Prentarinn - 01.04.1987, Page 16
Tafla 3. Samanburður á mengun eftir prentaðferðum.
Prentaðferö Meðaltalsmengun sem hlutfall af mengunarmörkum Fj. sýna Fjöldi sýna yfir mengunarmörkum
Hæðarprent 10% 7 -
Offsett 28% 33 2
Flexóprentun 80% 15 4
Tafla 4. Mengun við ýmsa starfsemi offsettprentunar.
Starfsemi Heildaráhrif - Meðaltal Fj. sýna Fjöldi sýna yfir mengunarmörkum
Prentun 0,15 26 -
Prentun + þvottur 0,39 4 -
Þvottur 1,28 3 2
nokkur þvottur átti sér stað á mæli-
tímabilinu og í þriðja lagi þegar um um-
talsverðan þvott á prentvél eða vélar-
hlutum í sérþvottaaðstöðu var að ræða
sem mælt var sérstaklega.
Af töflu 4 má ráða að það sem valdi
mestri mengun við offsettprentun sé
þvottur á völsum o. fl. bæði í prentvél-
unum sjálfum og í sérstakri þvottaað-
stöðu.
Þegar á heildina er litið kemur í ljós að
89.2% sýnanna var undir mengunar-
mörkum, þannig að 10.8% voru yfir
mörkum og af þeim voru flest langt yfir
mengunarmörkum.
í öllum prentsmiðjunum er unnt að
draga úr mengun, en eins og niður-
stöðurnar bera með sér er það mismun-
andi áríðandi. Hér verður fjallað um
nokkur almenn atriði til að draga úr
mengun, en ekki fjallað um hverja
rentsmiðju út af fyrir sig.
iðnaði eins og prentun er nauðsynlegt
að hafa almenna loftræstingu í vinnu-
rýminu. Leiða þarf inn ferskt loft með
hæfilegu hitastigi (og rakastigi) og í
flestum tilvikum er nauðsynlegt að
soga loft út til að eðlileg loftskipti eigi
sér stað. Þar sem mengun verður til við
starfsemina er síðan staðbundin loft-
ræsting nauðsynleg til að fjarlægja
mengunina áður en hún nær vitum
starfsmanna.
Það sem helst virðist vera til ráða til að
draga úr mengun lífrænna leysiefna er
að koma við staðbundnu afsogi þar sem
það er mögulegt. í mörgum tilvikum er
mjög erfitt eða ógerlegt að koma því
við en þá er mikilvægt að þvo eins mik-
ið og unnt er í sérstakri þvottaaðstöðu.
Slík þvottaaðstaða verður að vera út-
búin með kröftugu afsogi og er yfirleitt
best að byggja nokkurs konar loftræsti-
skáp utan um vaskinn eða karið, en
slíka skápa er einnig hægt að kaupa til-
búna. Einnig er hægt að kaupa sérstak-
ar þvottavélar sem nota mismunandi
hreinsiefni.
Við hreinsun á prentvélum þar sem erf-
itt er að koma við loftræstingu getur
verið nauðsynlegt að starfsmaður noti
öndunargrímur.
Þá er mikilvægt að velja hreinsiefni sem
menga starfsumhverfið sem minnst.
Notkun svokallaðra alkaliskra hreinsi-
efna er sífellt að aukast, en við val á
hreinsiefnum verður einnig að taka til-
lit til fleiri eiginleika þeirra, t. d. hvort
þau hreinsi nægilega vel. Gera verður
þá kröfu til framleiðanda eða seljanda
hreinsiefna að með þeim fylgi á ís-
lensku notkunarleiðbeiningar þar sem
m. a. komi fram hvaða varúðarráðstaf-
anir þurfi að gera við notkun.
Þó svo að miklu máli skipti að notuð
séu efni sem valda sem minnstri meng-
un er ekki síður mikilvægt að starfs-
menn noti þau á réttan hátt og hagi
vinnu sinni þannig að sem minnst
mengun skapist við störfin.
Mikilvægt er að öll ílát séu vel lokuð
þegar ekki er verið að nota þau, þar
sem umtalsverð mengun getur skapast
vegna uppgufunar frá opnum ílátum.
í þeim mælingum sem hér er fjallað
um, var einungis mæld loftmengun líf-
rænna leysiefna sem ætla má að starfs-
menn andi að sér, en lífræn leysiefni
geta einnig borist inn í líkamann í gegn-
um húðina við beina snertingu auk þess
sem þau geta skemmt hana. Því ætti
ávallt að nota hlífðarhanska þegar
hætta er á beinni snertingu. Við val á
hlífðarhönskum verður að gæta þess að
þeir séu gerðir fyrir viðkomandi efni
þar sem röng gerð getur gert meira
ógagn en gagn. Alls ekki skal geyma
tvist eða tuskur sem votar eru af
hreinsiefnum í vösum þar sem þá getur
orðið um beina snertingu að ræða.
Síðast en ekki síst ættu öryggistrúnað-
armenn og öryggisverðir eða verkstjór-
ar og starfsmenn að fara yfir þau efni
sem í notkun eru og þau sem eru til í
prentsmiðjunni. Losa ætti sig við efni
sem ekki þarf að nota og fara fram á
notkunarleiðbeiningar á íslensku frá
framleiðendum eða seljendum um þau
efni sem nota þarf. Þannig má fá fram
þekkingu til að auðvelda t. d. val á
hreinsiefnum með tilliti til heilsuspill-
andi áhrifa. Þannig ættu ný efni aldrei
að vera tekin í notkun áður en búið er
að athuga hvort þau muni skapa betra
eða verra starfsumhverfi en þau sem
áður voru notuð.
Víðir Kristjánsson
deildarstjóri hollustuháttadeildar
Vinnueftirlits ríkisins
16
PRENTARINN 4.7.'87