandi við
móðurtölvu og nýta má talsímakerfið í
þessu augnamiði. Það gefur augaleið,
að möguleikarnir eru nánast ótæmandi
á framkvæmd vinnunnar á skjótan,
þægilegan og einfaldan hátt.
En lítum aðeins á kvennasjónarmiðin í
þessu efni, þó þau kunni að hræða ein-
hverja. Konum getur fundizt það mjög
heppileg lausn að sitja heima við tölv-
una, sem þær ýmist eiga eða leigja af at-
vinnurekendum. Þærhafae. t. v. ekki
möguleika á dagvistun, eða sjá sér leik
á borði að spara þau útgjöld. Einnig
getur þeim þótt notalegt að vera heima
við þegar skólabörnin koma heim á
hinum sundurslitna vinnudegi sínum.
Þær geta auk þess hagað vinnutíma sín-
um þannig, að hægt sé að sinna ýmsum
útréttingum að degi til o. s. frv.,
o. s. frv. Slíkir hlutir gætu auðvitað tal-
izt kostir í sjálfu sér, en meinbugirnir
eru óteljandi.
í fyrsta lagi er það kunnara en frá þurfi
að segja, að dagvistunarmál eru í hin-
um mesta ólestri hér í borg, eins og ég
hef þegar tæpt á. Könnun á biðlistum
segir t. d. ekki nokkurn skapaðan hlut
um raunverulega þörf, þar sem ekki
hvarflar einu sinni að þeim, sem ekki
tilheyra forgangshópum að sækja um
pláss. Hvaða skilyrði eru það svo fyrir
börn og mæður að vera inni á heimil-
um, þar sem móðirin er í því hlutverki
að reyna að vinna sem mest og bezt og
sinna börnunum jafnhliða? Þess ber
auðvitað að geta, að hið algenga form
tölvuvinnu heima við er ákvæðisvinna,
þ. e. slagafjöldinn er grundvöllur tekn-
anna. Þetta getur að sjálfsögðu leitt til
þess, að dagarnir fari að meira eða
minna leyti í börn og húsverk, en kvöld
og nætur séu nýtt til að afla tekna. í því
láglaunalandi, sem ísland er, þarf vart
að nefna hvert álag getur verið fylgi-
fiskur þessara aðstæðna, konurnar
þurfa að skila verkefnum á ákveðnum
tíma og vilja gjarnan, — og þurfa —, að
afla sem mestra tekna. Karlarnir eru
kannski hæstánægðir, öll vandamál
leyst á einu bretti, tekjuöflun, barna-
gæzla og húshald. Þó er ekki ástæða til
að ætla þeim öllum slíkan hugsunar-
hátt, enda búa þeir oft við langan og
erfiðan vinnudag sjálfir.
Félagsleg einangrun.
En lítum aðeins á fleiri félagslega þætti.
Að sitja einn heima og vinna er engan
veginn æskileg staða. Þetta er öllum
ljóst, sem hafa verið bundnir heima við
yfir sjúkum, öldruðum, börnum, eða af
fúsum og frjálsum vilja við ýmis störf.
Jafnvel þótt verkefnin séu þess eðlis,
að maður hafi brennandi áhuga á þeim,
ritstörf eða rannsóknir t. d., þá grípur
alltaf við og við um sig þessi tilfinning,
að tengslin við lífið og púlsinn í þjóðfé-
laginu hafi ekki verið nein í óratíma.
Munurinn er hins vegar sá, að ef fólk
hefur komið málum þannig fyrir, að
það sé heima að vinna, hafi komið
börnum í gæzlu á meðan, og reynt að
gera umhverfi sínu grein fyrir því, að
um samfelldan vinnudag sé að ræða
PRENTARINN 4.7.-87
21