Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 9

Prentarinn - 01.04.1987, Qupperneq 9
Stjórn FBM hampar hér nokkrum góöum gjöfum sem bárust félaginu. ari þátttöku félagsmanna. Einungis með almennri þátttöku félagsmanna tekst verkalýðshreyfingunni að vera sá bak- hjarl og það sóknarafl sem henni er ætl- að. Valddreifing er vinsæl og mikið not- að orð, en því miður er alltof lítið um að farið sé eftir því. Mannfólkið er samt við sig og sleppir ógjarnan því valdi sem það hefur öðlast, þess vegna er mikilvægt að hafa vakandi auga með að lýðræðinu innan hreyfingarinnar sé fullnægt og að menn dagi ekki uppi eins og nátttröll í þeim störfum sem þeir hafa verið valdir til. Þetta tregðulögmál á jafnframt við um okkar samtök, jafnvel þó að kosning- ar hafi verið á hverju ári að undanförnu til hinna ýmsu starfa. Höfum þetta hug- fast. Virkt lýðræði og aukin valddreifing er það sem verkalýðshreyfingin þarfnast mest um þessar mundir. Takist okkur vel í þeirri innviðauppbyggingu þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. 90 ár eru liðin frá stofnun samtaka okkar. Á þessum tíma hafa átt sér stað meiri breytingar á störfum okkar og starfsháttum en á þeim rúmu 500 árum sem við höfum notið prentlistarinnar og mestar hafa breytingarnar orðið á síð- ustu 20 árum. Svo miklar hafa þessar breytingar verið að með ólíkindum má telja hversu ósárir við bókagerðarmenn erum í dag. Dæmi eru um það víða ann- ars staðar frá að bókagerðarmenn hafi ekki bara notið tæknibreytinganna, öðru nær. Víða hefur vofa atvinnuleysis verið fylgikona þess sem við gjarnan köllum tækniframfarir. Hér hefur þetta ekki orðiðraunin, a.m.k. ekkienn semkomið er. Nokkrir samverkandi þættir hafa orðið okkur til varnar. Bókagerðarmenn gerðu snemma kröfur og samninga um réttindin gagnvart hinni nýju tækni. Það gekk að sönnu ekki þegjandi fyrir sig, at- vinnurekendur vildu þar sem svo víða annarsstaðar deila og drottna. Annar þáttur þess að atvinnuástand er gott fyrir bókagerðarmenn er að okkur hefur tek- ist ótrúlega vel upp í menntunarmálun- um og endurmenntunarmálunum. Við heyrum oft öðru haldið fram og þá gleymist gjarnan að það sem við lærðum fyrir hádegi er orðið úrelt eftir hádegi. Miðað við það hefur átt sér stað stórvirki í menntunar- og endurmenntunarmál- um. Það er ástæða til þess hér og nú að þakka öllum og þá sérstaklega kennurum við Bókagerðarskólann það lið sem þessum málaflokki hefur verið lagt. Og við höldum áfram að hafa augun opin og unnið er að framgangi þessara mála. í því augnamiði að bókagerðar- menn séu ávallt þeir hæfustu til að fást við gerð prentgripa. í þessu sambandi má nefna sameiningu iðngreina, en unn- ið er að þeim af fullri einurð, enda er það einn mikilvægasti liðurinn í því að við séum ávallt tilbúin að taka við og stjórna nýrri tækni. Þriðji þátturinn sem svo sannarlega hefur stuðlað að atvinnuör- yggi okkar er sú mikla aukning sem orðið hefur í framleiðslu prentgripa á undan- förnum árum. Sumir segja tíföldun. At- vinnuástand getur breyst á stuttum tíma, það þekkjum við úr sögunni. Þess vegna verðum við alltaf að hafa augun á atvinnuöryggisþættinum. Til þess eru margar leiðir og hef ég þegar nefnt sum- ar. Breytingarnar halda áfram og þær kalla á ný viðbrögð. Störf og starfshættir sem áður lágu langt frá hvor öðrum hafa færst nær og í mörgum tilfellum hafa störf áður ólíkra starfsgreina skarast. Þarna eru á ferðinni hlutir sem geta verið afar hættulegir okkur verkafólki höfum við ekki uppi rétt viðbrögð. Dæmi eru um það erlendis frá að atvinnurekendum hafi tekist að etja starfshópum saman og setið síðan einir að kjötkötlunum. Þetta skulum við ekki láta fyrir okkur koma. Bókagerðarmenn vilja vinna að því í samstarfi með öðrum verkalýðsfélögum að koma í veg fyrir hugsanlega árekstra. Eins og málum er nú háttað er mikilvægt að Félag bókagerðarmanna geri sam- skiptasamning við Blaðamannafélag ís- lands og Verslunarmannafélag Reykja- víkur. Búið er að koma á fót fjögurra manna samstarfsnefnd milli FBM og BÍ, sem vinna á að traustari grunni fyrir sam- starf þessara félaga og bindum við miklar vonir við þetta starf. Koma þyrfti á fót samskonar nefnd á milli FBM og VR. Verum þess minnug að hagsmunir verkafólks fara saman í meginatriðum; þess vegna ber okkur að stilla saman strengi og ég trúi því að það megi takast. Látum það aldrei yfir okkur ganga að við berumst á banaspjótum innbyrðis. Still- um kröfum okkar saman og treystum þannig hlut verkafólks í aukinni tækni- væðingu og þeim arði sem hún leiðir af sér. Fortíðin geymir merka sögu. Þeir sem stóðu að stofnun samtaka okkar voru framsýnir menn og skildu til fulls mikil- vægi samstöðunnar enda sjóaðir í harðri lífsbaráttu síns tíma. Fyrstu árin voru harðari skóli en svo að við getum áttað okkur á því til fulls. Við skulum þó gera okkar besta til þess því það er ábyggilega ómetanlegt innlegg í hina daglegu bar- PRENTARINN 4.7.'87 9

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.